Vonar að Svandís biðji starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar afsökunar Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. maí 2020 11:35 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/vilhelm Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar, vonar að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra biðji starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar afsökunar á því að hafa gleymt að minnast á það í þakkarræðu sinni vegna kórónuveirunnar nú í byrjun vikunnar. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar var harðorður í garð Svandísar og heilbrigðisráðuneytisins í viðtali í Kastljósi í gær. Hann sagði að fyrirtækið myndi ekki koma að skimun fyrir kórónuveirunni við landamærin, verði sú skimun unnin undir stjórn heilbrigðisráðuneytisins. Heilbrigðisráðherra ætti það jafnframt til að vera „hrokafull eins og lítil tíu ára stelpa“. Þá minntist Kári sérstaklega á að á síðasta upplýsingafundi landlæknis og almannavarna vegna veirunnar á mánudag hefði Svandís þakkað öllum sem komu að viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum hér á landi, nema Íslenskri erfðagreiningu. Svandís vildi ekki veita viðtal vegna ummæla Kára þegar fréttastofa leitaði eftir því í morgun. Þá mætti Kári sjálfur til fundar við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í stjórnarráðinu nú á tólfta tímanum í morgun, samkvæmt heimildum fréttastofu. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.Vísir/vilhelm Ótrúlegt að ekki hafi hvarflað að ráðherra að tala við Kára Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ræddi Kastljós-viðtalið við Kára í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Kári er auðvitað afskaplega litríkur maður, svo ekki sé sterkara að orði kveðið,“ sagði Helga Vala. Það sem henni fyndist hafa staðið upp úr eftir viðtalið væri tvennt. „Það er hvorki það að hann hafi sagt að heilbrigðisráðherra væri sérstaklega hrokafull, né í rauninni það að starfsfólkinu hafi verið þakkað. Heldur finnst mér í rauninni alveg ótrúlegt að í þessari vinnu sem nú er og stendur fyrir dyrum varðandi opnun landsins þá hafi ekki hvarflað að hvorki heilbrigðisráðherra né starfsfólkinu í heilbrigðisráðuneytinu og þessum vinnuhópi sem var skipaður fyrir tveimur vikum, […] að engum skyldi detta í hug að tala við Kára Stefánsson. Það finnst mér í raun alveg með ólíkindum.“ Þá kvaðst Helga Vala geta tekið undir ummæli Kára um hrokann í ráðherra og ráðuneytinu. Hún benti á að góðs árangurs Íslands í baráttunni við veiruna nyti ekki við ef íslensk erfðagreining hefði ekki tekið að sér sýnatöku. „Og það að gleyma því í þakkarræðu, það getur gerst, og þá hefði auðvitað heilbrigðisráðherra átta að bregðast við strax í gærkvöldi og biðja starfsfólkið afsökunar. Og ég vona að hún geri það. Ég vona það. En að gleyma að tala við slíkan lykilaðila á þessum tímapunkti þegar er verið að tala um að opna landið og skima. Það finnst mér alveg ótrúlega sérstakt,“ sagði Helga Vala. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Bítið Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar, vonar að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra biðji starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar afsökunar á því að hafa gleymt að minnast á það í þakkarræðu sinni vegna kórónuveirunnar nú í byrjun vikunnar. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar var harðorður í garð Svandísar og heilbrigðisráðuneytisins í viðtali í Kastljósi í gær. Hann sagði að fyrirtækið myndi ekki koma að skimun fyrir kórónuveirunni við landamærin, verði sú skimun unnin undir stjórn heilbrigðisráðuneytisins. Heilbrigðisráðherra ætti það jafnframt til að vera „hrokafull eins og lítil tíu ára stelpa“. Þá minntist Kári sérstaklega á að á síðasta upplýsingafundi landlæknis og almannavarna vegna veirunnar á mánudag hefði Svandís þakkað öllum sem komu að viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum hér á landi, nema Íslenskri erfðagreiningu. Svandís vildi ekki veita viðtal vegna ummæla Kára þegar fréttastofa leitaði eftir því í morgun. Þá mætti Kári sjálfur til fundar við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í stjórnarráðinu nú á tólfta tímanum í morgun, samkvæmt heimildum fréttastofu. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.Vísir/vilhelm Ótrúlegt að ekki hafi hvarflað að ráðherra að tala við Kára Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ræddi Kastljós-viðtalið við Kára í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Kári er auðvitað afskaplega litríkur maður, svo ekki sé sterkara að orði kveðið,“ sagði Helga Vala. Það sem henni fyndist hafa staðið upp úr eftir viðtalið væri tvennt. „Það er hvorki það að hann hafi sagt að heilbrigðisráðherra væri sérstaklega hrokafull, né í rauninni það að starfsfólkinu hafi verið þakkað. Heldur finnst mér í rauninni alveg ótrúlegt að í þessari vinnu sem nú er og stendur fyrir dyrum varðandi opnun landsins þá hafi ekki hvarflað að hvorki heilbrigðisráðherra né starfsfólkinu í heilbrigðisráðuneytinu og þessum vinnuhópi sem var skipaður fyrir tveimur vikum, […] að engum skyldi detta í hug að tala við Kára Stefánsson. Það finnst mér í raun alveg með ólíkindum.“ Þá kvaðst Helga Vala geta tekið undir ummæli Kára um hrokann í ráðherra og ráðuneytinu. Hún benti á að góðs árangurs Íslands í baráttunni við veiruna nyti ekki við ef íslensk erfðagreining hefði ekki tekið að sér sýnatöku. „Og það að gleyma því í þakkarræðu, það getur gerst, og þá hefði auðvitað heilbrigðisráðherra átta að bregðast við strax í gærkvöldi og biðja starfsfólkið afsökunar. Og ég vona að hún geri það. Ég vona það. En að gleyma að tala við slíkan lykilaðila á þessum tímapunkti þegar er verið að tala um að opna landið og skima. Það finnst mér alveg ótrúlega sérstakt,“ sagði Helga Vala.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Bítið Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira