Heildargreiðslur ríkisins vegna sóttkvíar tæplega þrefaldast Atli Ísleifsson skrifar 27. maí 2020 08:26 Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Heildargreiðslur ríkisins vegna greiðslu launa til þeirra sem sætt hafa sóttkví samkvæmt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda verða tveir milljarðar króna. Upphaflega var gert ráð fyrir að greiðslur vegna þessa myndu nema 700 milljónum króna, en upphæðin verður hærri þar sem mun fleiri fóru í sóttkví en fyrst var ráð fyrir gert. Þetta kemur fram í frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra til fjáraukalaga. Þar er óskað eftir tveggja milljarða fjárheimild vegna málsins. Í athugasemdum segir að með sameiginlegri yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, ASÍ og SA frá 5. mars síðastliðinn hafi náðst sátt um samfélagslega nauðsyn þess að hægja á útbreiðslu kórónuveirunnar. Kom þar fram að markmið sóttvarna væri að hægja á útbreiðslu veirunnar, vernda viðkvæma hópa fyrir smiti og draga úr álagi á heilbrigðiskerfið og innviði samfélagsins á meðan veiran gengur yfir. „Sóttkví hefur verið lykilráðstöfun í baráttunni við veiruna og markmiðið með greiðslum úr Atvinnuleysistryggingasjóði er að verja einstaklinga gegn tekjutapi og stuðla þannig að því að fólk fari eftir fyrirmælum stjórnvalda um að fara í sóttkví. Hámarksfjárhæð launa í sóttkví er 630 þús.kr. á mánuði miðað við heilan almanaksmánuð. Upphaflega var gert ráð fyrir að heildargreiðslur vegna þessa yrðu um 700 m.kr. en nú er ljóst að þær verða hærri þar sem mun fleiri hafa farið í sóttkví en upphaflega var reiknað með, auk þess sem tímabilið hefur verið lengt. Í fyrstu var gert ráð fyrir að greiðslutímabilið næði til 30. apríl 2020 en það hefur verið framlengt til 30. september 2020,“ segir í frumvarpinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Heildargreiðslur ríkisins vegna greiðslu launa til þeirra sem sætt hafa sóttkví samkvæmt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda verða tveir milljarðar króna. Upphaflega var gert ráð fyrir að greiðslur vegna þessa myndu nema 700 milljónum króna, en upphæðin verður hærri þar sem mun fleiri fóru í sóttkví en fyrst var ráð fyrir gert. Þetta kemur fram í frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra til fjáraukalaga. Þar er óskað eftir tveggja milljarða fjárheimild vegna málsins. Í athugasemdum segir að með sameiginlegri yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, ASÍ og SA frá 5. mars síðastliðinn hafi náðst sátt um samfélagslega nauðsyn þess að hægja á útbreiðslu kórónuveirunnar. Kom þar fram að markmið sóttvarna væri að hægja á útbreiðslu veirunnar, vernda viðkvæma hópa fyrir smiti og draga úr álagi á heilbrigðiskerfið og innviði samfélagsins á meðan veiran gengur yfir. „Sóttkví hefur verið lykilráðstöfun í baráttunni við veiruna og markmiðið með greiðslum úr Atvinnuleysistryggingasjóði er að verja einstaklinga gegn tekjutapi og stuðla þannig að því að fólk fari eftir fyrirmælum stjórnvalda um að fara í sóttkví. Hámarksfjárhæð launa í sóttkví er 630 þús.kr. á mánuði miðað við heilan almanaksmánuð. Upphaflega var gert ráð fyrir að heildargreiðslur vegna þessa yrðu um 700 m.kr. en nú er ljóst að þær verða hærri þar sem mun fleiri hafa farið í sóttkví en upphaflega var reiknað með, auk þess sem tímabilið hefur verið lengt. Í fyrstu var gert ráð fyrir að greiðslutímabilið næði til 30. apríl 2020 en það hefur verið framlengt til 30. september 2020,“ segir í frumvarpinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira