Hervæðing lögreglunnar Ólína Lind Sigurðardóttir skrifar 3. júní 2020 08:00 Þeir sem eitthvað hafa fylgst með í fréttum og samfélagsmiðlum ættu að vera meðvitaðir um mótmælaölduna í Bandaríkjunum eftir að George Floyd var myrtur á hrottalegan hátt af lögreglumanni. Það er þó einföldun að telja að þetta eina atvik hafi hrundið af stað mótmælunum heldur eru þau afsprengi aldagamals kerfisbundins rasisma. Þeldökkt fólk í Bandaríkjunum er þrisvar sinnum líklegra til að verða drepið af lögreglunni heldur en aðrir kynþættir, og þó líklegra til þess að vera drepið óvopnað. Fannie Lou Hamer svaraði því hví hún héldi ótrauð áfram að ýta eftir réttindum svartra ,,I‘m sick and tired of being sick and tired.“ Tel ég að það sé betri útskýring á mótmælunum og umfangi þeirra. Fólk er sick and tired of being sick and tired. Í Bandaríkjunum bera lögreglumenn ekki bara kylfur, handjárn og piparúða líkt og hér á Íslandi. Í mótmælunum í Bandaríkjunum sést lögreglan nota brynvörð farartæki, skriðdreka, og á götunum marsera lögreglumenn með hríðskotabyssur á meðan drónar og þyrlur svífa yfir. Þetta eru hergögn notuð gegn þeirra eigin borgurum. Hergögn sem eiga að vernda hvít forréttindi eru í höndum þeirra sem framfylgja og viðhalda kerfisbundnum rasisma. Afhverju er ég að skrifa um þetta? Jú af því að allt of oft hefur verið reynt að hervæða lögreglunnar hér á landi. Síðasta tilvikið var núna í maí síðastliðnum þegar tekinn var í notkun sérhannaður bíll til að sinna landamæraeftirliti sem „mun nýtast vel...þar sem þörf er á að skoða og sannreyna skilríki svo sem í vinnustaðaeftirliti“ segir á vefsíðu lögreglunnar. Árið 2014 keypti íslenska lögreglan hríðskotabyssur frá norska hernum. Enn er óvíst hvernig það mál endaði, hvort að byssurnar séu enn hér í landi eða að þeim hafi verið skilað aftur til Noregs eftir mótmæli almennings. Árið 2017 voru sýnilega vopnaðir lögreglumenn á fjölskylduskemmtuninni Color Run. Þáverandi ríkislögreglustjóri sagði þetta vera gert vegna mannskæðra árása í erlendum borgum og auknum fjölda erlendra borgara á Íslandi. Á Íslandi er inngróinn kerfisbundinn rasismi í lögreglunni og Útlendingastofnun. Ítrekað hefur lögreglan tekið þátt í að flytja flóttamenn úr landi og handtekið farandverkamenn án starfsleyfis. Í mars 2019 beitti lögreglan táragasi í friðsælum mótmælum hælisleitenda á Austurvelli. Við viljum ekki að þannig stofnanir hafi völd og rétt til að drepa okkar eigin George Floyd. Lausnins liggur frekar í því að fjölga lögreglumönnum og semja við þá um mannsæmandi kjör (lögreglumenn hafa nú verið samningslausir í 15 mánuði og eru án verkfallsrétts). Látum ekki undan þeirri kröfu sem heyrist núna að lögreglan hér á landi verði vopnuð enn frekar til að bregðast við ofbeldi. Á sama tíma vil ég hvetja fólk til að kynna sér hvít forréttindi, rasisma á Íslandi, hlusta á sögur fólks af rasisma og valdefla það. Höfundur er ritari Samtaka hernaðarandstæðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dauði George Floyd Mest lesið Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þeir sem eitthvað hafa fylgst með í fréttum og samfélagsmiðlum ættu að vera meðvitaðir um mótmælaölduna í Bandaríkjunum eftir að George Floyd var myrtur á hrottalegan hátt af lögreglumanni. Það er þó einföldun að telja að þetta eina atvik hafi hrundið af stað mótmælunum heldur eru þau afsprengi aldagamals kerfisbundins rasisma. Þeldökkt fólk í Bandaríkjunum er þrisvar sinnum líklegra til að verða drepið af lögreglunni heldur en aðrir kynþættir, og þó líklegra til þess að vera drepið óvopnað. Fannie Lou Hamer svaraði því hví hún héldi ótrauð áfram að ýta eftir réttindum svartra ,,I‘m sick and tired of being sick and tired.“ Tel ég að það sé betri útskýring á mótmælunum og umfangi þeirra. Fólk er sick and tired of being sick and tired. Í Bandaríkjunum bera lögreglumenn ekki bara kylfur, handjárn og piparúða líkt og hér á Íslandi. Í mótmælunum í Bandaríkjunum sést lögreglan nota brynvörð farartæki, skriðdreka, og á götunum marsera lögreglumenn með hríðskotabyssur á meðan drónar og þyrlur svífa yfir. Þetta eru hergögn notuð gegn þeirra eigin borgurum. Hergögn sem eiga að vernda hvít forréttindi eru í höndum þeirra sem framfylgja og viðhalda kerfisbundnum rasisma. Afhverju er ég að skrifa um þetta? Jú af því að allt of oft hefur verið reynt að hervæða lögreglunnar hér á landi. Síðasta tilvikið var núna í maí síðastliðnum þegar tekinn var í notkun sérhannaður bíll til að sinna landamæraeftirliti sem „mun nýtast vel...þar sem þörf er á að skoða og sannreyna skilríki svo sem í vinnustaðaeftirliti“ segir á vefsíðu lögreglunnar. Árið 2014 keypti íslenska lögreglan hríðskotabyssur frá norska hernum. Enn er óvíst hvernig það mál endaði, hvort að byssurnar séu enn hér í landi eða að þeim hafi verið skilað aftur til Noregs eftir mótmæli almennings. Árið 2017 voru sýnilega vopnaðir lögreglumenn á fjölskylduskemmtuninni Color Run. Þáverandi ríkislögreglustjóri sagði þetta vera gert vegna mannskæðra árása í erlendum borgum og auknum fjölda erlendra borgara á Íslandi. Á Íslandi er inngróinn kerfisbundinn rasismi í lögreglunni og Útlendingastofnun. Ítrekað hefur lögreglan tekið þátt í að flytja flóttamenn úr landi og handtekið farandverkamenn án starfsleyfis. Í mars 2019 beitti lögreglan táragasi í friðsælum mótmælum hælisleitenda á Austurvelli. Við viljum ekki að þannig stofnanir hafi völd og rétt til að drepa okkar eigin George Floyd. Lausnins liggur frekar í því að fjölga lögreglumönnum og semja við þá um mannsæmandi kjör (lögreglumenn hafa nú verið samningslausir í 15 mánuði og eru án verkfallsrétts). Látum ekki undan þeirri kröfu sem heyrist núna að lögreglan hér á landi verði vopnuð enn frekar til að bregðast við ofbeldi. Á sama tíma vil ég hvetja fólk til að kynna sér hvít forréttindi, rasisma á Íslandi, hlusta á sögur fólks af rasisma og valdefla það. Höfundur er ritari Samtaka hernaðarandstæðinga.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun