Segir að enska knattspyrnusambandið eigi að skammast sín Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. maí 2020 16:15 Úr leik Manchester City og Chelsea á tímabilinu. Getty/Vísir Suzanne Wrack, pistlahöfundur enska miðilsins The Guardian, lét enska knattspyrnusambandið fá það óþvegið í pistli sínum sem birtist fyrir helgi. Þar gagnrýnir hún viðbrögð knattspyrnusambandsins við kórónufaraldrinum og hvernig sambandið aflýsti einfaldlega efstu tveimur deildum kvenna á meðan allt er gert til að klára leiktímabilin í efstu tveimur deildum karla. Á mánudaginn var ákvað enska knattspyrnusambandið að aflýsa keppni í Ofurdeild kvenna eins og hún er kölluð sem og B-deildinni þar í landi. Ef til vill væri það eðlilegt ef ákveðið hefði verið að gera það einnig karlamegin. Í Bandaríkjunum verður kvennafótbolti fyrsta íþróttin til að fara aftur af stað eftir kórónufaraldurinn. Þá fór þýska úrvalsdeildin aftur af stað um helgina þar sem bæði Sara Björk Gunnarsdóttir og Sandra María Jessen voru í eldlínunni með sínum liðum. Munu þýsku liðin aðeins hafa æft með hefðbundnu sniði í eina viku áður en keppni hefst. Nú þegar hefur það sýnt sig að meiðslatíðni leikmanna karlamegin er mun meiri nú eftir að leikmenn höfðu æft einir á meðan kórónufaraldrinum stóð. Suzanne Wrack bendir á eignarhald þýsku félaganna og hvernig gildi íþrótta hafi þar með betur gegn efnahagslegum gildum, sem er að því virðist ein stærsta ástæðan á bak við ákvörðun enska knattspyrnusambandsins að aflýsa einfaldlega kvennaknattspyrnu. Germany rallied to women's football cause the FA should be embarrassed @SuzyWrack https://t.co/dPsdF3kuXT— Guardian sport (@guardian_sport) May 29, 2020 Fjögur af stærstu liðum þýsku úrvalsdeildarinnar, karlamegin, hafa alls gefið í kringum 20 milljónir evra til að aðstoða bæði lið í neðri deildum sem og kvennalið þar sem fjármagn er af skornum skorti. „Við getum aðeins komist yfir þessa krísu ef við stöndum saman, því það er aðeins einn fótbolti,“ sagði Fritz Keller, foresti þýska knattspyrnusambandsins. Vert er að minnast á að Pepsi deild kvenna fer af stað þann 12. júní þegar erkifjendurnir Valur og KR mætast á Hlíðarenda. Leikurinn verður í beinni útsendingu Stöð 2 Sport. Fótbolti Enski boltinn Þýski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Margrét Lára í nýrri útgáfu Pepsi Max markanna: „Mikið skref upp á við fyrir kvennaboltann“ „Þetta er mikið skref upp á við fyrir kvennaboltann,“ segir Helena Ólafsdóttir sem mun stýra breyttri útgáfu af Pepsi Max-mörkum kvenna sem verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í hverri viku í sumar. Í þættinum hefur hún sér til fulltingis einvalalið sérfræðinga. 28. maí 2020 18:00 „Hlægilegt“ að tala um of há laun í kvennaboltanum Helena Ólafsdóttir, knattspyrnuþjálfari og stjórnandi Pepsi Max-marka kvenna, segir laun kvenna í fótbolta ekki komast nálægt því sem að karlarnir fái og að hlægilegt sé að heyra talað um að knattspyrnukona á Íslandi fái „of há laun“. 29. maí 2020 07:00 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Fleiri fréttir Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Sjá meira
