LEGO bað auglýsendur um að fjarlægja markaðsefni með lögguþema Sylvía Hall skrifar 4. júní 2020 14:29 LEGO lýsti yfir samstöðu með Black Lives Matter hreyfingunni á samfélagsmiðlum. Vísir/GEtty Leikfangaframleiðandinn LEGO hefur ákveðið að styrkja Black Lives Matter hreyfinguna um fjórar milljónir Bandaríkjadala, sem samsvarar rúmlega hálfum milljarði íslenskra króna. Þá sendi fyrirtækið tölvupóst á markaðsaðila þar sem þeir voru beðnir um að fjarlægja allar auglýsingar frá fyrirtækinu sem sýndi varning með lögregluþema. Í tölvupósti sem ToyBook hefur undir höndum og var sendur frá LEGO var beðið um að slíkt markaðsefni yrði fjarlægt í ljósi ástandsins vestanhafs. Í tölvupóstinum var að finna langan lista yfir varning sem fyrirtækið vildi ekki láta auglýsa, til að mynda varning tengdan lögreglunni og slökkviliðsmönnum. „Í ljósi nýskeðra atburða vill LEGO biðja um að neðangreindar vörur verði fjarlægðar af síðum og af markaðsefni eins fljótt og auðið er,“ stóð í tölvupóstinum. Got an email earlier from @Rakuten telling us to remove any ad links for @LEGO_Group products including a police theme.The products are still for sale, they just don't want them advertised.Challenging times. pic.twitter.com/sxdjyUXZmJ— Michael P Clark (@firstmentormike) June 3, 2020 Í svari LEGO til miðilsins segist fyrirtækið hafa beðið auglýsendur um að birta ekkert markaðsefni tengd fyrirtækinu til þess að sýna #BlackOutTuesday samstöðu, en herferðin vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum í fyrradag. Þetta hafi því átt við um allt efni frá fyrirtækinu, þó listinn taldi aðeins upp fyrrnefndan varning. „Við hörmum allan misskilning og munum sjá til þess að við séum skýrari með ætlun okkar í framtíðinni.“ Fyrirtækið birti yfirlýsingu á Twitter-síðu sinni í gær það sem það sagðist standa með svörtu fólki og þeirra baráttu gegn rasisma og óréttlæti. Enn væri langt í land og því gaf fyrirtækið fjórar milljónir Bandaríkjadala til hreyfingarinnar. „Við munum gefa fjórar milljónir til samtaka sem stuðla að því að styðja við svört börn og fræða öll börn um jafnrétti allra kynþátta.“ pic.twitter.com/gpWKJ8pr7V— LEGO (@LEGO_Group) June 3, 2020 Black Lives Matter Danmörk Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Leikfangaframleiðandinn LEGO hefur ákveðið að styrkja Black Lives Matter hreyfinguna um fjórar milljónir Bandaríkjadala, sem samsvarar rúmlega hálfum milljarði íslenskra króna. Þá sendi fyrirtækið tölvupóst á markaðsaðila þar sem þeir voru beðnir um að fjarlægja allar auglýsingar frá fyrirtækinu sem sýndi varning með lögregluþema. Í tölvupósti sem ToyBook hefur undir höndum og var sendur frá LEGO var beðið um að slíkt markaðsefni yrði fjarlægt í ljósi ástandsins vestanhafs. Í tölvupóstinum var að finna langan lista yfir varning sem fyrirtækið vildi ekki láta auglýsa, til að mynda varning tengdan lögreglunni og slökkviliðsmönnum. „Í ljósi nýskeðra atburða vill LEGO biðja um að neðangreindar vörur verði fjarlægðar af síðum og af markaðsefni eins fljótt og auðið er,“ stóð í tölvupóstinum. Got an email earlier from @Rakuten telling us to remove any ad links for @LEGO_Group products including a police theme.The products are still for sale, they just don't want them advertised.Challenging times. pic.twitter.com/sxdjyUXZmJ— Michael P Clark (@firstmentormike) June 3, 2020 Í svari LEGO til miðilsins segist fyrirtækið hafa beðið auglýsendur um að birta ekkert markaðsefni tengd fyrirtækinu til þess að sýna #BlackOutTuesday samstöðu, en herferðin vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum í fyrradag. Þetta hafi því átt við um allt efni frá fyrirtækinu, þó listinn taldi aðeins upp fyrrnefndan varning. „Við hörmum allan misskilning og munum sjá til þess að við séum skýrari með ætlun okkar í framtíðinni.“ Fyrirtækið birti yfirlýsingu á Twitter-síðu sinni í gær það sem það sagðist standa með svörtu fólki og þeirra baráttu gegn rasisma og óréttlæti. Enn væri langt í land og því gaf fyrirtækið fjórar milljónir Bandaríkjadala til hreyfingarinnar. „Við munum gefa fjórar milljónir til samtaka sem stuðla að því að styðja við svört börn og fræða öll börn um jafnrétti allra kynþátta.“ pic.twitter.com/gpWKJ8pr7V— LEGO (@LEGO_Group) June 3, 2020
Black Lives Matter Danmörk Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira