Að borða hádegismat með starfsfélögunum Rakel Sveinsdóttir skrifar 5. júní 2020 09:00 Það er um að gera að borða reglulega með starfsfélögunum. Vísir/Getty Það er allur gangur á því hvernig við nýtum matartímann okkar. Sumir taka með sér nesti. Aðrir kíkja á næsta veitingastað. Enn aðrir borða í mötuneyti vinnustaðarins og sumir skjótast til að afgreiða einhver erindi. Samkvæmt rannsóknum er það hins vegar hið besta mál og reyndar mælt með því að fólk borði reglulega hádegismat með starfsfélögunum. Umfjöllun um rannsóknina var birt í Human Performance og voru megin niðurstöður eftirfarandi. Að borða hádegismat með starfsfélögunum getur…. 1. Aukið framleiðni Samkvæmt umræddri rannsókn, sem stóð yfir í 15 mánuði, mátti sjá að samstarfsfélagar sem borðuðu reglulega saman hádegismat, unnu betur saman sem liðsheild sem aftur leiddi til þess að framleiðni vinnunnar jókst. 2. Aukið tengslamyndun og vinskap Tengslamyndunin er önnur og meiri þegar við borðum saman í samanburði við að vinna í sama rými eða á sama stað. Þótt félagsskapurinn sé sá sami verður tengslamyndunin allt önnur enda samveran meiri félagsskapur en tengdur vinnu. Vinasambönd myndast og sterkari tengsl fyrir liðsheildina. 3. Eykur starfsánægju Loks sýndu niðurstöðurnar að það að borða reglulega hádegismat með starfsfélögum jók á ánægju þeirra og hamingju. Í staðinn fyrir að tengja vinnustaðinn eingöngu við álag, verkefni eða aðrar vinnuskyldur tengir hugurinn vinnuna við eitthvað ánægjulegt og skemmtilegt. Með hverjum ætlar þú að borða hádegismatinn í dag? Góðu ráðin Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Starfsmenn sem ljúga Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Sjá meira
Það er allur gangur á því hvernig við nýtum matartímann okkar. Sumir taka með sér nesti. Aðrir kíkja á næsta veitingastað. Enn aðrir borða í mötuneyti vinnustaðarins og sumir skjótast til að afgreiða einhver erindi. Samkvæmt rannsóknum er það hins vegar hið besta mál og reyndar mælt með því að fólk borði reglulega hádegismat með starfsfélögunum. Umfjöllun um rannsóknina var birt í Human Performance og voru megin niðurstöður eftirfarandi. Að borða hádegismat með starfsfélögunum getur…. 1. Aukið framleiðni Samkvæmt umræddri rannsókn, sem stóð yfir í 15 mánuði, mátti sjá að samstarfsfélagar sem borðuðu reglulega saman hádegismat, unnu betur saman sem liðsheild sem aftur leiddi til þess að framleiðni vinnunnar jókst. 2. Aukið tengslamyndun og vinskap Tengslamyndunin er önnur og meiri þegar við borðum saman í samanburði við að vinna í sama rými eða á sama stað. Þótt félagsskapurinn sé sá sami verður tengslamyndunin allt önnur enda samveran meiri félagsskapur en tengdur vinnu. Vinasambönd myndast og sterkari tengsl fyrir liðsheildina. 3. Eykur starfsánægju Loks sýndu niðurstöðurnar að það að borða reglulega hádegismat með starfsfélögum jók á ánægju þeirra og hamingju. Í staðinn fyrir að tengja vinnustaðinn eingöngu við álag, verkefni eða aðrar vinnuskyldur tengir hugurinn vinnuna við eitthvað ánægjulegt og skemmtilegt. Með hverjum ætlar þú að borða hádegismatinn í dag?
Góðu ráðin Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Starfsmenn sem ljúga Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Sjá meira