Innlent

Eldri kona á leið á eftir­laun vann 75 milljónirnar

Atli Ísleifsson skrifar
Konan sagðist hafa látið renna miðanum í gegnum sölukassa og fyrst haldið að um 75 þúsund króna vinning hafi verið að ræða.
Konan sagðist hafa látið renna miðanum í gegnum sölukassa og fyrst haldið að um 75 þúsund króna vinning hafi verið að ræða. Vísir/Vilhelm

Það var eldri kona sem er á leið á eftirlaun sem vann 75,5 milljónir króna í EuroJackpot síðastliðinn föstudag.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri getspá, en vinningsmiðann keypti hún í Vídeómarkaðnum í Hamraborg í Kópavogi. Segir að um hafi verið að ræða margviknamiða sem innihélt þrjár raðir.

Konan sagðist hafa látið renna miðanum í gegnum sölukassa og fyrst haldið að um 75 þúsund króna vinning hafi verið að ræða.

Afgreiðslumaðurinn hafi þá bent henni á að skoða skjáinn betur og þá hafi hún „hreinlega bæði missti andann og andlitið af gleði og kom varla upp orði fyrr en heim var komið,“ líkt og segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×