Gestir skemmtistaða keppast við að hella í sig alkóhólinu Jakob Bjarnar skrifar 1. júní 2020 11:50 Jón Bjarni er veitingamaður við Laugaveg og hann segir gríðarlegt auka álag fylgja styttum opnunartíma. Íslendingar eru í kappi við klukkuna, hella í sig og fara svo í eftirpartí. „Það er svakalegt fyllerí í gangi,“ segir Jón Bjarni Steinsson veitingamaður við Laugaveg. Nokkuð hefur borið á drykkjulátum eftir að samkomubanni lauk; skemmtanaglaðir Íslendingar eru sumir hverjir eins og beljur úr fjósi að vori. Og umdeilt er hinn takmarkaði skemmtanatími, að það skuli vera lokað svo snemma. Það þýðir að um nokkra hópamyndun verður að ræða og miklir álagstímar. Þungt er í mörgum leigubílsstjórum og þá hefur Vísir heimildir fyrir því að innan lögreglunnar hafi menn áhyggjur af ástandinu. En, lögregluþjónar hafa staðið í ströngu eins og fram hefur komið. Jón Bjarni telur skipulagið nú, sé litið til stytts opnunartíma, ekki til þess fallið að bæta ástandið. Hugmyndin um að loka stöðunum fyrr ef það megi verða til að minnka líkur á covid-smiti; að fólk virði fremur tveggja metra regluna, hafi einfaldlega ekki gengið upp. Fólki liggur á að sturta í sig „Það er rosalega jákvætt hversu duglegir Íslendingar hafa verið að fara út að borða um helgina, veitingastaðir eru smekkfullir. En ölvun fólks hefur færst fram um marga klukkutíma. Við þurfum dyraverði um 18 meira og minna bara til þess að meina ofurölvi fólki aðgöngu,“ segir Jón Bjarni. Veitingamaðurinn vill ekki taka svo djúpt í árinni að tala um ófremdarástand. „En það eru miklu fleiri viðskiptavinir að drekka illa en við erum vön - fólki liggur meira á að drekka. Þeir leigubílstjórar sem ég hef rætt við segjast ekki vera keyra fólk heim til sín upp úr 23 heldur eru þeir að keyra fólk í partý,“ segir Jón Bjarni. Sem kemur heim og saman við það sem lögreglumenn hafa sagt, að útköll vegna óláta í heimahúsum hefur verið meira en það hefur verið í langan tíma. Mikill álagstími myndast þegar skemmtistöðum lokar. Svo virðist sem hugmyndin um að hafa skemmri opnunartíma verði til þess að fólk passi sig upp á tveggja metra regluna sé ekki að ganga upp.visir/tumi „Að loka öllu klukkan 23 er einfaldlega of snemmt,“ segir Jón Bjarni og telur að því þurfi að breyta. „Kannski með því að loka veitingastöðum klukkan 23 og leyfa börum og krám að vera opnir lengur eða skipta þessu niður, að þrepa lokunina.. einhverjir loka klukkan 23, einhverjir klukkan 24 og einhverjir klukkan eitt að nóttu. Það er að valda miklu álagi á starfsfólk og þá sérstaklega dyraverði að fólk er bara ekki tilbúið til þess að fara heim klukkan 23.“ Íslendingar ekki mjög gott drykkjufólk Að sögn veitingamannsins er dagdrykkja er miklu meiri en venjulega sem þýðir að fólk er að drekka meira og það er að drekka lengur í einu. „Það er ekki í takti við það sem manni finnst sóttvarnarfólk vera að stefna að,“ segir Jón Bjarni. Hann segir þetta að mestu fara þokkalega fram en ef tilgangurinn var sá að passa það að fólk yrði ekki of ölvað til þess að geta passað sjálft sig þá er það alls ekki að gerast því ölvun er mikil. Opnunartími hefur verið þrepaður sem að mati Jóns Bjarna hefur gefist vel. Hann segir þetta almennt skoðun veitingamanna. Jón Bjarni ræddi meðal annars við annan veitingamann við Laugaveg og voru þeir sammála um að vandamálið sé ekkert endilega að fólk sé að haga sér illa. Fólk er bara ekkert tilbúið til þess að hætta klukkan 23. Því leiti það í eftirpartý sem dragast fram á morgun. „Með því að lengja þennan tíma aðeins held ég að það væri hægt að lágmarka það helling. Ég er allavega þeirrar skoðunar að það sé betra fyrir alla að halda drukknu fólki inni á stöðum með öryggisstarfsfólk í vinnu en í heimahúsum úti um allan bæ.“ Svo virðist vera að Íslendingar séu ekkert sérlega farsælir drykkjumenn, þegar þeir eru byrjaðir er erfitt að stöðva þá vél. Ef til vill má segja að ástandið sé verra nú þegar gestir skemmtistaða eru alfarið Íslendingar. Samkomubann á Íslandi Næturlíf Veitingastaðir Reykjavík Lögreglumál Leigubílar Tengdar fréttir Telja minni líkur á hópamyndun á djamminu með styttri opnunartíma Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir yfirvöld hafa áhyggjur af mögulegri hópamyndun í miðbæ Reykjavíkur um komandi helgi eftir að skemmtistöðum, börum og veitingastöðum verður lokað. 26. maí 2020 22:52 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
