Handbolti

Hrafnhildur Hanna í raðir ÍBV

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hrafnhildur Hanna við undirskriftina í dag.
Hrafnhildur Hanna við undirskriftina í dag. Vísir/Eyjafréttir

Handknattleikskonan Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir hefur skrifað undir samning við ÍBV og mun leika með liðinu í Olís deildinni næsta vetur.

Þetta kom fram á vef Eyjafrétta fyrr í dag.

Hrafnhildur gengur til liðs við Eyjakonur frá franska liðinu Bourg-de-Péage. Þar áður spilaði hún með Selfyssingum og var til að mynda markahæsti leikmaður Olís deildarinnar þrjú ár í röð, frá 2015 til 2017.

Það er því ljóst að hin 25 ára gamla Hrafnhildur Hanna mun styrkja lið ÍBV til muna en liðið ætlar sér að berjast við Fram og Val um Íslandsmeistaratitilinn næsta vor.

Alls hefur Hrafnhildur leikið 32 landsleiki fyrir A-landslið Íslands og skorað í þeim 60 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×