Ísland veitir hálfum milljarði í þróun á bóluefni Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. júní 2020 17:37 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/vilhelm Ísland mun veita hálfum milljarði króna í þróun á bóluefni en féð mun renna til sérstaks aðgerðabandalags fjölmargra ríkja, fyrirtækja og stofnana. Þetta tilkynnti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á ráðstefnu bólusetningarbandalagsins Gavi í dag. Gavi miðar að því að hraða þróun, framleiðslu og dreifingu á bóluefni við kórónuveirunni og var stofnað fyrir rúmum mánuði. Markmið þess er jafnframt að stuðla að sýnatökum og meðferðarúrræðum fyrir alla, óháð búsetu og efnahag, að því er fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI (e. Coalition for Epidemic Preparedness Innovation), samstarfsvettvangs fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á fjarráðstefnunni í dag.Forsætisráðuneytið Fjölmargar alþjóðastofnanir og sjóðir á sviði heilbrigðismála, auk Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar standa að aðgerðabandalaginu og hefur fjöldi ríkja tilkynnt um framlög til mismunandi stofnana undir hatti þess, að því er segir í tilkynningu. Þannig hafa Norðmenn lofað milljarði Bandaríkjadala og Bandaríkin, Bretland, Kanada og Þýskaland lofað hundruðum milljóna Bandaríkjadala. Í tilkynningu segir að forsætisráðherra hafi í ræðu sinni lagt áherslu á jafnan aðgang allra að heilsugæslu og öruggum bóluefnum óháð kyni, efnahag og búsetu. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, boðaði til ráðstefnunnar sem fór fram í gegnum fjarfundarbúnað. Bill Gates, stofnandi Microsoft, var ávarpaði ráðstefnuna líkt og Katrín en stofnun Bill og Melindu Gates hefur heitið 250 milljónum Bandaríkjadala í baráttunni gegn COVID-19. „Markmið Gavi ráðstefnunnar í dag var að safna samtals 7,4 milljörðum Bandaríkjadala og náðist það og gott betur því alls söfnuðust 8.8 milljarðar,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bjartsýn á að bóluefni geti verið tilbúið fyrir áramót Bjartsýni ríkir um að bóluefni gegn kórónuveirunni verið tilbúið fyrir áramót. Tíu tegundir eru komnar til prófunar og gengur þróunin hraðar en menn gerðu ráð fyrir í upphafi. 31. maí 2020 20:24 Útbreiddur faraldur ólíklegur en líkur á einstaka smitum Sóttvarnalæknir segir ólíklegt að útbreiddur faraldur fari um landið en líkur séu á einstaka smitum í framtíðinni. Hann sagði þá vert að svara nokkrum spurningum þegar framtíðarhorfum Íslands vegna kórónuveirufaraldursins er velt fyrir sér. 28. maí 2020 21:13 Veiran á svo hröðu undanhaldi að hún setur framtíð Oxford-bóluefnis í uppnám Bóluefnissérfræðingur og yfirmaður Jenner-stofnunarinnar við hinn breska Oxford-háskóla segir aðeins helmingslíkur á því að bóluefni sem stofnunin þróar nú við nýju kórónuveirunni virki sem skyldi. 25. maí 2020 09:05 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Ísland mun veita hálfum milljarði króna í þróun á bóluefni en féð mun renna til sérstaks aðgerðabandalags fjölmargra ríkja, fyrirtækja og stofnana. Þetta tilkynnti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á ráðstefnu bólusetningarbandalagsins Gavi í dag. Gavi miðar að því að hraða þróun, framleiðslu og dreifingu á bóluefni við kórónuveirunni og var stofnað fyrir rúmum mánuði. Markmið þess er jafnframt að stuðla að sýnatökum og meðferðarúrræðum fyrir alla, óháð búsetu og efnahag, að því er fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI (e. Coalition for Epidemic Preparedness Innovation), samstarfsvettvangs fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á fjarráðstefnunni í dag.Forsætisráðuneytið Fjölmargar alþjóðastofnanir og sjóðir á sviði heilbrigðismála, auk Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar standa að aðgerðabandalaginu og hefur fjöldi ríkja tilkynnt um framlög til mismunandi stofnana undir hatti þess, að því er segir í tilkynningu. Þannig hafa Norðmenn lofað milljarði Bandaríkjadala og Bandaríkin, Bretland, Kanada og Þýskaland lofað hundruðum milljóna Bandaríkjadala. Í tilkynningu segir að forsætisráðherra hafi í ræðu sinni lagt áherslu á jafnan aðgang allra að heilsugæslu og öruggum bóluefnum óháð kyni, efnahag og búsetu. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, boðaði til ráðstefnunnar sem fór fram í gegnum fjarfundarbúnað. Bill Gates, stofnandi Microsoft, var ávarpaði ráðstefnuna líkt og Katrín en stofnun Bill og Melindu Gates hefur heitið 250 milljónum Bandaríkjadala í baráttunni gegn COVID-19. „Markmið Gavi ráðstefnunnar í dag var að safna samtals 7,4 milljörðum Bandaríkjadala og náðist það og gott betur því alls söfnuðust 8.8 milljarðar,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bjartsýn á að bóluefni geti verið tilbúið fyrir áramót Bjartsýni ríkir um að bóluefni gegn kórónuveirunni verið tilbúið fyrir áramót. Tíu tegundir eru komnar til prófunar og gengur þróunin hraðar en menn gerðu ráð fyrir í upphafi. 31. maí 2020 20:24 Útbreiddur faraldur ólíklegur en líkur á einstaka smitum Sóttvarnalæknir segir ólíklegt að útbreiddur faraldur fari um landið en líkur séu á einstaka smitum í framtíðinni. Hann sagði þá vert að svara nokkrum spurningum þegar framtíðarhorfum Íslands vegna kórónuveirufaraldursins er velt fyrir sér. 28. maí 2020 21:13 Veiran á svo hröðu undanhaldi að hún setur framtíð Oxford-bóluefnis í uppnám Bóluefnissérfræðingur og yfirmaður Jenner-stofnunarinnar við hinn breska Oxford-háskóla segir aðeins helmingslíkur á því að bóluefni sem stofnunin þróar nú við nýju kórónuveirunni virki sem skyldi. 25. maí 2020 09:05 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Bjartsýn á að bóluefni geti verið tilbúið fyrir áramót Bjartsýni ríkir um að bóluefni gegn kórónuveirunni verið tilbúið fyrir áramót. Tíu tegundir eru komnar til prófunar og gengur þróunin hraðar en menn gerðu ráð fyrir í upphafi. 31. maí 2020 20:24
Útbreiddur faraldur ólíklegur en líkur á einstaka smitum Sóttvarnalæknir segir ólíklegt að útbreiddur faraldur fari um landið en líkur séu á einstaka smitum í framtíðinni. Hann sagði þá vert að svara nokkrum spurningum þegar framtíðarhorfum Íslands vegna kórónuveirufaraldursins er velt fyrir sér. 28. maí 2020 21:13
Veiran á svo hröðu undanhaldi að hún setur framtíð Oxford-bóluefnis í uppnám Bóluefnissérfræðingur og yfirmaður Jenner-stofnunarinnar við hinn breska Oxford-háskóla segir aðeins helmingslíkur á því að bóluefni sem stofnunin þróar nú við nýju kórónuveirunni virki sem skyldi. 25. maí 2020 09:05