„Það er svakalegt fyllerí í gangi,“ segir Jón Bjarni Steinsson veitingamaður við Laugaveg. Nokkuð hefur borið á drykkjulátum eftir að samkomubanni lauk; skemmtanaglaðir Íslendingar eru sumir hverjir eins og beljur úr fjósi að vori. Og umdeilt er hinn takmarkaði skemmtanatími, að það skuli vera lokað svo snemma. Það þýðir að um nokkra hópamyndun verður að ræða og miklir álagstímar. Þungt er í mörgum leigubílsstjórum og þá hefur Vísir heimildir fyrir því að innan lögreglunnar hafi menn áhyggjur af ástandinu. En, lögregluþjónar hafa staðið í ströngu eins og fram hefur komið. Jón Bjarni telur skipulagið nú, sé litið til stytts opnunartíma, ekki til þess fallið að bæta ástandið. Hugmyndin um að loka stöðunum fyrr ef það megi verða til að minnka líkur á covid-smiti; að fólk virði fremur tveggja metra regluna, hafi einfaldlega ekki gengið upp. Fólki liggur á að sturta í sig „Það er rosalega jákvætt hversu duglegir Íslendingar hafa verið að fara út að borða um helgina, veitingastaðir eru smekkfullir. En ölvun fólks hefur færst fram um marga klukkutíma. Við þurfum dyraverði um 18 meira og minna bara til þess að meina ofurölvi fólki aðgöngu,“ segir Jón Bjarni. Veitingamaðurinn vill ekki taka svo djúpt í árinni að tala um ófremdarástand. „En það eru miklu fleiri viðskiptavinir að drekka illa en við erum vön - fólki liggur meira á að drekka. Þeir leigubílstjórar sem ég hef rætt við segjast ekki vera keyra fólk heim til sín upp úr 23 heldur eru þeir að keyra fólk í partý,“ segir Jón Bjarni. Sem kemur heim og saman við það sem lögreglumenn hafa sagt, að útköll vegna óláta í heimahúsum hefur verið meira en það hefur verið í langan tíma. Mikill álagstími myndast þegar skemmtistöðum lokar. Svo virðist sem hugmyndin um að hafa skemmri opnunartíma verði til þess að fólk passi sig upp á tveggja metra regluna sé ekki að ganga upp.visir/tumi „Að loka öllu klukkan 23 er einfaldlega of snemmt,“ segir Jón Bjarni og telur að því þurfi að breyta. „Kannski með því að loka veitingastöðum klukkan 23 og leyfa börum og krám að vera opnir lengur eða skipta þessu niður, að þrepa lokunina.. einhverjir loka klukkan 23, einhverjir klukkan 24 og einhverjir klukkan eitt að nóttu. Það er að valda miklu álagi á starfsfólk og þá sérstaklega dyraverði að fólk er bara ekki tilbúið til þess að fara heim klukkan 23.“ Íslendingar ekki mjög gott drykkjufólk Að sögn veitingamannsins er dagdrykkja er miklu meiri en venjulega sem þýðir að fólk er að drekka meira og það er að drekka lengur í einu. „Það er ekki í takti við það sem manni finnst sóttvarnarfólk vera að stefna að,“ segir Jón Bjarni. Hann segir þetta að mestu fara þokkalega fram en ef tilgangurinn var sá að passa það að fólk yrði ekki of ölvað til þess að geta passað sjálft sig þá er það alls ekki að gerast því ölvun er mikil. Opnunartími hefur verið þrepaður sem að mati Jóns Bjarna hefur gefist vel. Hann segir þetta almennt skoðun veitingamanna. Jón Bjarni ræddi meðal annars við annan veitingamann við Laugaveg og voru þeir sammála um að vandamálið sé ekkert endilega að fólk sé að haga sér illa. Fólk er bara ekkert tilbúið til þess að hætta klukkan 23. Því leiti það í eftirpartý sem dragast fram á morgun. „Með því að lengja þennan tíma aðeins held ég að það væri hægt að lágmarka það helling. Ég er allavega þeirrar skoðunar að það sé betra fyrir alla að halda drukknu fólki inni á stöðum með öryggisstarfsfólk í vinnu en í heimahúsum úti um allan bæ.“ Svo virðist vera að Íslendingar séu ekkert sérlega farsælir drykkjumenn, þegar þeir eru byrjaðir er erfitt að stöðva þá vél. Ef til vill má segja að ástandið sé verra nú þegar gestir skemmtistaða eru alfarið Íslendingar.
Samkomubann á Íslandi Næturlíf Veitingastaðir Reykjavík Lögreglumál Leigubílar Tengdar fréttir Telja minni líkur á hópamyndun á djamminu með styttri opnunartíma Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir yfirvöld hafa áhyggjur af mögulegri hópamyndun í miðbæ Reykjavíkur um komandi helgi eftir að skemmtistöðum, börum og veitingastöðum verður lokað. 26. maí 2020 22:52 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Telja minni líkur á hópamyndun á djamminu með styttri opnunartíma Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir yfirvöld hafa áhyggjur af mögulegri hópamyndun í miðbæ Reykjavíkur um komandi helgi eftir að skemmtistöðum, börum og veitingastöðum verður lokað. 26. maí 2020 22:52