Telja brunann í Hrísey af mannavöldum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júní 2020 10:48 Mikill eldur logaði í frystihúsinu í Hrísey á fimmtudag. Lögregla telur að bruninn hafi verið af mannavöldum, en óljóst er hvort um slys eða íkveikju var að ræða. Steinar Ólafsson Lögreglan á Akureyri hefur nánast útilokað að bruninn sem varð í frystihúsi Hríseyjar Seafood í Hrísey á fimmtudagsmorgun hafi komið til vegna rafmagnsbilunar. Nú er unnið með tvær kenningar. Bruninn hafi verið af mannavöldum, en óljóst er hvort um slys eða íkveikju hafi verið að ræða. Lögregla telur slys þó líklegra eins og er. Þetta segir Bergur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Akureyri í samtali við Vísi. Hann segir að síðastliðinn föstudag, daginn eftir brunann, hafi rannsakendur frá tæknideild lögreglunnar farið ásamt sérfræðingi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun farið út í eyjuna og rannsakað vettvang brunans. „Í fyrstu atrennu útiloka þeir rafmagnið, og segja að þetta sé þar af leiðandi bruni af mannavöldum. En það er ekki hægt að segja til hvort um sé að ræða íkveikju eða slys,“ segir Bergur. Fyrstu upplýsingar hafi gefið til kynna að rafmagnsbilun í rými þar sem lyftarar voru í hleðslu hafi mögulega valdið eldinum. Svo virðist þó ekki vera. Frystihúsið brann til kaldra kola, og lítið sem ekkert var eftir.Vísir/Tryggvi Telja slys líklegra eins og sakir standa „Nú er verið að vinna úr gögnum sem þeir tóku. Við höfum verið með skýrslutökur af vitnum og skoðað myndefni og annað. Við höllumst meira að því að þetta sé slys,“ segir Bergur. Hann segir ekkert hægt að fullyrða um hvað gögnin kunni, eða kunni ekki, að leiða í ljós. „Líkleg skýring væri slys. Það var verið að sjóða í rými þar sem við sjáum að eldur kemur upp, þannig að það er eitthvað sem ekki er hægt að útiloka. Að neisti hafi flogið eitthvað.“ Bergur segir hins vegar að fyrirliggjandi gögn sanni ekki með beinum hætti að sú sé raunin. „Á meðan við höfum ekki skýrslu frá þeim er þetta bara opið og þessar tvær kenningar eftir,“ segir hann. Bergur bendir þó á að brunar séu oft illrannsakanlegir, með tilliti til eldsupptaka. „Þetta er bara það erfiðasta sem þú getur unnið með til að komast að einhverri niðurstöðu. En þetta eru þessar vinnutilgátur sem við erum að elta í dag.“ Stórbruni í Hrísey Akureyri Hrísey Lögreglumál Tengdar fréttir Vettvangsrannsókn lokið í Hrísey Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur lokið rannsókn sinni á vettvangi stórbrunans í fiskvinnslu Hrísey Seafood í Hrísey í gær. 29. maí 2020 18:19 Eigendur Hríseyjar Seafood í áfalli Allir hafi þó komist heilir frá eldsvoðanum, og það skipti mestu máli. 28. maí 2020 10:20 Fullar geymslur af fiski fuðruðu upp í stórbrunanum í Hrísey Fiskvinnsla Hrísey Seafood í Hrísey brann til kaldra kola í stórbruna í eyjunni í morgun. Íbúar segja eldsvoðann gríðarlegt áfall en vinnsla var við það að hefjast á ný eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. 28. maí 2020 20:15 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sjá meira
Lögreglan á Akureyri hefur nánast útilokað að bruninn sem varð í frystihúsi Hríseyjar Seafood í Hrísey á fimmtudagsmorgun hafi komið til vegna rafmagnsbilunar. Nú er unnið með tvær kenningar. Bruninn hafi verið af mannavöldum, en óljóst er hvort um slys eða íkveikju hafi verið að ræða. Lögregla telur slys þó líklegra eins og er. Þetta segir Bergur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Akureyri í samtali við Vísi. Hann segir að síðastliðinn föstudag, daginn eftir brunann, hafi rannsakendur frá tæknideild lögreglunnar farið ásamt sérfræðingi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun farið út í eyjuna og rannsakað vettvang brunans. „Í fyrstu atrennu útiloka þeir rafmagnið, og segja að þetta sé þar af leiðandi bruni af mannavöldum. En það er ekki hægt að segja til hvort um sé að ræða íkveikju eða slys,“ segir Bergur. Fyrstu upplýsingar hafi gefið til kynna að rafmagnsbilun í rými þar sem lyftarar voru í hleðslu hafi mögulega valdið eldinum. Svo virðist þó ekki vera. Frystihúsið brann til kaldra kola, og lítið sem ekkert var eftir.Vísir/Tryggvi Telja slys líklegra eins og sakir standa „Nú er verið að vinna úr gögnum sem þeir tóku. Við höfum verið með skýrslutökur af vitnum og skoðað myndefni og annað. Við höllumst meira að því að þetta sé slys,“ segir Bergur. Hann segir ekkert hægt að fullyrða um hvað gögnin kunni, eða kunni ekki, að leiða í ljós. „Líkleg skýring væri slys. Það var verið að sjóða í rými þar sem við sjáum að eldur kemur upp, þannig að það er eitthvað sem ekki er hægt að útiloka. Að neisti hafi flogið eitthvað.“ Bergur segir hins vegar að fyrirliggjandi gögn sanni ekki með beinum hætti að sú sé raunin. „Á meðan við höfum ekki skýrslu frá þeim er þetta bara opið og þessar tvær kenningar eftir,“ segir hann. Bergur bendir þó á að brunar séu oft illrannsakanlegir, með tilliti til eldsupptaka. „Þetta er bara það erfiðasta sem þú getur unnið með til að komast að einhverri niðurstöðu. En þetta eru þessar vinnutilgátur sem við erum að elta í dag.“
Stórbruni í Hrísey Akureyri Hrísey Lögreglumál Tengdar fréttir Vettvangsrannsókn lokið í Hrísey Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur lokið rannsókn sinni á vettvangi stórbrunans í fiskvinnslu Hrísey Seafood í Hrísey í gær. 29. maí 2020 18:19 Eigendur Hríseyjar Seafood í áfalli Allir hafi þó komist heilir frá eldsvoðanum, og það skipti mestu máli. 28. maí 2020 10:20 Fullar geymslur af fiski fuðruðu upp í stórbrunanum í Hrísey Fiskvinnsla Hrísey Seafood í Hrísey brann til kaldra kola í stórbruna í eyjunni í morgun. Íbúar segja eldsvoðann gríðarlegt áfall en vinnsla var við það að hefjast á ný eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. 28. maí 2020 20:15 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sjá meira
Vettvangsrannsókn lokið í Hrísey Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur lokið rannsókn sinni á vettvangi stórbrunans í fiskvinnslu Hrísey Seafood í Hrísey í gær. 29. maí 2020 18:19
Eigendur Hríseyjar Seafood í áfalli Allir hafi þó komist heilir frá eldsvoðanum, og það skipti mestu máli. 28. maí 2020 10:20
Fullar geymslur af fiski fuðruðu upp í stórbrunanum í Hrísey Fiskvinnsla Hrísey Seafood í Hrísey brann til kaldra kola í stórbruna í eyjunni í morgun. Íbúar segja eldsvoðann gríðarlegt áfall en vinnsla var við það að hefjast á ný eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. 28. maí 2020 20:15
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent