„Verðum að vera nægilega stórar manneskjur til þess að láta þetta ekki snúast um okkur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. maí 2020 18:19 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kveðst ekki hafa staldrað við ummæli Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, um hana sem hann lét falla í Kastljósi í gær. Það sé þó vissulega aldrei skemmtilegt þegar verið sé að halla á mann persónulega. „En ég held að við verðum að vera nægilega stórar manneskjur til þess að láta þetta ekki snúast um okkur og okkar persónu. Þannig að ég sný mér bara að mínum verkefnum og það er það sem mér finnst mikilvægast að vera dæmdur af því sem maður gerir en ekki einhverjum svona dómum,“ sagði Svandís í viðtali við Elínu Margréti Böðvarsdóttur, fréttamann, áður en fræðslufundur ÍE um Covid-19 hófst klukkan 17 í dag. Ummæli Kára um Svandísi í Kastljósi í gær hafa vakið mikla athygli. Þar sagði hann ráðherra hrokafulla eins og tíu ára stelpu og sagði ÍE ekki myndu koma að skimun erlendra ferðamanna á Keflavíkurflugvelli ef málið yrði á forræði heilbrigðisráðuneytisins. Í viðtali við fréttastofu í dag sagði Kára að bæta þyrfti samskiptin við heilbrigðisráðuneytið og líklegt væri að ÍE kæmi að skimuninni á Keflavíkurflugvelli, að minnsta kosti sem ráðgjafar. Við upphaf fræðslufundarins í dag bauð Kári svo heilbrigðisráðherra sérstaklega velkomna og þakkaði fyrir nærveru hennar. Öll tilbúin til að snúa bökum saman gegn veirunni Aðspurð hvernig staðan væri á undirbúningsvinnu varðandi skimun og hugsanlega aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar sagði Svandís: „Í sjálfu sér, þá held ég að það hafi skýrst ákveðin mál í dag og það hafi skýrst ákveðinn misskilningur í samskiptum og svo framvegis sem gerir það að verkum að við erum öll komin á þann stað að við erum öll tilbúin til þess að snúa bökum saman gegn veirunni. Fyrsti kaflinn gekk rosalega vel enda er þetta stórt og flókið samstarfsverkefni og þar hefur Decode og Íslensk erfðagreining komið að með mjög myndarlegum hætti og ég vænti þess miðað við það sem hefur komið fram í fréttum í dag að það verði líka í næsta kafla sem er sá kafli sem lýtur að skimun við landamæri. En það breytir því ekki að það þarf verulega uppbyggingu veirufræðideildar Landspítalans og við munum fara í það líka.“ Ráðherra sagði það ekki sitt að tjá sig um það hvort niðurstaðan væri sú að ÍE kæmi að verkefninu. „En það er að minnsta kosti og ég heyri ekki betur en að Íslensk erfðagreining sé reiðubúin til viðræðna á þeim grunni að koma að verkefninu, að minnsta kosti hjálpa til með að ýta því úr vör,“ sagði Svandís. Forsætisráðherra komi að málinu til að samhæfa það Hún sagði sóttvarnalækni þann embættismann sem væri í því hlutverki að ráðleggja heilbrigðisráðherra samkvæmt sóttvarnalögum um sóttvarnaráðstafanir. „Þannig að þar er verkefnið í sjálfu sér, það er að segja það sem lýtur að skimun á landamærum og hann mun gera tillögu til mín samkvæmt sóttvarnalögum og þannig er málið hjá mér að því leytinu til,“ sagði Svandís en bætti því við að málið væri mun flóknara. Þannig heyrði það undir annan ráðherra ef verið væri að tala um breytingar á lögum varðandi landamæri og ef verið væri að horfa á samgöngur þá heyrði það undir enn annan ráðherra. Forsætisráherra þyrfti því að koma að málinu til að samhæfa það. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslensk erfðagreining Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kveðst ekki hafa staldrað við ummæli Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, um hana sem hann lét falla í Kastljósi í gær. Það sé þó vissulega aldrei skemmtilegt þegar verið sé að halla á mann persónulega. „En ég held að við verðum að vera nægilega stórar manneskjur til þess að láta þetta ekki snúast um okkur og okkar persónu. Þannig að ég sný mér bara að mínum verkefnum og það er það sem mér finnst mikilvægast að vera dæmdur af því sem maður gerir en ekki einhverjum svona dómum,“ sagði Svandís í viðtali við Elínu Margréti Böðvarsdóttur, fréttamann, áður en fræðslufundur ÍE um Covid-19 hófst klukkan 17 í dag. Ummæli Kára um Svandísi í Kastljósi í gær hafa vakið mikla athygli. Þar sagði hann ráðherra hrokafulla eins og tíu ára stelpu og sagði ÍE ekki myndu koma að skimun erlendra ferðamanna á Keflavíkurflugvelli ef málið yrði á forræði heilbrigðisráðuneytisins. Í viðtali við fréttastofu í dag sagði Kára að bæta þyrfti samskiptin við heilbrigðisráðuneytið og líklegt væri að ÍE kæmi að skimuninni á Keflavíkurflugvelli, að minnsta kosti sem ráðgjafar. Við upphaf fræðslufundarins í dag bauð Kári svo heilbrigðisráðherra sérstaklega velkomna og þakkaði fyrir nærveru hennar. Öll tilbúin til að snúa bökum saman gegn veirunni Aðspurð hvernig staðan væri á undirbúningsvinnu varðandi skimun og hugsanlega aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar sagði Svandís: „Í sjálfu sér, þá held ég að það hafi skýrst ákveðin mál í dag og það hafi skýrst ákveðinn misskilningur í samskiptum og svo framvegis sem gerir það að verkum að við erum öll komin á þann stað að við erum öll tilbúin til þess að snúa bökum saman gegn veirunni. Fyrsti kaflinn gekk rosalega vel enda er þetta stórt og flókið samstarfsverkefni og þar hefur Decode og Íslensk erfðagreining komið að með mjög myndarlegum hætti og ég vænti þess miðað við það sem hefur komið fram í fréttum í dag að það verði líka í næsta kafla sem er sá kafli sem lýtur að skimun við landamæri. En það breytir því ekki að það þarf verulega uppbyggingu veirufræðideildar Landspítalans og við munum fara í það líka.“ Ráðherra sagði það ekki sitt að tjá sig um það hvort niðurstaðan væri sú að ÍE kæmi að verkefninu. „En það er að minnsta kosti og ég heyri ekki betur en að Íslensk erfðagreining sé reiðubúin til viðræðna á þeim grunni að koma að verkefninu, að minnsta kosti hjálpa til með að ýta því úr vör,“ sagði Svandís. Forsætisráðherra komi að málinu til að samhæfa það Hún sagði sóttvarnalækni þann embættismann sem væri í því hlutverki að ráðleggja heilbrigðisráðherra samkvæmt sóttvarnalögum um sóttvarnaráðstafanir. „Þannig að þar er verkefnið í sjálfu sér, það er að segja það sem lýtur að skimun á landamærum og hann mun gera tillögu til mín samkvæmt sóttvarnalögum og þannig er málið hjá mér að því leytinu til,“ sagði Svandís en bætti því við að málið væri mun flóknara. Þannig heyrði það undir annan ráðherra ef verið væri að tala um breytingar á lögum varðandi landamæri og ef verið væri að horfa á samgöngur þá heyrði það undir enn annan ráðherra. Forsætisráherra þyrfti því að koma að málinu til að samhæfa það.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslensk erfðagreining Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira