15 dagar í Pepsi Max: Tryggvi skoraði átta mörk á 24 dögum og jafnaði metið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2020 12:00 Tryggvi Guðmundsson og félagar sjást hér fagna Íslandsmeistaratitlinum í opnu DV en þessi úrklippa er úr mánudagsblaðinu 22. september 1997. Skjáskot af timarit.is Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 15 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Nú er komið að fjórða manninum sem komst í nítján marka hópinn sem meðlimum í hópnum hefur síðan fjölgað síðan. Tryggvi Guðmundsson jafnaði nítján ára gamalt afrek Péturs Péturssonar, ellefu ára gamalt afrek Guðmundar Torfasonar og fjögurra ára gamalt afrek Þórðar Guðjónssonar þegar hann skoraði nítján mörk fyrir Eyjamenn sumarið 1997. Rétt eftir Verslunarmannahelgina 1997 og markalaust jafntefli ÍBV á móti botnlið Stjörnunnar þá var Tryggvi Guðmundsson kominn með átta mörk í tólf leikjum. Hann var með eins marks forskot á KR-inginn Andra Sigþórsson en litlar líkur voru á því að hann ætlaði að ógna eitthvað markameti deildarinnar. Þá tóku við einir ótrúlegustu markadagar sem hafa sést hjá einum leikmanni í efstu deild á Íslandi. Tryggvi skoraði fyrst þrjú mörk í næstu tveimur leikjum og gerði síðan átta mörk á aðeins 24 dögum í septembermánuði. Tryggvi var kominn með átján mörk eftir þrennu á móti Keflavík í næstsíðustu umferðinni en Eyjamenn tryggðu sér þá Íslandsmeistaratitilinn með 5-1 sigri. Lokaleikur ÍBV var á móti Leiftri á Ólafsfirði og ÍBV steinlá þar 3-1. Tryggvi skoraði hins vegar mark Eyjaliðsins á 62. mínútu og jafnaði markametið. Tuttugast markið kom hins vegar ekki. „Það var kannski enginn draumastaða að reyna að ná þessu meti gegn Leiftri á útivelli. Leiftur var búið að fá á sig næstfæst mörk í deildinni og það er alltaf erfitt að spila á Ólafsfirði,“ sagði Tryggvi Guðmundsson í viðtali í Íslenskri knattspyrnu 1997. „Við vorum mun slakari aðilinn en ég náði að skora eitt mark uppúr engu, sem var ákveðinn léttir. Ég fékk hins vegar engin færi í viðbót til að jafna metið og er þar með kominn í hóp með góðum mönnum,“ sagði Tryggvi ennfremur í bókinni. Tryggvi skoraði á móti öllum hinum níu liðum deildarinnar en stærsti hluti marka hans komu í seinni hálfleik eða 14 af 19 mörkum. Þá var hann sérstaklega öflugur út í Eyjum þar sem hann skoraði 15 mörk í 9 leikjum. Tryggvi skoraði í öllum níu leikjunum á Hásteinsvelli þetta sumar. Tryggvi átti sumarið 1997 eitt besta tímabil allra tíma. Hann skoraði 38 mörk í öllum keppnum með ÍBV og íslenska landsliðinu, hann varð Íslandsmeistari, var kosinn leikmaður ársins af leikmönnum deildarinnar (fékk hornið), fékk gullskóinn og jafnaði auðvitað markametið. Fjórði meðlimurinn í nítján marka klúbbnum Tryggvi Guðmundsson, ÍBV 1997 19 mörk í 18 leikjum 15 á heimavelli - 4 á útivelli 5 í fyrri hálfleik - 14 í seinni hálfeik 6 mörk i fyrri umferð - 13 mörk í seinni umferð 15 skot - 1 aukaspyrna - 3 skallamörk 2 tvennur - 2 þrennur 4 mörk á móti efstu þremur 7 mörk á móti efri hluta 12 mörk á móti neðri hluta 3 mörk á móti falliðum Markahæstu mánuðir: 8 mörk í september 4 mörk í maí 3 mörk í ágúst Flest mörk á móti einstökum liðum 3 mörk á móti Keflavík 3 mörk á móti Grindavík 3 mörk á móti Val Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 15 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Nú er komið að fjórða manninum sem komst