Suzanne Wrack, pistlahöfundur enska miðilsins The Guardian, lét enska knattspyrnusambandið fá það óþvegið í pistli sínum sem birtist fyrir helgi. Þar gagnrýnir hún viðbrögð knattspyrnusambandsins við kórónufaraldrinum og hvernig sambandið aflýsti einfaldlega efstu tveimur deildum kvenna á meðan allt er gert til að klára leiktímabilin í efstu tveimur deildum karla. Á mánudaginn var ákvað enska knattspyrnusambandið að aflýsa keppni í Ofurdeild kvenna eins og hún er kölluð sem og B-deildinni þar í landi. Ef til vill væri það eðlilegt ef ákveðið hefði verið að gera það einnig karlamegin. Í Bandaríkjunum verður kvennafótbolti fyrsta íþróttin til að fara aftur af stað eftir kórónufaraldurinn. Þá fór þýska úrvalsdeildin aftur af stað um helgina þar sem bæði Sara Björk Gunnarsdóttir og Sandra María Jessen voru í eldlínunni með sínum liðum. Munu þýsku liðin aðeins hafa æft með hefðbundnu sniði í eina viku áður en keppni hefst. Nú þegar hefur það sýnt sig að meiðslatíðni leikmanna karlamegin er mun meiri nú eftir að leikmenn höfðu æft einir á meðan kórónufaraldrinum stóð. Suzanne Wrack bendir á eignarhald þýsku félaganna og hvernig gildi íþrótta hafi þar með betur gegn efnahagslegum gildum, sem er að því virðist ein stærsta ástæðan á bak við ákvörðun enska knattspyrnusambandsins að aflýsa einfaldlega kvennaknattspyrnu. Germany rallied to women's football cause the FA should be embarrassed @SuzyWrack https://t.co/dPsdF3kuXT— Guardian sport (@guardian_sport) May 29, 2020 Fjögur af stærstu liðum þýsku úrvalsdeildarinnar, karlamegin, hafa alls gefið í kringum 20 milljónir evra til að aðstoða bæði lið í neðri deildum sem og kvennalið þar sem fjármagn er af skornum skorti. „Við getum aðeins komist yfir þessa krísu ef við stöndum saman, því það er aðeins einn fótbolti,“ sagði Fritz Keller, foresti þýska knattspyrnusambandsins. Vert er að minnast á að Pepsi deild kvenna fer af stað þann 12. júní þegar erkifjendurnir Valur og KR mætast á Hlíðarenda. Leikurinn verður í beinni útsendingu Stöð 2 Sport.
Fótbolti Enski boltinn Þýski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Margrét Lára í nýrri útgáfu Pepsi Max markanna: „Mikið skref upp á við fyrir kvennaboltann“ „Þetta er mikið skref upp á við fyrir kvennaboltann,“ segir Helena Ólafsdóttir sem mun stýra breyttri útgáfu af Pepsi Max-mörkum kvenna sem verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í hverri viku í sumar. Í þættinum hefur hún sér til fulltingis einvalalið sérfræðinga. 28. maí 2020 18:00 „Hlægilegt“ að tala um of há laun í kvennaboltanum Helena Ólafsdóttir, knattspyrnuþjálfari og stjórnandi Pepsi Max-marka kvenna, segir laun kvenna í fótbolta ekki komast nálægt því sem að karlarnir fái og að hlægilegt sé að heyra talað um að knattspyrnukona á Íslandi fái „of há laun“. 29. maí 2020 07:00 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Fleiri fréttir Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Sjá meira
Margrét Lára í nýrri útgáfu Pepsi Max markanna: „Mikið skref upp á við fyrir kvennaboltann“ „Þetta er mikið skref upp á við fyrir kvennaboltann,“ segir Helena Ólafsdóttir sem mun stýra breyttri útgáfu af Pepsi Max-mörkum kvenna sem verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í hverri viku í sumar. Í þættinum hefur hún sér til fulltingis einvalalið sérfræðinga. 28. maí 2020 18:00
„Hlægilegt“ að tala um of há laun í kvennaboltanum Helena Ólafsdóttir, knattspyrnuþjálfari og stjórnandi Pepsi Max-marka kvenna, segir laun kvenna í fótbolta ekki komast nálægt því sem að karlarnir fái og að hlægilegt sé að heyra talað um að knattspyrnukona á Íslandi fái „of há laun“. 29. maí 2020 07:00