Sóttvarnalæknir mun bera meginábyrgð á skimunum Atli Ísleifsson skrifar 2. júní 2020 12:33 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir mun bera meginábyrgð á framkvæmd sýnatöku og greiningu sýna komufarþega í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sýkla- og veirufræðideild Landspítala og Íslenska erfðagreiningu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu, en minnisblað sóttvarnalæknis um skimanir var til umræðu á ríkisstjórnarfundi í hádeginu. Forsætisráðherra hefur skipað samhæfingarteymi sem mun aðstoða sóttvarnalækni við undirbúning og framkvæmd verkefnisins. Sýnataka á Keflavíkurflugvelli „Samkvæmt hagrænu mati sem unnið var að beiðni forsætisráðherra og kynnt var í ríkisstjórn í morgun yrðu efnahagslegar afleiðingar þess að viðhalda óbreyttu ástandi ferðatakmarkana gríðarlegar og rétt að draga úr þeim samhliða sóttvarnaaðgerðum. Takmarkaður ferðavilji í heiminum skapi aðstæður til að stíga varfærin skref í átt til opnunar. Þá hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að fallast á tillögu sóttvarnalæknis, sem fjallað var um á fundi ríkisstjórnar, um breytingu á reglum um komur ferðamanna til Íslands. Komufarþegum mun standa til boða að fara í sýnatöku á Keflavíkurflugvelli frá og með 15. júní og í framhaldinu á öðrum helstu landamærastöðvum eða framvísa jafngildu vottorði að utan. Að öðrum kosti þurfa þeir að fara í tveggja vikna sóttkví eins og verið hefur. Kári Stefánsson gengur út af fundi með forsætisráðherra í Stjórnarráðshúsinu í morgun. Nú er ljóst að Íslensk erfðagreining mun koma að sýnatöku komufarþega.Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir mun bera meginábyrgð á framkvæmd sýnatöku og greiningu sýna í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sýkla- og veirufræðideild Landspítala og Íslenska erfðagreiningu en forsætisráðherra hefur skipað samhæfingarteymi sem aðstoðar sóttvarnalækni við undirbúning og framkvæmd verkefnisins. Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá rýmkun reglna um komu ferðamanna til landsins yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins á dag en stefnt er að því að tilkynna á næstu dögum hvað sýnatakan muni kosta farþega,“ segir í tilkynningunni. Óvissa um aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar Nokkur óvissa var um aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar að verkefninu en Kári Stefánsson forstjóri sagði að loknum fundi með forsætisráðherra í Stjórnarráðshúsinu síðastliðinn fimmtudag að líklegt væri að til samstarfs Íslenskrar erfðagreiningar og yfirvalda kæmi við kórónuveiruskimun á Keflavíkurflugvelli í júní. Kári hafði verið afar harðorður í garð Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í viðtali í Kastljósi í síðustu viku og að fyrirtækið myndi ekki koma að skimun við landamærin, verði sú skimun unnin undir stjórn heilbrigðisráðuneytisins. Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Skimanir í Keflavík vænlegur kostur en niðurstöður erlendra mótefnamælinga óhentugar Þrír möguleikar fyrir opnun Íslands að nýju eftir kórónuveirufaraldurinn eru til staðar í huga sóttvarnalæknis. Einn möguleikinn væri mjög slæmt úrræði, annar mjög langsóttur og hægt væri að mæla með þeim þriðja sem snýr að opnun landsins á sama tíma og unnið er að því að halda veirunni í burtu með ýmsum aðgerðum. 28. maí 2020 22:00 Kári segir líklegt að Íslensk erfðagreining hjálpi til við skimun á landamærum Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kvað það líklegt að til samstarfs Íslenkrar erfðagreiningar og yfirvöldum komi við kórónuveiruskimun á Keflavíkurflugvelli. 28. maí 2020 11:59 Þórólfur skilaði af sér drögum að minnisblaði um opnun landamæra Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað drögum að minnisblaði um útfærslu skimunar fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Þetta hefur fréttastofa fengið staðfest frá ráðuneytinu. 