Vísar því á bug að fimm milljarða framkvæmd Sorpu sé byggð á úreltri tækni Birgir Olgeirsson skrifar 27. maí 2020 20:00 Helgi Þór Ingason, framkvæmdastjóri Sorpu. Framkvæmdastjóri Sorpu vísar því á bug að ný 5 milljarða gas- og jarðgerðarstöð sé byggð á úreltri tækni. Starfsemi stöðvarinnar feli í sér byltingu í umhverfismálum hér á landi. Gas- og jarðgerðarstöðin Gaja í Álfsnesi verður tekin í notkun 16. júní næstkomandi. Helgi Þór Ingason, framkvæmdastjóri Sorpu, segir hana marka byltingu í umhverfismálum á Íslandi. „Þegar við verðum farin að vinna hér í þessari stöð þá jafngildir það að taka 40 þúsund bensín- og dísilbíla úr umferð. Þetta hefur gríðarleg áhrif á kolefnisbúskapinn á okkar landi,“ segir Helgi Þór. Í stöðinni verður heimilissorpi breytt í metangas og moltu. „Urðun á ársvísu er um 140 þúsund tonn. En við erum að stíga risastór skref fari þessi urðun á næstu árum í 20 þúsund tonn eða minna,“ segir Helgi Þór. Hann segir þá sem fara með stjórnvölinn á höfuðborgarsvæðinu hafa sýnt mikla framsýni þegar þeir ákváðu fyrir tíu árum að hætta urðun á sorpi. Stöðin sé risastórt skref í því ferli. En það að reisa þessa stöð hefur reynst stormasamt ferli. Stjórn Sorpu ákvað að leysa Björn H. Halldórsson, þáverandi framkvæmdastjóra Sorpu, frá störfum í janúar. Það var gert eftir að rekstur Sorpu hafði farið 1,4 milljarða króna fram úr áætlun. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu sem standa að rekstri Sorpu þurftu að samþykkja 990 milljóna króna lán til Sorpu svo hægt yrði að ljúka framkvæmdum við gas- og jarðgerðarstöðina. Heildarkostnaðurinn við að reisa þessa stöð stendur nú í 5,3 milljörðum króna. Stundin fjallaði um stöðina í síðasta tölublaði en þar var því haldið fram að tæknin sem hún byggir á sé úrelt. Var vísað til þess að sambærileg stöð í Noregi, sem byggir á sömu dönsku tækninni, hafi verið lokuð fimm árum eftir að hún var tekin í notkun árið 2006 og aldrei komist almennilega í gagnið. Helgi Þór vísar því á bug að tæknin sé barns síns tíma. „Það sem skiptir máli er að velja bestu fáanlegu tæknina. Þessi tækni sem við veðjum á er kölluð þurrgerjun. Í grunninn hefur þessi tækni ekki breyst um árabil. Það skiptir ekki máli ef tæknin er tíu ára eða tuttugu ára gömul. Hún er sú besta sem fáanleg er. Það á við um þessa tækni sem við höfum valið hér. Hún er viðeigandi og hentar og hún er frekar í sókn heldur en hitt á heimsvísu,“ segir Helgi. Í Stundinni er því haldið fram að moltan sem framleiða á í stöðunni muni ekki standast gæðakröfur né Evrópustaðla. Helgi segir moltuna uppfylla öll ákvæði samkvæmt starfsleyfi. „Við munum uppfylla þau ákvæði og framleið moltu sem er nýtanleg sem við munum sjá á mörgum sviðum. Við erum að þróa markaðinn og höfum fulla trú á þessari notkun. Það eru margir sem sýna henni áhuga og verður ekki vandamál að koma henni í notkun á höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorninu.“ Þá er því haldið fram að ekki sé eftirspurn hér á landi eftir öllu því metangasi sem á að framleiða í stöðinni. „Metangas er samvara, þetta er eldsneyti. Það eru fjölda margir sem hafa áhuga á þessu eldsneyti. Við erum að vinna kappsamlega að finna markaði. Bara núna á áðan var fólk að tala við okkur um möguleg kaup á metani. Við erum að vinna að ýmsum möguleikum og útfærslum í því sambandi. Við erum í stakk búin að tilkynna góða niðurstöðu úr því á næstu mánuðum. Þetta metan verður selt á næstu mánuðum, engin spurning,“ segir Helgi Þór. Sorpa Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Framkvæmdastjóri Sorpu vísar því á bug að ný 5 milljarða gas- og jarðgerðarstöð sé byggð á úreltri tækni. Starfsemi stöðvarinnar feli í sér byltingu í umhverfismálum hér á landi. Gas- og jarðgerðarstöðin Gaja í Álfsnesi verður tekin í notkun 16. júní næstkomandi. Helgi Þór Ingason, framkvæmdastjóri Sorpu, segir hana marka byltingu í umhverfismálum á Íslandi. „Þegar við verðum farin að vinna hér í þessari stöð þá jafngildir það að taka 40 þúsund bensín- og dísilbíla úr umferð. Þetta hefur gríðarleg áhrif á kolefnisbúskapinn á okkar landi,“ segir Helgi Þór. Í stöðinni verður heimilissorpi breytt í metangas og moltu. „Urðun á ársvísu er um 140 þúsund tonn. En við erum að stíga risastór skref fari þessi urðun á næstu árum í 20 þúsund tonn eða minna,“ segir Helgi Þór. Hann segir þá sem fara með stjórnvölinn á höfuðborgarsvæðinu hafa sýnt mikla framsýni þegar þeir ákváðu fyrir tíu árum að hætta urðun á sorpi. Stöðin sé risastórt skref í því ferli. En það að reisa þessa stöð hefur reynst stormasamt ferli. Stjórn Sorpu ákvað að leysa Björn H. Halldórsson, þáverandi framkvæmdastjóra Sorpu, frá störfum í janúar. Það var gert eftir að rekstur Sorpu hafði farið 1,4 milljarða króna fram úr áætlun. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu sem standa að rekstri Sorpu þurftu að samþykkja 990 milljóna króna lán til Sorpu svo hægt yrði að ljúka framkvæmdum við gas- og jarðgerðarstöðina. Heildarkostnaðurinn við að reisa þessa stöð stendur nú í 5,3 milljörðum króna. Stundin fjallaði um stöðina í síðasta tölublaði en þar var því haldið fram að tæknin sem hún byggir á sé úrelt. Var vísað til þess að sambærileg stöð í Noregi, sem byggir á sömu dönsku tækninni, hafi verið lokuð fimm árum eftir að hún var tekin í notkun árið 2006 og aldrei komist almennilega í gagnið. Helgi Þór vísar því á bug að tæknin sé barns síns tíma. „Það sem skiptir máli er að velja bestu fáanlegu tæknina. Þessi tækni sem við veðjum á er kölluð þurrgerjun. Í grunninn hefur þessi tækni ekki breyst um árabil. Það skiptir ekki máli ef tæknin er tíu ára eða tuttugu ára gömul. Hún er sú besta sem fáanleg er. Það á við um þessa tækni sem við höfum valið hér. Hún er viðeigandi og hentar og hún er frekar í sókn heldur en hitt á heimsvísu,“ segir Helgi. Í Stundinni er því haldið fram að moltan sem framleiða á í stöðunni muni ekki standast gæðakröfur né Evrópustaðla. Helgi segir moltuna uppfylla öll ákvæði samkvæmt starfsleyfi. „Við munum uppfylla þau ákvæði og framleið moltu sem er nýtanleg sem við munum sjá á mörgum sviðum. Við erum að þróa markaðinn og höfum fulla trú á þessari notkun. Það eru margir sem sýna henni áhuga og verður ekki vandamál að koma henni í notkun á höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorninu.“ Þá er því haldið fram að ekki sé eftirspurn hér á landi eftir öllu því metangasi sem á að framleiða í stöðinni. „Metangas er samvara, þetta er eldsneyti. Það eru fjölda margir sem hafa áhuga á þessu eldsneyti. Við erum að vinna kappsamlega að finna markaði. Bara núna á áðan var fólk að tala við okkur um möguleg kaup á metani. Við erum að vinna að ýmsum möguleikum og útfærslum í því sambandi. Við erum í stakk búin að tilkynna góða niðurstöðu úr því á næstu mánuðum. Þetta metan verður selt á næstu mánuðum, engin spurning,“ segir Helgi Þór.
Sorpa Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira