Útbreiddur faraldur ólíklegur en líkur á einstaka smitum Andri Eysteinsson skrifar 28. maí 2020 21:13 Sóttvarnalæknir á fræðslufundi í dag. Vísir Sóttvarnalæknir segir ólíklegt að útbreiddur faraldur fari um landið en líkur séu á einstaka smitum í framtíðinni. Hann sagði þá vert að svara nokkrum spurningum þegar framtíðarhorfum Íslands vegna kórónuveirufaraldursins er velt fyrir sér. „Hvenær kemur næsta bylgja, verður önnur bylgja og um þetta er ómögulegt að segja því það fer eftir svo mörgum þáttum sem við vitum ekkert um, sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir á fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar í dag. Þórólfur sagði lítið enn vitað um veiruna og hegðun hennar og enn óljóst hvort kórónuveiran muni valda árstíðabundnum sýkingum eða einfaldlega deyja út. Spurning væri hvort og hvenær bóluefni yrði tilbúið til dreifingar og notkunar. „Það sem kemur til með að spila rullu hjá okkur er hver er útbreiðslan í öðrum löndum. Hvenær hverfur veiran virkilega,“ sagði Þórólfur og bætti við að raun hafi verið að fyrst og fremst íslendingar hafi komið með veiruna og einungis mjög fái erlendir ferðamenn hafi verið greindir hér á landi og smit út frá þeim lítil sem engin. Þá sagði Þórólfur Íslendinga hafa staðið sig vel í einstaklingsbundnum sýkingavörnum eins og til að mynda handþvotti en útlit sé fyrir að fólk sé farið að gleyma sér aðeins. „Við þurfum sífellt að minna á þetta,“ sagði sóttvarnalæknir. Þórólfur segir þá að hann telji að útbreiddur faraldur sé mjög ólíklegur hér á landi líkur séu þó á einstaka smitum og hópsýkingum. „Faraldurinn sem kom, hann kom mjög brátt að okkur og ég held að það gerist ekki. Hef ég rétt eða rangt fyrir mér, ég veit það ekki,“ sagði Þórólfur og minntist gagnrýni Kára Stefánssonar við fyrri spádómum Þórólfs. Þórólfur sagði Ísland vera komið með góða innviði og vera í viðbragðsstöðu. „Ég held við fáum einstaka smit áfram, það er held ég óumflýjanlegt og litlar hópsýkingar eru mögulegar. Við erum komin með reynslu af því að fást við það,“ og vísaði þar til Vestfjarða, Hvammstanga og Vestmannaeyja. „Ég held að þetta sé það sem við munum geta séð,“ sagði Þórólfur og sagði að nú þyrfti að tryggja góðan árangur með réttum aðgerðum. Halda þurfi áfram mikilli sýnatöku og beita smitrakningu áfram. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sjá meira
Sóttvarnalæknir segir ólíklegt að útbreiddur faraldur fari um landið en líkur séu á einstaka smitum í framtíðinni. Hann sagði þá vert að svara nokkrum spurningum þegar framtíðarhorfum Íslands vegna kórónuveirufaraldursins er velt fyrir sér. „Hvenær kemur næsta bylgja, verður önnur bylgja og um þetta er ómögulegt að segja því það fer eftir svo mörgum þáttum sem við vitum ekkert um, sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir á fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar í dag. Þórólfur sagði lítið enn vitað um veiruna og hegðun hennar og enn óljóst hvort kórónuveiran muni valda árstíðabundnum sýkingum eða einfaldlega deyja út. Spurning væri hvort og hvenær bóluefni yrði tilbúið til dreifingar og notkunar. „Það sem kemur til með að spila rullu hjá okkur er hver er útbreiðslan í öðrum löndum. Hvenær hverfur veiran virkilega,“ sagði Þórólfur og bætti við að raun hafi verið að fyrst og fremst íslendingar hafi komið með veiruna og einungis mjög fái erlendir ferðamenn hafi verið greindir hér á landi og smit út frá þeim lítil sem engin. Þá sagði Þórólfur Íslendinga hafa staðið sig vel í einstaklingsbundnum sýkingavörnum eins og til að mynda handþvotti en útlit sé fyrir að fólk sé farið að gleyma sér aðeins. „Við þurfum sífellt að minna á þetta,“ sagði sóttvarnalæknir. Þórólfur segir þá að hann telji að útbreiddur faraldur sé mjög ólíklegur hér á landi líkur séu þó á einstaka smitum og hópsýkingum. „Faraldurinn sem kom, hann kom mjög brátt að okkur og ég held að það gerist ekki. Hef ég rétt eða rangt fyrir mér, ég veit það ekki,“ sagði Þórólfur og minntist gagnrýni Kára Stefánssonar við fyrri spádómum Þórólfs. Þórólfur sagði Ísland vera komið með góða innviði og vera í viðbragðsstöðu. „Ég held við fáum einstaka smit áfram, það er held ég óumflýjanlegt og litlar hópsýkingar eru mögulegar. Við erum komin með reynslu af því að fást við það,“ og vísaði þar til Vestfjarða, Hvammstanga og Vestmannaeyja. „Ég held að þetta sé það sem við munum geta séð,“ sagði Þórólfur og sagði að nú þyrfti að tryggja góðan árangur með réttum aðgerðum. Halda þurfi áfram mikilli sýnatöku og beita smitrakningu áfram.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sjá meira