Mörg lið líkleg til afreka í Lengjudeild: „Slys ef að Eyjamenn færu ekki upp“ Sindri Sverrisson skrifar 29. maí 2020 19:00 Grindvíkingar ætla sér eflaust að komast beint aftur upp í efstu deild. VÍSIR/BÁRA „Þessi samningur skiptir félögin í deildinni gríðarlega miklu máli, sérstaklega út frá kynningu á deildinni. Að halda henni á lofti í umfjöllun. Þetta er mikil landsbyggðardeild og þetta kemur sér mjög vel fyrir félögin,“ segir Haraldur Haraldsson, formaður Íslensks toppfótbolta, eftir undirritun samninga við Íslenskar getraunir um að 1. deildir karla og kvenna heiti Lengjudeildir í sumar. Íslandsmótið er rétt handan við hornið en það hefur tekið sinn tíma að ganga frá samningum við nýja aðila um að styðja við 1. deild, eftir að Inkasso hætti því. „Við höfum verið að vinna í þessum málum síðan fyrir áramót og vorum í viðræðum við nokkur fyrirtæki. Svo kemur þessi Covid-skellur á okkur og hann breytti aðeins landslaginu, en við höfum átt í þessu samtali við Íslenskar getraunir í tvo mánuði og það endar svona, með farsælum hætti,“ segir Haraldur við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Helmingur liðanna geti gert atlögu að því að fara upp Grindavík er eitt þeirra liða sem leika í Lengjudeild karla í sumar og þar verður Sigurbjörn Hreiðarsson við stjórnvölinn, eftir að hafa síðast verið aðstoðarþjálfari Vals. Grindavík og ÍBV féllu úr Pepsi Max-deildinni í fyrra og ætla sér eflaust bæði upp aftur: „Ég myndi telja að það væru 6-7 lið sem að séu líkleg til að gera atlögu að þessu,“ segir Sigurbjörn. „Vonandi náum við að herja á það að komast upp, en það eru fleiri þarna. Keflavík er mjög sterkt, Þórsararnir eru mjög öflugir, Leiknismenn og Framarar, og svo má ekki gleyma öðrum liðum. Það eru 6-7 lið mjög fín þarna,“ segir Sigurbjörn en hann vill meina að Eyjamenn séu með mannskap sem eigi að fljúga aftur upp í efstu deild: „Það væri slys ef að þeir [Eyjamenn] færu ekki upp. En það er hægt að fabúlera um þetta í fjölmiðlum og fyrir mót, en í dag myndi ég halda að Eyjamenn væru líklegastir. Vinur minn Helgi [Sigurðsson] kann þetta líka, það er mjög stutt síðan hann fór með lið upp úr þessari deild, og hann er náttúrulega refur,“ segir Sigurbjörn, sem tekur að vissu leyti undir að bilið á milli efstu og næstefstu deildar sé að breikka: „Ég held að 5-6 bestu liðin á Íslandi séu bara að fara lengra frá öðrum liðum. En ef ég tæki neðsta hlutann úr Pepsi Max og bestu liðin í 1. deild þá getur maður nú oft bara hent nöfnum í hatt og dregið upp úr.“ Klippa: Sportpakkinn - Næstefstu deildir verða Lengjudeildirnar Íslenski boltinn Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Sjá meira
„Þessi samningur skiptir félögin í deildinni gríðarlega miklu máli, sérstaklega út frá kynningu á deildinni. Að halda henni á lofti í umfjöllun. Þetta er mikil landsbyggðardeild og þetta kemur sér mjög vel fyrir félögin,“ segir Haraldur Haraldsson, formaður Íslensks toppfótbolta, eftir undirritun samninga við Íslenskar getraunir um að 1. deildir karla og kvenna heiti Lengjudeildir í sumar. Íslandsmótið er rétt handan við hornið en það hefur tekið sinn tíma að ganga frá samningum við nýja aðila um að styðja við 1. deild, eftir að Inkasso hætti því. „Við höfum verið að vinna í þessum málum síðan fyrir áramót og vorum í viðræðum við nokkur fyrirtæki. Svo kemur þessi Covid-skellur á okkur og hann breytti aðeins landslaginu, en við höfum átt í þessu samtali við Íslenskar getraunir í tvo mánuði og það endar svona, með farsælum hætti,“ segir Haraldur við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Helmingur liðanna geti gert atlögu að því að fara upp Grindavík er eitt þeirra liða sem leika í Lengjudeild karla í sumar og þar verður Sigurbjörn Hreiðarsson við stjórnvölinn, eftir að hafa síðast verið aðstoðarþjálfari Vals. Grindavík og ÍBV féllu úr Pepsi Max-deildinni í fyrra og ætla sér eflaust bæði upp aftur: „Ég myndi telja að það væru 6-7 lið sem að séu líkleg til að gera atlögu að þessu,“ segir Sigurbjörn. „Vonandi náum við að herja á það að komast upp, en það eru fleiri þarna. Keflavík er mjög sterkt, Þórsararnir eru mjög öflugir, Leiknismenn og Framarar, og svo má ekki gleyma öðrum liðum. Það eru 6-7 lið mjög fín þarna,“ segir Sigurbjörn en hann vill meina að Eyjamenn séu með mannskap sem eigi að fljúga aftur upp í efstu deild: „Það væri slys ef að þeir [Eyjamenn] færu ekki upp. En það er hægt að fabúlera um þetta í fjölmiðlum og fyrir mót, en í dag myndi ég halda að Eyjamenn væru líklegastir. Vinur minn Helgi [Sigurðsson] kann þetta líka, það er mjög stutt síðan hann fór með lið upp úr þessari deild, og hann er náttúrulega refur,“ segir Sigurbjörn, sem tekur að vissu leyti undir að bilið á milli efstu og næstefstu deildar sé að breikka: „Ég held að 5-6 bestu liðin á Íslandi séu bara að fara lengra frá öðrum liðum. En ef ég tæki neðsta hlutann úr Pepsi Max og bestu liðin í 1. deild þá getur maður nú oft bara hent nöfnum í hatt og dregið upp úr.“ Klippa: Sportpakkinn - Næstefstu deildir verða Lengjudeildirnar
Íslenski boltinn Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Sjá meira