30. maí 2020 21:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Sóttvarnalæknir mun bera meginábyrgð á framkvæmd sýnatöku og greiningu sýna komufarþega í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sýkla- og veirufræðideild Landspítala og Íslenska erfðagreiningu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu, en minnisblað sóttvarnalæknis um skimanir var til umræðu á ríkisstjórnarfundi í hádeginu. Forsætisráðherra hefur skipað samhæfingarteymi sem mun aðstoða sóttvarnalækni við undirbúning og framkvæmd verkefnisins. Sýnataka á Keflavíkurflugvelli „Samkvæmt hagrænu mati sem unnið var að beiðni forsætisráðherra og kynnt var í ríkisstjórn í morgun yrðu efnahagslegar afleiðingar þess að viðhalda óbreyttu ástandi ferðatakmarkana gríðarlegar og rétt að draga úr þeim samhliða sóttvarnaaðgerðum. Takmarkaður ferðavilji í heiminum skapi aðstæður til að stíga varfærin skref í átt til opnunar. Þá hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að fallast á tillögu sóttvarnalæknis, sem fjallað var um á fundi ríkisstjórnar, um breytingu á reglum um komur ferðamanna til Íslands. Komufarþegum mun standa til boða að fara í sýnatöku á Keflavíkurflugvelli frá og með 15. júní og í framhaldinu á öðrum helstu landamærastöðvum eða framvísa jafngildu vottorði að utan. Að öðrum kosti þurfa þeir að fara í tveggja vikna sóttkví eins og verið hefur. Kári Stefánsson gengur út af fundi með forsætisráðherra í Stjórnarráðshúsinu í morgun. Nú er ljóst að Íslensk erfðagreining mun koma að sýnatöku komufarþega.Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir mun bera meginábyrgð á framkvæmd sýnatöku og greiningu sýna í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sýkla- og veirufræðideild Landspítala og Íslenska erfðagreiningu en forsætisráðherra hefur skipað samhæfingarteymi sem aðstoðar sóttvarnalækni við undirbúning og framkvæmd verkefnisins. Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá rýmkun reglna um komu ferðamanna til landsins yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins á dag en stefnt er að því að tilkynna á næstu dögum hvað sýnatakan muni kosta farþega,“ segir í tilkynningunni. Óvissa um aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar Nokkur óvissa var um aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar að verkefninu en Kári Stefánsson forstjóri sagði að loknum fundi með forsætisráðherra í Stjórnarráðshúsinu síðastliðinn fimmtudag að líklegt væri að til samstarfs Íslenskrar erfðagreiningar og yfirvalda kæmi við kórónuveiruskimun á Keflavíkurflugvelli í júní. Kári hafði verið afar harðorður í garð Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í viðtali í Kastljósi í síðustu viku og að fyrirtækið myndi ekki koma að skimun við landamærin, verði sú skimun unnin undir stjórn heilbrigðisráðuneytisins.
Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Skimanir í Keflavík vænlegur kostur en niðurstöður erlendra mótefnamælinga óhentugar Þrír möguleikar fyrir opnun Íslands að nýju eftir kórónuveirufaraldurinn eru til staðar í huga sóttvarnalæknis. Einn möguleikinn væri mjög slæmt úrræði, annar mjög langsóttur og hægt væri að mæla með þeim þriðja sem snýr að opnun landsins á sama tíma og unnið er að því að halda veirunni í burtu með ýmsum aðgerðum. 28. maí 2020 22:00 Kári segir líklegt að Íslensk erfðagreining hjálpi til við skimun á landamærum Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kvað það líklegt að til samstarfs Íslenkrar erfðagreiningar og yfirvöldum komi við kórónuveiruskimun á Keflavíkurflugvelli. 28. maí 2020 11:59 Þórólfur skilaði af sér drögum að minnisblaði um opnun landamæra Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað drögum að minnisblaði um útfærslu skimunar fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Þetta hefur fréttastofa fengið staðfest frá ráðuneytinu. 30. maí 2020 21:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Skimanir í Keflavík vænlegur kostur en niðurstöður erlendra mótefnamælinga óhentugar Þrír möguleikar fyrir opnun Íslands að nýju eftir kórónuveirufaraldurinn eru til staðar í huga sóttvarnalæknis. Einn möguleikinn væri mjög slæmt úrræði, annar mjög langsóttur og hægt væri að mæla með þeim þriðja sem snýr að opnun landsins á sama tíma og unnið er að því að halda veirunni í burtu með ýmsum aðgerðum. 28. maí 2020 22:00
Kári segir líklegt að Íslensk erfðagreining hjálpi til við skimun á landamærum Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kvað það líklegt að til samstarfs Íslenkrar erfðagreiningar og yfirvöldum komi við kórónuveiruskimun á Keflavíkurflugvelli. 28. maí 2020 11:59
Þórólfur skilaði af sér drögum að minnisblaði um opnun landamæra Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað drögum að minnisblaði um útfærslu skimunar fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Þetta hefur fréttastofa fengið staðfest frá ráðuneytinu. 30. maí 2020 21:33