Baskin eignast dýragarð Joe Exotic Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júní 2020 07:21 Joe Exotic og Carole Baskin áttu í áralöngum deilum. Exotic afplánar nú fangelsisdóm fyrir að hafa reynt að láta ráða Baskin af dögum. Netflix Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur komist að þeirri niðurstöðu að veita Carole Baskin, forstjóra dýraverndunarsamtakanna Big Cat Rescue, stjórn yfir dýragarði í Oklahoma sem eitt sinn var í eigu Joseph Maldonado-Passage, sem einnig er þekktur sem Joe Exotic eða einfaldlega Tígrisdýrakonungurinn. Greint er frá þessu á vef Variety. Þar segir einnig að innan skamms verði allar eignir tengdar dýragarðinum, komnar í eigu Baskin. Joe Exotic og Baskin urðu afar þekkt á skömmum tíma með tilkomu heimildaþátta sem fjölluðu um líf og störf þess fyrrnefnda í heimi tígrisdýrahirða í Bandaríkjunum. Þættirnir veittu innsýn inn í heim sem áður hafði verið hulinn mörgum, og urðu gríðarlega vinsælir víðsvegar um heiminn. Joe Exotic, sem nú afplánar fangelsisdóm fyrir að hafa reynt að fá leigumorðingja til að ráða áðurnefnda Baskin af dögum, eyddi stórum hluta ferils síns sem eigandi „framandi dýragarðs“ í að áreita Baskin í illdeilum sem sjást vel í heimildaþáttunum Tiger King. Exotic hélt því statt og stöðugt fram, í mörg ár, að Baskin hefði orðið fyrrum eiginmanni sínum, Don Lewis, að bana. Hann hvarf árið 1997. Árið 2002 var hann úrskurðaður látinn, en enginn niðurstaða hefur fengist í hvarf hans þar sem hann fannst aldrei. Árið 2013 stefndi Baskin honum fyrir brot á höfundarréttarlögum. Svo fór að Exotic var gert að greiða tæpa milljón dollara til Baskin og dýraathvarfs hennar. Hann stóð þó ekki í skilum á upphæðinni. Jeff Lowe, auðmanni sem bregður einnig fyrir í þáttunum og farið hefur með rekstur dýragarðsins síðan Exotic var dæmdur í fangelsi, hefur með dómsúrskurðinum verið gert að fjarlægja öll dýr úr garðinum innan 120 daga. Bandaríkin Netflix Dýr Tengdar fréttir Cage leikur tígrisdýrakonunginn Heimildaþættirnir Tiger King, sem fjalla að mestu leyti um hinn skrautlega fyrrum dýragarðseiganda Joe Passage-Maldonado betur þekktan sem Joe Exotic, fóru um heimsbyggðina eins og eldur um sinu fyrir nokkru. 4. maí 2020 22:10 Joe Exotic smitaður af kórónuveirunni Hinn 57 ára gamli Joe Exotic, sem er mörgum kunnugur eftir vinsældir þáttanna Tiger King á Netflix, er smitaður af kórónuveirunn. 2. apríl 2020 21:35 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur komist að þeirri niðurstöðu að veita Carole Baskin, forstjóra dýraverndunarsamtakanna Big Cat Rescue, stjórn yfir dýragarði í Oklahoma sem eitt sinn var í eigu Joseph Maldonado-Passage, sem einnig er þekktur sem Joe Exotic eða einfaldlega Tígrisdýrakonungurinn. Greint er frá þessu á vef Variety. Þar segir einnig að innan skamms verði allar eignir tengdar dýragarðinum, komnar í eigu Baskin. Joe Exotic og Baskin urðu afar þekkt á skömmum tíma með tilkomu heimildaþátta sem fjölluðu um líf og störf þess fyrrnefnda í heimi tígrisdýrahirða í Bandaríkjunum. Þættirnir veittu innsýn inn í heim sem áður hafði verið hulinn mörgum, og urðu gríðarlega vinsælir víðsvegar um heiminn. Joe Exotic, sem nú afplánar fangelsisdóm fyrir að hafa reynt að fá leigumorðingja til að ráða áðurnefnda Baskin af dögum, eyddi stórum hluta ferils síns sem eigandi „framandi dýragarðs“ í að áreita Baskin í illdeilum sem sjást vel í heimildaþáttunum Tiger King. Exotic hélt því statt og stöðugt fram, í mörg ár, að Baskin hefði orðið fyrrum eiginmanni sínum, Don Lewis, að bana. Hann hvarf árið 1997. Árið 2002 var hann úrskurðaður látinn, en enginn niðurstaða hefur fengist í hvarf hans þar sem hann fannst aldrei. Árið 2013 stefndi Baskin honum fyrir brot á höfundarréttarlögum. Svo fór að Exotic var gert að greiða tæpa milljón dollara til Baskin og dýraathvarfs hennar. Hann stóð þó ekki í skilum á upphæðinni. Jeff Lowe, auðmanni sem bregður einnig fyrir í þáttunum og farið hefur með rekstur dýragarðsins síðan Exotic var dæmdur í fangelsi, hefur með dómsúrskurðinum verið gert að fjarlægja öll dýr úr garðinum innan 120 daga.
Bandaríkin Netflix Dýr Tengdar fréttir Cage leikur tígrisdýrakonunginn Heimildaþættirnir Tiger King, sem fjalla að mestu leyti um hinn skrautlega fyrrum dýragarðseiganda Joe Passage-Maldonado betur þekktan sem Joe Exotic, fóru um heimsbyggðina eins og eldur um sinu fyrir nokkru. 4. maí 2020 22:10 Joe Exotic smitaður af kórónuveirunni Hinn 57 ára gamli Joe Exotic, sem er mörgum kunnugur eftir vinsældir þáttanna Tiger King á Netflix, er smitaður af kórónuveirunn. 2. apríl 2020 21:35 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Cage leikur tígrisdýrakonunginn Heimildaþættirnir Tiger King, sem fjalla að mestu leyti um hinn skrautlega fyrrum dýragarðseiganda Joe Passage-Maldonado betur þekktan sem Joe Exotic, fóru um heimsbyggðina eins og eldur um sinu fyrir nokkru. 4. maí 2020 22:10
Joe Exotic smitaður af kórónuveirunni Hinn 57 ára gamli Joe Exotic, sem er mörgum kunnugur eftir vinsældir þáttanna Tiger King á Netflix, er smitaður af kórónuveirunn. 2. apríl 2020 21:35