„Ekki fullkomin lausn“ að skima fólk á Keflavíkurflugvelli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. maí 2020 19:55 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekkert ákveðið með hvað gerist eftir 15. júní. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að það sé ljóst að það þurfi töluvert mikið til og mikinn undirbúning ef það á að skima alla farþega á Keflavíkurflugvelli. Bæði þurfi að fara fram ákveðin skráning erlendis fyrir þá sem hyggjast koma hingað og þá þurfa farþegarnir að geta farið í skimun hratt og örugglega svo ekki myndist flöskuháls á flugvellinum. Skýrsla verkefnisstjórnar um skimun fyrir kórónuveirunni á landamærum Íslands var birt í dag en stefnt er að því að opna landið fyrir ferðamönnum þann 15. júní næstkomandi. Rætt var um málið í viðtali við Þórólf í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann var meðal annars spurður að því hvort hægt væri að skima fyrir veirunni um borð í flugvélunum sem væru á leið til landsins í stað þess að gera það á Keflavíkurflugvelli. Svaraði Þórólfur því til að það gæti orðið erfitt að framkvæma sýnatöku um borð í flugvél en það væri alls ekki útilokað að það væri mögulegt. „Menn eru að skoða ýmsar útfærslur á því til að það verði ekki takmarkandi á streymi ferðamanna. Nú vitum við náttúrulega ekki hvað margir ferðamenn myndu koma en eftir því sem ég heyri svona óformlega þá eru sífellt fleiri að sýna því áhuga að koma hingað til Íslands og það er ekki ákveðið að þetta muni taka algjörlega gildi fimmtánda. Menn eru að stefna að því og ég held að núverandi ástand gildi til fimmtánda og þá tekur eitthvað annað við. Hvað það verður nákvæmlega veit ég ekki en þetta er náttúrulega einlægur vilji ríkisvaldsins að reyna að opna meira en ég held að það sé óhætt að segja það að þau leggja mjög mikla áherslu á það að sóttvarnir verði hafðar að leiðarljósi í þessum ákvarðanatökum,“ sagði Þórólfur. Þá sagði hann ósköp skiljanlegt að fólk væri varkárt og vildi gæta fyllstu varkárni þegar kæmi að opnun landamæranna. Það væri heldur ekki fullkomin lausn að skima fólk á Keflavíkurflugvelli. „Það að skima fólk á Keflavíkurflugvelli er ekki fullkomin lausn því einkennalausir einstaklingar geta borið með sér veiruna án þess að hún greinist á prófi og þeir gætu átt eftir að veikjast, það er möguleiki. En það eru samt sem áður yfirgnæfandi líkur á því að einstaklingur sem greinist neikvæður á prófi og er einkennalaus sé raunverulega ekki með veiruna þannig að þetta eru aðferðir til að minnka verulega líkur á því að veiran berist hingað inn,“ sagði Þórólfur en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Heilbrigðismál Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að það sé ljóst að það þurfi töluvert mikið til og mikinn undirbúning ef það á að skima alla farþega á Keflavíkurflugvelli. Bæði þurfi að fara fram ákveðin skráning erlendis fyrir þá sem hyggjast koma hingað og þá þurfa farþegarnir að geta farið í skimun hratt og örugglega svo ekki myndist flöskuháls á flugvellinum. Skýrsla verkefnisstjórnar um skimun fyrir kórónuveirunni á landamærum Íslands var birt í dag en stefnt er að því að opna landið fyrir ferðamönnum þann 15. júní næstkomandi. Rætt var um málið í viðtali við Þórólf í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann var meðal annars spurður að því hvort hægt væri að skima fyrir veirunni um borð í flugvélunum sem væru á leið til landsins í stað þess að gera það á Keflavíkurflugvelli. Svaraði Þórólfur því til að það gæti orðið erfitt að framkvæma sýnatöku um borð í flugvél en það væri alls ekki útilokað að það væri mögulegt. „Menn eru að skoða ýmsar útfærslur á því til að það verði ekki takmarkandi á streymi ferðamanna. Nú vitum við náttúrulega ekki hvað margir ferðamenn myndu koma en eftir því sem ég heyri svona óformlega þá eru sífellt fleiri að sýna því áhuga að koma hingað til Íslands og það er ekki ákveðið að þetta muni taka algjörlega gildi fimmtánda. Menn eru að stefna að því og ég held að núverandi ástand gildi til fimmtánda og þá tekur eitthvað annað við. Hvað það verður nákvæmlega veit ég ekki en þetta er náttúrulega einlægur vilji ríkisvaldsins að reyna að opna meira en ég held að það sé óhætt að segja það að þau leggja mjög mikla áherslu á það að sóttvarnir verði hafðar að leiðarljósi í þessum ákvarðanatökum,“ sagði Þórólfur. Þá sagði hann ósköp skiljanlegt að fólk væri varkárt og vildi gæta fyllstu varkárni þegar kæmi að opnun landamæranna. Það væri heldur ekki fullkomin lausn að skima fólk á Keflavíkurflugvelli. „Það að skima fólk á Keflavíkurflugvelli er ekki fullkomin lausn því einkennalausir einstaklingar geta borið með sér veiruna án þess að hún greinist á prófi og þeir gætu átt eftir að veikjast, það er möguleiki. En það eru samt sem áður yfirgnæfandi líkur á því að einstaklingur sem greinist neikvæður á prófi og er einkennalaus sé raunverulega ekki með veiruna þannig að þetta eru aðferðir til að minnka verulega líkur á því að veiran berist hingað inn,“ sagði Þórólfur en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Heilbrigðismál Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Sjá meira