Beiðnum namibískra yfirvalda miðar áfram hjá héraðssaksóknara Kjartan Kjartansson skrifar 28. maí 2020 11:07 Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari. Vísir/Vilhelm Embætti héraðssaksóknara á í samskiptum við ríkissaksóknara í Namibíu sem rannsakar meint brot í Samherjamálinu svonefnda og framvinda hefur orðið í réttarbeiðnum sem hafa borist að utan, að sögn héraðssaksóknara. Einn namibísku rannsakendanna kvartaði undan því að Ísland og þrjú önnur ríki hefðu enn ekki verið hjálpleg við rannsóknina í vikunni. Sex fyrrverandi ráðherrar og einstaklingar sem tengjast þeim eru grunaðir um spillingu, fjársvik og mútuþægni sem tengist því hvernig kvóta var úthlutað til Samherja í Namibíu. Einn sexmenninganna, Ricardo Gustavo, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækisins Namgomar, krefst þess nú að vera látinn laus gegn tryggingu en hann hefur setið í varðhaldi frá því í nóvember. Þegar krafa hans var tekin fyrir í Windhoek-dómstólnum í vikunni greindi Karl Cloete, einn rannsakenda nefndar sem rannsakar spillingu í Namibíu, frá því að fjárhæðin sem sexmenningarnir væru grunaðir um að hafa þegið í mútur hefði hækkað í 130 milljónir namibískra dollara, jafnvirði um 1,2 milljarða íslenskra króna. „Við búumst við því að þessi upphæð hækki þegar við fáum samvinnu frá stjórnvöldum á Íslandi, Angóla, Dúbaí og Spáni um hvert hluti af fénu var fluttur. Í augnablikinu hafa þessi stjórnvöld ekki verið hjálpleg,“ hefur namibíska dagblaðið New Era eftir Cloete. Hann telur að rúmur þriðjungur fjármunanna sem sexmenningarnir fengu hafi verið fluttir úr landinu. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, segist ekki geta tjáð sig um innihald og eðli réttarbeiðna sem hafi borist frá erlendum yfirvöldum í samtali við Vísi. Hann staðfestir þó að embætti hans hafi verið í samskiptum við ríkissaksóknaraembættið í Namibíu en ekki nefndina gegn spillingu. Þau samskipti hafi verið góð og beiðnir séu í vinnslu. Þá bendir Ólafur Þór á að starfsemi héraðssaksóknara hafi orðið fyrir áhrifum af kórónuveirufaraldrinum eins og aðrar stofnanir. Schengen-svæðið hafi verið lokað fyrir borgurum þriðja ríkis um nokkurra vikna skeið. Þetta hafi komið niður á störfum héraðssaksóknara, sérstaklega hvað varðar mál sem ná yfir landamæri. „Við erum í samskiptum við þá og það er framvinda í málinu,“ segir Ólafur Þór um beiðnirnar frá namibískum yfirvöldum. Samherjaskjölin Namibía Tengdar fréttir DNB hætt viðskiptum við Samherja NRK, norska ríkisútvarpið, fullyrðir á vef sínum í dag að norski bankinn DNB hafi sagt upp öllum viðskiptum við útgerðarfyrirtækið Samherja. 12. febrúar 2020 17:39 Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Embætti héraðssaksóknara á í samskiptum við ríkissaksóknara í Namibíu sem rannsakar meint brot í Samherjamálinu svonefnda og framvinda hefur orðið í réttarbeiðnum sem hafa borist að utan, að sögn héraðssaksóknara. Einn namibísku rannsakendanna kvartaði undan því að Ísland og þrjú önnur ríki hefðu enn ekki verið hjálpleg við rannsóknina í vikunni. Sex fyrrverandi ráðherrar og einstaklingar sem tengjast þeim eru grunaðir um spillingu, fjársvik og mútuþægni sem tengist því hvernig kvóta var úthlutað til Samherja í Namibíu. Einn sexmenninganna, Ricardo Gustavo, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækisins Namgomar, krefst þess nú að vera látinn laus gegn tryggingu en hann hefur setið í varðhaldi frá því í nóvember. Þegar krafa hans var tekin fyrir í Windhoek-dómstólnum í vikunni greindi Karl Cloete, einn rannsakenda nefndar sem rannsakar spillingu í Namibíu, frá því að fjárhæðin sem sexmenningarnir væru grunaðir um að hafa þegið í mútur hefði hækkað í 130 milljónir namibískra dollara, jafnvirði um 1,2 milljarða íslenskra króna. „Við búumst við því að þessi upphæð hækki þegar við fáum samvinnu frá stjórnvöldum á Íslandi, Angóla, Dúbaí og Spáni um hvert hluti af fénu var fluttur. Í augnablikinu hafa þessi stjórnvöld ekki verið hjálpleg,“ hefur namibíska dagblaðið New Era eftir Cloete. Hann telur að rúmur þriðjungur fjármunanna sem sexmenningarnir fengu hafi verið fluttir úr landinu. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, segist ekki geta tjáð sig um innihald og eðli réttarbeiðna sem hafi borist frá erlendum yfirvöldum í samtali við Vísi. Hann staðfestir þó að embætti hans hafi verið í samskiptum við ríkissaksóknaraembættið í Namibíu en ekki nefndina gegn spillingu. Þau samskipti hafi verið góð og beiðnir séu í vinnslu. Þá bendir Ólafur Þór á að starfsemi héraðssaksóknara hafi orðið fyrir áhrifum af kórónuveirufaraldrinum eins og aðrar stofnanir. Schengen-svæðið hafi verið lokað fyrir borgurum þriðja ríkis um nokkurra vikna skeið. Þetta hafi komið niður á störfum héraðssaksóknara, sérstaklega hvað varðar mál sem ná yfir landamæri. „Við erum í samskiptum við þá og það er framvinda í málinu,“ segir Ólafur Þór um beiðnirnar frá namibískum yfirvöldum.
Samherjaskjölin Namibía Tengdar fréttir DNB hætt viðskiptum við Samherja NRK, norska ríkisútvarpið, fullyrðir á vef sínum í dag að norski bankinn DNB hafi sagt upp öllum viðskiptum við útgerðarfyrirtækið Samherja. 12. febrúar 2020 17:39 Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
DNB hætt viðskiptum við Samherja NRK, norska ríkisútvarpið, fullyrðir á vef sínum í dag að norski bankinn DNB hafi sagt upp öllum viðskiptum við útgerðarfyrirtækið Samherja. 12. febrúar 2020 17:39