í nítján marka hópinn sem meðlimum í hópnum hefur síðan fjölgað síðan. Tryggvi Guðmundsson jafnaði nítján ára gamalt afrek Péturs Péturssonar, ellefu ára gamalt afrek Guðmundar Torfasonar og fjögurra ára gamalt afrek Þórðar Guðjónssonar þegar hann skoraði nítján mörk fyrir Eyjamenn sumarið 1997. Rétt eftir Verslunarmannahelgina 1997 og markalaust jafntefli ÍBV á móti botnlið Stjörnunnar þá var Tryggvi Guðmundsson kominn með átta mörk í tólf leikjum. Hann var með eins marks forskot á KR-inginn Andra Sigþórsson en litlar líkur voru á því að hann ætlaði að ógna eitthvað markameti deildarinnar. Þá tóku við einir ótrúlegustu markadagar sem hafa sést hjá einum leikmanni í efstu deild á Íslandi. Tryggvi skoraði fyrst þrjú mörk í næstu tveimur leikjum og gerði síðan átta mörk á aðeins 24 dögum í septembermánuði. Tryggvi var kominn með átján mörk eftir þrennu á móti Keflavík í næstsíðustu umferðinni en Eyjamenn tryggðu sér þá Íslandsmeistaratitilinn með 5-1 sigri. Lokaleikur ÍBV var á móti Leiftri á Ólafsfirði og ÍBV steinlá þar 3-1. Tryggvi skoraði hins vegar mark Eyjaliðsins á 62. mínútu og jafnaði markametið. Tuttugast markið kom hins vegar ekki. „Það var kannski enginn draumastaða að reyna að ná þessu meti gegn Leiftri á útivelli. Leiftur var búið að fá á sig næstfæst mörk í deildinni og það er alltaf erfitt að spila á Ólafsfirði,“ sagði Tryggvi Guðmundsson í viðtali í Íslenskri knattspyrnu 1997. „Við vorum mun slakari aðilinn en ég náði að skora eitt mark uppúr engu, sem var ákveðinn léttir. Ég fékk hins vegar engin færi í viðbót til að jafna metið og er þar með kominn í hóp með góðum mönnum,“ sagði Tryggvi ennfremur í bókinni. Tryggvi skoraði á móti öllum hinum níu liðum deildarinnar en stærsti hluti marka hans komu í seinni hálfleik eða 14 af 19 mörkum. Þá var hann sérstaklega öflugur út í Eyjum þar sem hann skoraði 15 mörk í 9 leikjum. Tryggvi skoraði í öllum níu leikjunum á Hásteinsvelli þetta sumar. Tryggvi átti sumarið 1997 eitt besta tímabil allra tíma. Hann skoraði 38 mörk í öllum keppnum með ÍBV og íslenska landsliðinu, hann varð Íslandsmeistari, var kosinn leikmaður ársins af leikmönnum deildarinnar (fékk hornið), fékk gullskóinn og jafnaði auðvitað markametið. Fjórði meðlimurinn í nítján marka klúbbnum Tryggvi Guðmundsson, ÍBV 1997 19 mörk í 18 leikjum 15 á heimavelli - 4 á útivelli 5 í fyrri hálfleik - 14 í seinni hálfeik 6 mörk i fyrri umferð - 13 mörk í seinni umferð 15 skot - 1 aukaspyrna - 3 skallamörk 2 tvennur - 2 þrennur 4 mörk á móti efstu þremur 7 mörk á móti efri hluta 12 mörk á móti neðri hluta 3 mörk á móti falliðum Markahæstu mánuðir: 8 mörk í september 4 mörk í maí 3 mörk í ágúst Flest mörk á móti einstökum liðum 3 mörk á móti Keflavík 3 mörk á móti Grindavík 3 mörk á móti Val
Fjórði meðlimurinn í nítján marka klúbbnum Tryggvi Guðmundsson, ÍBV 1997 19 mörk í 18 leikjum 15 á heimavelli - 4 á útivelli 5 í fyrri hálfleik - 14 í seinni hálfeik 6 mörk i fyrri umferð - 13 mörk í seinni umferð 15 skot - 1 aukaspyrna - 3 skallamörk 2 tvennur - 2 þrennur 4 mörk á móti efstu þremur 7 mörk á móti efri hluta 12 mörk á móti neðri hluta 3 mörk á móti falliðum Markahæstu mánuðir: 8 mörk í september 4 mörk í maí 3 mörk í ágúst Flest mörk á móti einstökum liðum 3 mörk á móti Keflavík 3 mörk á móti Grindavík 3 mörk á móti Val
Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira