Samfelld göngugata frá Lækjargötu til Frakkastígs í sumar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. maí 2020 16:09 Hlaupahjólin hafa verið áberandi í miðbænum í maí og verða það eflaust áfram í sumar. Vísir/Vilhelm Skipulags- og samgönguráð samþykkti í dag að að bæta við tímabundnum göngugötum frá 5. júní til 1. október 2020. Um er að ræða Laugaveg milli Frakkastígs og Klapparstígs, Vatnsstíg milli Laugavegar og Hverfisgötu og Bankastræti milli Ingólfsstrætis og Lækjargötu. Sumargöngugötur eru útvíkkun á þeim varanlegu göngugötusvæðum sem nú hafa verið staðfest í deiliskipulagi og fjallað var um á Vísi í dag. Þær götur sem nú eru varanlegar göngugötur eru Laugavegur frá Klapparstíg að Þingholtsstræti, Skólavörðustígur milli Bergstaðastrætis og Laugavegar og Vegamótastígur frá Laugavegi að Grettisgötu. Vörulosun verður heimil með sama hætti á tímabundnu göngugötunum eins og á varanlegum göngugötum. Aðgengi íbúa og starfsemi með bílastæði inni á lóð við göturnar verður tryggt að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Almenn umferð og bifreiðastöður verða óheimilar. Akstur vegna vöruafgreiðslu verði heimilaður frá klukkan 7 til 11 virka daga og frá klukkan 8 til 11 á laugardögum. Fram hefur komið að borgarbúar eru almennt jákvæðir fyrir göngugötum í miðbænum á meðan meiri efasemdir hafa verið á meðal rekstraraðila, þá sérstaklega varðandi það hvort göngugötur eigi að vera allt árið um kring. Tímabundnar göngugötur verða merktar með viðeigandi merkjum. Búið er að setja upp umferðarmerki við varanlegu göngugöturnar. Reykjavík Göngugötur Tengdar fréttir Umferðarmerki komin upp við varanlegu göngugöturnar Búið er að setja upp sérstök skilti til að minna vegfarendur á göngugötur í miðborginni en hluti Laugavegar, Skólavörðustígs og Vegamótastígs er nú orðinn að varanlegum göngugötum. 27. maí 2020 11:20 Skammaði borgarfulltrúa fyrir að eyða tíma í tilgangslaust „argaþras“ um götulokanir Tillaga Miðflokksins í borgarstjórn um að fallið verði frá lokunum á göngugötum í miðborg Reykjavíkur var felld á fundi borgarstjórnar í dag. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, greiddi ekki atkvæði í atkvæðagreiðslunni um málið. 5. maí 2020 22:09 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Skipulags- og samgönguráð samþykkti í dag að að bæta við tímabundnum göngugötum frá 5. júní til 1. október 2020. Um er að ræða Laugaveg milli Frakkastígs og Klapparstígs, Vatnsstíg milli Laugavegar og Hverfisgötu og Bankastræti milli Ingólfsstrætis og Lækjargötu. Sumargöngugötur eru útvíkkun á þeim varanlegu göngugötusvæðum sem nú hafa verið staðfest í deiliskipulagi og fjallað var um á Vísi í dag. Þær götur sem nú eru varanlegar göngugötur eru Laugavegur frá Klapparstíg að Þingholtsstræti, Skólavörðustígur milli Bergstaðastrætis og Laugavegar og Vegamótastígur frá Laugavegi að Grettisgötu. Vörulosun verður heimil með sama hætti á tímabundnu göngugötunum eins og á varanlegum göngugötum. Aðgengi íbúa og starfsemi með bílastæði inni á lóð við göturnar verður tryggt að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Almenn umferð og bifreiðastöður verða óheimilar. Akstur vegna vöruafgreiðslu verði heimilaður frá klukkan 7 til 11 virka daga og frá klukkan 8 til 11 á laugardögum. Fram hefur komið að borgarbúar eru almennt jákvæðir fyrir göngugötum í miðbænum á meðan meiri efasemdir hafa verið á meðal rekstraraðila, þá sérstaklega varðandi það hvort göngugötur eigi að vera allt árið um kring. Tímabundnar göngugötur verða merktar með viðeigandi merkjum. Búið er að setja upp umferðarmerki við varanlegu göngugöturnar.
Reykjavík Göngugötur Tengdar fréttir Umferðarmerki komin upp við varanlegu göngugöturnar Búið er að setja upp sérstök skilti til að minna vegfarendur á göngugötur í miðborginni en hluti Laugavegar, Skólavörðustígs og Vegamótastígs er nú orðinn að varanlegum göngugötum. 27. maí 2020 11:20 Skammaði borgarfulltrúa fyrir að eyða tíma í tilgangslaust „argaþras“ um götulokanir Tillaga Miðflokksins í borgarstjórn um að fallið verði frá lokunum á göngugötum í miðborg Reykjavíkur var felld á fundi borgarstjórnar í dag. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, greiddi ekki atkvæði í atkvæðagreiðslunni um málið. 5. maí 2020 22:09 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Umferðarmerki komin upp við varanlegu göngugöturnar Búið er að setja upp sérstök skilti til að minna vegfarendur á göngugötur í miðborginni en hluti Laugavegar, Skólavörðustígs og Vegamótastígs er nú orðinn að varanlegum göngugötum. 27. maí 2020 11:20
Skammaði borgarfulltrúa fyrir að eyða tíma í tilgangslaust „argaþras“ um götulokanir Tillaga Miðflokksins í borgarstjórn um að fallið verði frá lokunum á göngugötum í miðborg Reykjavíkur var felld á fundi borgarstjórnar í dag. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, greiddi ekki atkvæði í atkvæðagreiðslunni um málið. 5. maí 2020 22:09