Lausaganga búfjár verður ekki bönnuð með einu pennastriki Kristján Már Unnarsson skrifar 2. júní 2020 22:50 Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, framan við Bændahöllina við Hagatorg í dag. Stöð 2/Einar Árnason. Yfirlýsing landgræðslustjóra, um að hann vilji banna lausagöngu búfjár á Íslandi, fellur í grýttan jarðveg hjá formanni Bændasamtaka Íslands, sem segir hana óheppilega. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Árni Bragason landgræðslustjóri snerti innstu kviku íslenskrar sveitamenningar þegar hann sagðist í fréttum Stöðvar 2 vilja banna lausagöngu búfjár á Íslandi. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna , segir bændur þó til viðræðu um að skoða hvort banna ætti lausagöngu á einstaka svæðum. „En ég held að við bönnum ekki lausagöngu búfjár á Íslandi bara með einu pennastriki. Því það eru ansi mörg landsvæði sem eru bara háð því að nýta beit sem er bara á vel grónu landi sem er ógirt. Þannig að ég held að við förum ekki að búa til hólf út um allt land,“ segir Gunnar. Hann spyr hvort landgræðslustjóri vilji kasta fyrir róða samstarfsverkefni sem hafið er með bændum um uppgræðslu afrétta og kallast Grólind. „Hver er meiningin með þessari yfirlýsingu? Ég bara átta mig ekki alveg á þessu. Því að þeir hafa, - Landgræðslan hefur ekkert rætt þetta við okkur um hvort við eigum að vinna að þessu í einhverri sátt og samlyndi.“ -Finnst ykkur þetta þá dálítið brött yfirlýsing? „Já, mér finnst þetta nú frekar óheppilegt.“ Landgræðslustjóri sagði ríkið, þar á meðal Vegagerðina, verja hálfum milljarði króna á ári í girðingar. Gunnar bendir hins vegar á að stór hluti vega liggi í gegnum einkalönd bænda. „Ég vona að við endum ekki með allar vegaframkvæmdir á Íslandi á grundvelli Teigsskógs – að það taki tólf ár að finna út úr því hvar vegir megi liggja. Því að ef þetta verður tekið af, að vera ekki með veggirðingar, þá er algerlega ljóst í mínum huga að það verður ekki heimilað að fara í gegnum bújarðir í framtíðinni ef menn ætla ekki að girða vegina af,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landbúnaður Umhverfismál Skógrækt og landgræðsla Tengdar fréttir Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi. Hann bendir á að ríkið verji hálfum milljarði króna á hverju ári í girðingar til að verjast sauðfé og að þetta gæti einnig auðveldað bændum að smala. 31. maí 2020 06:55 Segir mat á sjálfbærni beitilands byggt á veikum faglegum grunni Viðmið sem núna eru notuð til að meta sjálfbæra nýtingu lands til beitar geta ekki talist sterkur faglegur grunnur fyrir það mat, segir Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður Bændasamtaka Íslands og sauðfjárbóndi í Butru í Fljótshlíð. 22. maí 2020 12:28 Segir sauðfjárbændur styrkta með blekkingu og grænþvotti Beingreiðslur til sauðfjárbænda á grundvelli gæðastýringar eru blekking og grænþvottur, að mati Ólafs Arnalds prófessors í umhverfisfræði, sem segir að hluti bænda fái ríkisstyrki til að stunda ofbeit. 18. maí 2020 10:22 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Sjá meira
Yfirlýsing landgræðslustjóra, um að hann vilji banna lausagöngu búfjár á Íslandi, fellur í grýttan jarðveg hjá formanni Bændasamtaka Íslands, sem segir hana óheppilega. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Árni Bragason landgræðslustjóri snerti innstu kviku íslenskrar sveitamenningar þegar hann sagðist í fréttum Stöðvar 2 vilja banna lausagöngu búfjár á Íslandi. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna , segir bændur þó til viðræðu um að skoða hvort banna ætti lausagöngu á einstaka svæðum. „En ég held að við bönnum ekki lausagöngu búfjár á Íslandi bara með einu pennastriki. Því það eru ansi mörg landsvæði sem eru bara háð því að nýta beit sem er bara á vel grónu landi sem er ógirt. Þannig að ég held að við förum ekki að búa til hólf út um allt land,“ segir Gunnar. Hann spyr hvort landgræðslustjóri vilji kasta fyrir róða samstarfsverkefni sem hafið er með bændum um uppgræðslu afrétta og kallast Grólind. „Hver er meiningin með þessari yfirlýsingu? Ég bara átta mig ekki alveg á þessu. Því að þeir hafa, - Landgræðslan hefur ekkert rætt þetta við okkur um hvort við eigum að vinna að þessu í einhverri sátt og samlyndi.“ -Finnst ykkur þetta þá dálítið brött yfirlýsing? „Já, mér finnst þetta nú frekar óheppilegt.“ Landgræðslustjóri sagði ríkið, þar á meðal Vegagerðina, verja hálfum milljarði króna á ári í girðingar. Gunnar bendir hins vegar á að stór hluti vega liggi í gegnum einkalönd bænda. „Ég vona að við endum ekki með allar vegaframkvæmdir á Íslandi á grundvelli Teigsskógs – að það taki tólf ár að finna út úr því hvar vegir megi liggja. Því að ef þetta verður tekið af, að vera ekki með veggirðingar, þá er algerlega ljóst í mínum huga að það verður ekki heimilað að fara í gegnum bújarðir í framtíðinni ef menn ætla ekki að girða vegina af,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landbúnaður Umhverfismál Skógrækt og landgræðsla Tengdar fréttir Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi. Hann bendir á að ríkið verji hálfum milljarði króna á hverju ári í girðingar til að verjast sauðfé og að þetta gæti einnig auðveldað bændum að smala. 31. maí 2020 06:55 Segir mat á sjálfbærni beitilands byggt á veikum faglegum grunni Viðmið sem núna eru notuð til að meta sjálfbæra nýtingu lands til beitar geta ekki talist sterkur faglegur grunnur fyrir það mat, segir Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður Bændasamtaka Íslands og sauðfjárbóndi í Butru í Fljótshlíð. 22. maí 2020 12:28 Segir sauðfjárbændur styrkta með blekkingu og grænþvotti Beingreiðslur til sauðfjárbænda á grundvelli gæðastýringar eru blekking og grænþvottur, að mati Ólafs Arnalds prófessors í umhverfisfræði, sem segir að hluti bænda fái ríkisstyrki til að stunda ofbeit. 18. maí 2020 10:22 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Sjá meira
Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi. Hann bendir á að ríkið verji hálfum milljarði króna á hverju ári í girðingar til að verjast sauðfé og að þetta gæti einnig auðveldað bændum að smala. 31. maí 2020 06:55
Segir mat á sjálfbærni beitilands byggt á veikum faglegum grunni Viðmið sem núna eru notuð til að meta sjálfbæra nýtingu lands til beitar geta ekki talist sterkur faglegur grunnur fyrir það mat, segir Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður Bændasamtaka Íslands og sauðfjárbóndi í Butru í Fljótshlíð. 22. maí 2020 12:28
Segir sauðfjárbændur styrkta með blekkingu og grænþvotti Beingreiðslur til sauðfjárbænda á grundvelli gæðastýringar eru blekking og grænþvottur, að mati Ólafs Arnalds prófessors í umhverfisfræði, sem segir að hluti bænda fái ríkisstyrki til að stunda ofbeit. 18. maí 2020 10:22