Tveir lögreglumenn sviptir frelsi í útkalli: Annar rotaðist og báðir fluttir á slysadeild Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 31. maí 2020 18:55 Arinbjörn Snorrason, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur, hefur áhyggjur af ofbeldi í garð lögreglumanna. Vísir/Egill Tveir lögreglumenn voru sviptir frelsi og ráðist á þá þegar þeir fóru í útkall vegna hávaða í heimahúsi á Völlunum í Hafnarfirði um síðustu helgi. Annar þeirra rotaðist og þurftu þeir að leita á slysadeild. Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur segir að nánast í hverri viku komi upp mál þar sem lögreglumenn verða fyrir ofbeldi. Í gærmorgun var lögregluþjónn kýldur þegar hann var kallaður út vegna heimilisofbeldis. Arinbjörn Snorrason, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur, segir þetta annað málið á rétt um viku þar sem ráðist er á lögreglumenn. „Við fengum mál um síðustu helgi, fyrir viku síðan aðfaranótt sunnudagsins, þar er mjög alvarlegt mál þar sem að lögreglumenn voru frelsissviptir og ráðist á þá. Þau meinuðu þeim að fara út,“ segir Arinbjörn. Hann segir fólkið sem var inni hafa komið í veg fyrir að lögreglumennirnir tveir kæmust út. Fólkið hafi ráðist að þeim og gert þá óvíga. Arinbjörn segir báða lögreglumennina hafa verið flutta á slysadeild. „Það rotaðist þarna lögreglumaður.“ Saklaus tilkynning um hávaða í heimahúsi „Þetta var bara ósköp svona eins og við teljum oft saklaus tilkynning um samkvæmishávaða í heimahúsi og það var bara þetta voru viðbrögðin hjá heimilisfólki og gestum.“ Eftir að lögreglumennirnir komust út úr húsinu náðu þeir að kalla til liðsauka. „Þetta gerist í útjaðri á hérna löggæslusvæðinu okkar þannig að það leið þó nokkur tími.“ Tveir íslenskir karlmenn voru handteknir eftir að liðsaukinn kom. Málið er nú til rannsóknar hjá héraðssaksóknara en lögreglumennirnir voru með myndavélar á sér svo upptaka er til af því sem gerðist. Arinbjörn segir lögreglumenn finna fyrir því að meira hafi verið um drykkju og skemmtanahald í heimahúsum síðustu vikurnar. „Það er talið að heimilisofbeldisflokkurinn hann hafi stigið upp hjá okkur núna frá því að veiran fór í gang. Páskarnir voru slæmir hjá okkur.“ Svona fylgir manni alla tíð Hann segir að nánast í hverri viku komi upp mál þar sem lögreglumenn verði fyrir ofbeldi og að dómar í slíkum málum sé oft of vægir. „Það er nánast ofbeldi gagnvart lögreglumönnum skráð hverja einustu viku hjá okkur. Sko okkur hefur nú alla tíð fundist refsingarnar varðandi ofbeldi gagnvart lögreglumönnum hafa verið mjög vægar og oftar en ekki er verið að dæma fólk til refsingar gagnvart öðrum brotum. Þannig að vægi ofbeldisins gagnvart lögreglumönnum virðist ekki vera mikið því miður.“ Arinbjörn segir mál eins og það sem kom upp í Hafnarfirðinum hafa mikil áhrif á lögregluþjónana sem lentu í því. „Þetta situr í fólki. Maður þekkir það á eigin skinni að þetta fylgir manni alla tíð svona ofbeldi.“ Lögreglumál Lögreglan Hafnarfjörður Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Tveir lögreglumenn voru sviptir frelsi og ráðist á þá þegar þeir fóru í útkall vegna hávaða í heimahúsi á Völlunum í Hafnarfirði um síðustu helgi. Annar þeirra rotaðist og þurftu þeir að leita á slysadeild. Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur segir að nánast í hverri viku komi upp mál þar sem lögreglumenn verða fyrir ofbeldi. Í gærmorgun var lögregluþjónn kýldur þegar hann var kallaður út vegna heimilisofbeldis. Arinbjörn Snorrason, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur, segir þetta annað málið á rétt um viku þar sem ráðist er á lögreglumenn. „Við fengum mál um síðustu helgi, fyrir viku síðan aðfaranótt sunnudagsins, þar er mjög alvarlegt mál þar sem að lögreglumenn voru frelsissviptir og ráðist á þá. Þau meinuðu þeim að fara út,“ segir Arinbjörn. Hann segir fólkið sem var inni hafa komið í veg fyrir að lögreglumennirnir tveir kæmust út. Fólkið hafi ráðist að þeim og gert þá óvíga. Arinbjörn segir báða lögreglumennina hafa verið flutta á slysadeild. „Það rotaðist þarna lögreglumaður.“ Saklaus tilkynning um hávaða í heimahúsi „Þetta var bara ósköp svona eins og við teljum oft saklaus tilkynning um samkvæmishávaða í heimahúsi og það var bara þetta voru viðbrögðin hjá heimilisfólki og gestum.“ Eftir að lögreglumennirnir komust út úr húsinu náðu þeir að kalla til liðsauka. „Þetta gerist í útjaðri á hérna löggæslusvæðinu okkar þannig að það leið þó nokkur tími.“ Tveir íslenskir karlmenn voru handteknir eftir að liðsaukinn kom. Málið er nú til rannsóknar hjá héraðssaksóknara en lögreglumennirnir voru með myndavélar á sér svo upptaka er til af því sem gerðist. Arinbjörn segir lögreglumenn finna fyrir því að meira hafi verið um drykkju og skemmtanahald í heimahúsum síðustu vikurnar. „Það er talið að heimilisofbeldisflokkurinn hann hafi stigið upp hjá okkur núna frá því að veiran fór í gang. Páskarnir voru slæmir hjá okkur.“ Svona fylgir manni alla tíð Hann segir að nánast í hverri viku komi upp mál þar sem lögreglumenn verði fyrir ofbeldi og að dómar í slíkum málum sé oft of vægir. „Það er nánast ofbeldi gagnvart lögreglumönnum skráð hverja einustu viku hjá okkur. Sko okkur hefur nú alla tíð fundist refsingarnar varðandi ofbeldi gagnvart lögreglumönnum hafa verið mjög vægar og oftar en ekki er verið að dæma fólk til refsingar gagnvart öðrum brotum. Þannig að vægi ofbeldisins gagnvart lögreglumönnum virðist ekki vera mikið því miður.“ Arinbjörn segir mál eins og það sem kom upp í Hafnarfirðinum hafa mikil áhrif á lögregluþjónana sem lentu í því. „Þetta situr í fólki. Maður þekkir það á eigin skinni að þetta fylgir manni alla tíð svona ofbeldi.“
Lögreglumál Lögreglan Hafnarfjörður Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira