Sagði Lebron og Durant að „halda kjafti og drippla“ en að Brees „hefði rétt á sinni skoðun“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júní 2020 10:30 LeBron James og Kevin Durant eru mótherjar inn á vellinum en samherjar utan hans. Ezra Shaw/Getty Images Mikill munur er á viðbrögðum Laura Ingraham, þáttastjórnanda á Fox News, við ummælum Drew Brees og því þegar LeBron James og Kevin Durant ræddu við hana fyrir tveimur árum síðan. Eins og Vísir hefur greint frá lét Drew Brees, hinn 41 árs gamli leikstjórnandi New Orleans Saints í NFL-deildinni, ummæli falla sem féllu í grýttan jarðveg. Svo vægt sé tekið til orða. Brees hefur nú beðist afsökunar á ummælum sínum. Fjallað var um ummælin á sjónvarpsstöðinni Fox News. Þar vakti athygli að fréttaþulan Laura Ingraham varði Brees og sagði að „hann hefði rétt á sinni skoðun.“ Aðeins tvö eru síðan Laura sagði LeBron James og Kevin Durant, tveimur af bestu körfuboltamönnum NBA-deildarinnar undanfarin ár, að „halda kjafti og drippla“ þegar þeir ræddu pólitísk málefni í þættinum hennar. „Hann má tjá sig um skoðanir sínar varðandi það að taka hné og hversu mikilvægur bandaríski fáninn er fyrir honum. Hann er manneskja og þetta snýst um meira en aðeins [bandarískan] fótbolta,“ sagði Ingraham í þætti sínum The Ingraham Angle á miðvikudagskvöld. LeBron tjáði sig um málið á Twitter. „Ef þið hafið ekki enn áttað ykkur á því af hverju mótmælin eru í gangi og af hverju við erum að haga okkur eins og við erum haga okkur þá þá er það af því við erum svo andskoti þreytt á þessari meðferð sem þið sjáið hér. Getum við brotið þetta niður fyrir ykkur á einfaldari hátt en í þessu myndandi,“ segir LeBron en téð myndband má sjá í Twitter-færslu hans hér að neðan. Þar sést munurinn á því þegar Ingraham talar við þá LeBron og Durant annarsvegar og svo þegar hún ræðir við Brees. If you still haven t figured out why the protesting is going on. Why we re acting as we are is because we are simply F-N tired of this treatment right here! Can we break it down for you any simpler than this right here???? . And to my people don t worry I won t stop until I see https://t.co/e4pJ0PvwJj— LeBron James (@KingJames) June 4, 2020 Í gærkvöld, fimmtudag, ræddi Ingraham málið í þætti sínum. Þar sagði hún að aðstæður í kringum ummæli hennar árið 2018 og nýverið væru ekki eins og því væri ekki hægt að bera málin saman. „Allir Bandaríkjamenn hafa rétt á að tjá sig um það sem liggur þeim á hjarta. Við þurfum að eiga betri og meiri samskipti ef við ætlum okkur að jafna okkur sem þjóð. Við þurfum meiri virðingu,“ sagði Ingraham að lokum. USA Today tók saman. We will never just "shut up and dribble" #blacklivesmatter pic.twitter.com/98tUB3IxjM— UNINTERRUPTED (@uninterrupted) June 4, 2020 Körfubolti NBA NFL Tengdar fréttir NFL stjarnan baðst afsökunar í kjölfar ummæla sem gerðu allt brjálað Einn virtasti leikstjórnandi NFL-deildarinnar gerði allt brjálað með ummælum sínum um bandaríska fánann og þjóðsönginn. 5. júní 2020 08:00 Einn reynslumesti leikmaður NFL-deildarinnar fær mikla gagnrýni fyrir ummæli sín Drew Brees, leikstjórnandi New Orleans Saints í NFL-deildinni, fékk að heyra það á samfélagsmiðlum eftir ummæli ummæli um óeirðirnar í Bandaríkjunum. LeBron James, Aaron Rodgers, Michael Thomas og fleiri eru þar á meðal. 4. júní 2020 08:30 Búið að staðfesta breytt fyrirkomulag NBA | 22 lið mæta til leiks í Disney World Sökum kórónufaraldursins mun tímabil NBA-deildarinnar í körfubolta enda með töluvert öðru sniði en venja er. 5. júní 2020 07:30 Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Handbolti Fleiri fréttir Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Sjá meira
Mikill munur er á viðbrögðum Laura Ingraham, þáttastjórnanda á Fox News, við ummælum Drew Brees og því þegar LeBron James og Kevin Durant ræddu við hana fyrir tveimur árum síðan. Eins og Vísir hefur greint frá lét Drew Brees, hinn 41 árs gamli leikstjórnandi New Orleans Saints í NFL-deildinni, ummæli falla sem féllu í grýttan jarðveg. Svo vægt sé tekið til orða. Brees hefur nú beðist afsökunar á ummælum sínum. Fjallað var um ummælin á sjónvarpsstöðinni Fox News. Þar vakti athygli að fréttaþulan Laura Ingraham varði Brees og sagði að „hann hefði rétt á sinni skoðun.“ Aðeins tvö eru síðan Laura sagði LeBron James og Kevin Durant, tveimur af bestu körfuboltamönnum NBA-deildarinnar undanfarin ár, að „halda kjafti og drippla“ þegar þeir ræddu pólitísk málefni í þættinum hennar. „Hann má tjá sig um skoðanir sínar varðandi það að taka hné og hversu mikilvægur bandaríski fáninn er fyrir honum. Hann er manneskja og þetta snýst um meira en aðeins [bandarískan] fótbolta,“ sagði Ingraham í þætti sínum The Ingraham Angle á miðvikudagskvöld. LeBron tjáði sig um málið á Twitter. „Ef þið hafið ekki enn áttað ykkur á því af hverju mótmælin eru í gangi og af hverju við erum að haga okkur eins og við erum haga okkur þá þá er það af því við erum svo andskoti þreytt á þessari meðferð sem þið sjáið hér. Getum við brotið þetta niður fyrir ykkur á einfaldari hátt en í þessu myndandi,“ segir LeBron en téð myndband má sjá í Twitter-færslu hans hér að neðan. Þar sést munurinn á því þegar Ingraham talar við þá LeBron og Durant annarsvegar og svo þegar hún ræðir við Brees. If you still haven t figured out why the protesting is going on. Why we re acting as we are is because we are simply F-N tired of this treatment right here! Can we break it down for you any simpler than this right here???? . And to my people don t worry I won t stop until I see https://t.co/e4pJ0PvwJj— LeBron James (@KingJames) June 4, 2020 Í gærkvöld, fimmtudag, ræddi Ingraham málið í þætti sínum. Þar sagði hún að aðstæður í kringum ummæli hennar árið 2018 og nýverið væru ekki eins og því væri ekki hægt að bera málin saman. „Allir Bandaríkjamenn hafa rétt á að tjá sig um það sem liggur þeim á hjarta. Við þurfum að eiga betri og meiri samskipti ef við ætlum okkur að jafna okkur sem þjóð. Við þurfum meiri virðingu,“ sagði Ingraham að lokum. USA Today tók saman. We will never just "shut up and dribble" #blacklivesmatter pic.twitter.com/98tUB3IxjM— UNINTERRUPTED (@uninterrupted) June 4, 2020
Körfubolti NBA NFL Tengdar fréttir NFL stjarnan baðst afsökunar í kjölfar ummæla sem gerðu allt brjálað Einn virtasti leikstjórnandi NFL-deildarinnar gerði allt brjálað með ummælum sínum um bandaríska fánann og þjóðsönginn. 5. júní 2020 08:00 Einn reynslumesti leikmaður NFL-deildarinnar fær mikla gagnrýni fyrir ummæli sín Drew Brees, leikstjórnandi New Orleans Saints í NFL-deildinni, fékk að heyra það á samfélagsmiðlum eftir ummæli ummæli um óeirðirnar í Bandaríkjunum. LeBron James, Aaron Rodgers, Michael Thomas og fleiri eru þar á meðal. 4. júní 2020 08:30 Búið að staðfesta breytt fyrirkomulag NBA | 22 lið mæta til leiks í Disney World Sökum kórónufaraldursins mun tímabil NBA-deildarinnar í körfubolta enda með töluvert öðru sniði en venja er. 5. júní 2020 07:30 Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Handbolti Fleiri fréttir Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Sjá meira
NFL stjarnan baðst afsökunar í kjölfar ummæla sem gerðu allt brjálað Einn virtasti leikstjórnandi NFL-deildarinnar gerði allt brjálað með ummælum sínum um bandaríska fánann og þjóðsönginn. 5. júní 2020 08:00
Einn reynslumesti leikmaður NFL-deildarinnar fær mikla gagnrýni fyrir ummæli sín Drew Brees, leikstjórnandi New Orleans Saints í NFL-deildinni, fékk að heyra það á samfélagsmiðlum eftir ummæli ummæli um óeirðirnar í Bandaríkjunum. LeBron James, Aaron Rodgers, Michael Thomas og fleiri eru þar á meðal. 4. júní 2020 08:30
Búið að staðfesta breytt fyrirkomulag NBA | 22 lið mæta til leiks í Disney World Sökum kórónufaraldursins mun tímabil NBA-deildarinnar í körfubolta enda með töluvert öðru sniði en venja er. 5. júní 2020 07:30
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga