Brynjar segir fráleitt að tala um gjafakvóta, þjófnað og Samherja í sömu andrá Jakob Bjarnar skrifar 3. júní 2020 09:12 Brynjar telur fráleitt að tala um Samherja og gjafakvótakerfið í sömu andrá. Fyrirtækið efldist vegna dugnaðar eigenda sem lögðu allt í sölurnar. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja hefur staðið í ströngu að undanförnu. visir/vilhelm Brynjar Níelsson alþingismaður segist ekki ætla að vera fávitinn sem eyðilagði mikilvægustu atvinnugrein landsins, sjávarútveginn, með sýndarmennsku og illa útfærðum breytingartillögum á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Þetta kemur fram í annarri grein Brynjars sem hann birtir á Vísi og fjallar um kvótakerfið. Þar beinir hann spjótum sínum í allar áttir. Sakar ónafngreinda stjórnmálamenn um lýðskrum og gefur lítið fyrir fjölmiðlana Stundina og Kjarnann sem hann kallar skoðanamiðla. Brynjar segist sjálfur ekki eiga neinna hagsmuna að gæta nema þeirra að hann sé sem Íslendingur þakklátur fyrir sjálfbæran sjávarútveg sem lagt hefur sitt til samfélagsins. Og hann telur fyrirtækið Samherja, sem hefur verið í fréttum að undanförnu bæði vegna meintra mútugreiðslna í Namibíu og í kjölfarið þegar það var skráð á aðra kynslóð, ómaklega gagnrýnt. „Þegar talað er um gjafakvóta og þjófnað á auðlindinni er Samherji afleitt dæmi. Nú er svo komið að nánast allur kvóti sem úthlutað var á sínum tíma eftir málefnalegum sjónarmiðum og í samræmi við réttindaákvæði stjórnarskrárinnar, hefur gengið kaupum og sölum samkvæmt gildandi lögum á hverjum tíma. Því er fráleitt að tala um gjafakvóta í dag, hvað þá þjófnað.“ Hann segir fyrirtækið Samherja hafa vaxið og dafnað vegna dugmikilla eigenda sem lögðu allt í sölurnar. Brynjar telur allt tal um gjafakvóta fleipur og kjafthátt. „Við upphaf kvótakerfisins hófu Samherjamenn útgerð með að kaupa gamlan ryðdall sem þeir gerðu upp með því að skuldsetja sig og fjölskyldurnar upp í rjáfur. Eina aflaheimildin var svokallaður skipstjórakvóti. Þetta var líkara trilluútgerð. Áfram héldu Samherjamenn að skuldsetja sig til að geta aukið við aflaheimildir sínar. Reksturinn reyndist áhættunnar virði og fyrirtækið óx jafnt og þétt. Haslaði Samherji sér völl víðar en á Íslandi og á í öflugum útgerðarfélögum í öðrum löndum.“ Sjávarútvegur Alþingi Panama-skjölin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fiskveiðiauðlindin II Brynjar Níelsson heldur áfram að fjalla um fiskveiðistjórnunarkerfið og segist ekki ætla að taka þátt í þeirri sýndarmennsku sem einkennir umræðu um kvótakerfið til að næla sér í atkvæði. 3. júní 2020 08:56 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Sjá meira
Brynjar Níelsson alþingismaður segist ekki ætla að vera fávitinn sem eyðilagði mikilvægustu atvinnugrein landsins, sjávarútveginn, með sýndarmennsku og illa útfærðum breytingartillögum á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Þetta kemur fram í annarri grein Brynjars sem hann birtir á Vísi og fjallar um kvótakerfið. Þar beinir hann spjótum sínum í allar áttir. Sakar ónafngreinda stjórnmálamenn um lýðskrum og gefur lítið fyrir fjölmiðlana Stundina og Kjarnann sem hann kallar skoðanamiðla. Brynjar segist sjálfur ekki eiga neinna hagsmuna að gæta nema þeirra að hann sé sem Íslendingur þakklátur fyrir sjálfbæran sjávarútveg sem lagt hefur sitt til samfélagsins. Og hann telur fyrirtækið Samherja, sem hefur verið í fréttum að undanförnu bæði vegna meintra mútugreiðslna í Namibíu og í kjölfarið þegar það var skráð á aðra kynslóð, ómaklega gagnrýnt. „Þegar talað er um gjafakvóta og þjófnað á auðlindinni er Samherji afleitt dæmi. Nú er svo komið að nánast allur kvóti sem úthlutað var á sínum tíma eftir málefnalegum sjónarmiðum og í samræmi við réttindaákvæði stjórnarskrárinnar, hefur gengið kaupum og sölum samkvæmt gildandi lögum á hverjum tíma. Því er fráleitt að tala um gjafakvóta í dag, hvað þá þjófnað.“ Hann segir fyrirtækið Samherja hafa vaxið og dafnað vegna dugmikilla eigenda sem lögðu allt í sölurnar. Brynjar telur allt tal um gjafakvóta fleipur og kjafthátt. „Við upphaf kvótakerfisins hófu Samherjamenn útgerð með að kaupa gamlan ryðdall sem þeir gerðu upp með því að skuldsetja sig og fjölskyldurnar upp í rjáfur. Eina aflaheimildin var svokallaður skipstjórakvóti. Þetta var líkara trilluútgerð. Áfram héldu Samherjamenn að skuldsetja sig til að geta aukið við aflaheimildir sínar. Reksturinn reyndist áhættunnar virði og fyrirtækið óx jafnt og þétt. Haslaði Samherji sér völl víðar en á Íslandi og á í öflugum útgerðarfélögum í öðrum löndum.“
Sjávarútvegur Alþingi Panama-skjölin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fiskveiðiauðlindin II Brynjar Níelsson heldur áfram að fjalla um fiskveiðistjórnunarkerfið og segist ekki ætla að taka þátt í þeirri sýndarmennsku sem einkennir umræðu um kvótakerfið til að næla sér í atkvæði. 3. júní 2020 08:56 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Sjá meira
Fiskveiðiauðlindin II Brynjar Níelsson heldur áfram að fjalla um fiskveiðistjórnunarkerfið og segist ekki ætla að taka þátt í þeirri sýndarmennsku sem einkennir umræðu um kvótakerfið til að næla sér í atkvæði. 3. júní 2020 08:56