Inga Sæland telur að Lilja eigi að segja af sér Jakob Bjarnar skrifar 5. júní 2020 14:02 Inga segir Framsóknarspillinguna sama við sig en nú sé komið gott. Lilja ætti, að mati formanns Flokks fólksins, að taka pokann sinn. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, ritar harðorðan pistil á Facebooksíðu sína en tilefnið er ráðuneytisstjóramálið sem verið hefur í deiglunni undanfarna daga. „Ætlar forsætisráðherra og formaður VG sem hefur viljað kenna sig við jafnrétti og femenimsma, að láta það líðast að Menntamálaráðherra í ríkisstjórn hennar brjóti jafnréttislög?“ spyr Inga. Stæk sérhagsmunapólitík Á dögunum kvað úrskurðarnefnd jafnréttismála uppúr með það að Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, hafi brotið jafnréttislög þegar hún réði Pál Magnússon í stöðu ráðuneytisstjóra í ráðuneyti sínu. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið. En kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að Hafdís Helga Ólafsdóttir, skrifstofustjóri hjá forsætisráðuneytinu, hafi verið vanmetin í samanburði við Pál í ráðningarferlinu. Hafdís var af hæfnisnefndinni ekki talin ein af þeim þremur fjórum sem af nefndinni þóttu hæfust. Hafdís hefur vísað málinu áfram til umboðsmanns Alþingis. Inga spyr og svarar sér sjálf: „Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík? Svarið er einfalt: ALDREI! Framsóknarmaður ráðinn ráðuneytisstjóri af Framsóknarráðherranum sem talin er hafa brotið jafnréttislög með ráðningunni.“ Inga bendir á að Sigríður Á Andersen hafi verið látin taka poka sinn úr dómsmálaráðuneyti vegna Landsréttarmálsins og Hanna Birna Kristjánsdóttir einnig en þá vegna Lekamálsins. „Er einhver sýnilegur eðlismunur á þessu máli um viðurkennt brot ráðherra á jafnréttislöggjöfinni, sem gæti mögulega slegið skjaldborg um Menntamálaráðherrann?“ spyr Inga og svarið liggur í loftinu. Framsóknarfrændhyglin blómstrar Þá bendir Inga jafnframt á að Lilja haldi því fram að hæfasta fólkið hafi verið ráðið í öllum þeim málum hvar hún hefur komið að málum. Inga Sæland gefur minna en ekkert fyrir þau orð. Reyndar telur hún slíkar staðhæfingar fráleitar. „Nei,“ segir Inga. „Framsóknarmenn eru ráðnir af Framsóknarráðherranum, það er ekki flóknara en það. Sama gamla spillingarkerfið blómstrar hér sem aldrei fyrr. Framsóknarmaður ráðinn sem formaður fjölmiðlanefndar þrátt fyrir að hæfari einstaklingur hafi sótt um starfið. Sami formaður fjölmiðlanefndar hefur skreytt stjórnarformennsku 8 nefnda í boði Framsóknarflokksins.“ Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Alþingi Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Tengdar fréttir Skipaði Einar í stað Halldóru þvert á tillögu sérfræðinga Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra fór á svig við tillögu sérfræðinga í menntamálaráðuneytinu þegar hún skipaði Einar Huga Bjarnason formann fjölmiðlanefndar í nóvember. 4. júní 2020 21:28 Hafdís hefur vísað ráðuneytisstjóramálinu til umboðsmanns Alþingis Lilja segist ekki hafa talið vert að víkja frá niðurstöðu hæfisnefndarinnar. 4. júní 2020 14:42 Telur brot Lilju gagnvart Hafdísi marka tímamót Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur telur að ráðning Lilju á Páli Magnússyni hljóti að hafa afleiðingar. 3. júní 2020 12:21 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, ritar harðorðan pistil á Facebooksíðu sína en tilefnið er ráðuneytisstjóramálið sem verið hefur í deiglunni undanfarna daga. „Ætlar forsætisráðherra og formaður VG sem hefur viljað kenna sig við jafnrétti og femenimsma, að láta það líðast að Menntamálaráðherra í ríkisstjórn hennar brjóti jafnréttislög?“ spyr Inga. Stæk sérhagsmunapólitík Á dögunum kvað úrskurðarnefnd jafnréttismála uppúr með það að Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, hafi brotið jafnréttislög þegar hún réði Pál Magnússon í stöðu ráðuneytisstjóra í ráðuneyti sínu. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið. En kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að Hafdís Helga Ólafsdóttir, skrifstofustjóri hjá forsætisráðuneytinu, hafi verið vanmetin í samanburði við Pál í ráðningarferlinu. Hafdís var af hæfnisnefndinni ekki talin ein af þeim þremur fjórum sem af nefndinni þóttu hæfust. Hafdís hefur vísað málinu áfram til umboðsmanns Alþingis. Inga spyr og svarar sér sjálf: „Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík? Svarið er einfalt: ALDREI! Framsóknarmaður ráðinn ráðuneytisstjóri af Framsóknarráðherranum sem talin er hafa brotið jafnréttislög með ráðningunni.“ Inga bendir á að Sigríður Á Andersen hafi verið látin taka poka sinn úr dómsmálaráðuneyti vegna Landsréttarmálsins og Hanna Birna Kristjánsdóttir einnig en þá vegna Lekamálsins. „Er einhver sýnilegur eðlismunur á þessu máli um viðurkennt brot ráðherra á jafnréttislöggjöfinni, sem gæti mögulega slegið skjaldborg um Menntamálaráðherrann?“ spyr Inga og svarið liggur í loftinu. Framsóknarfrændhyglin blómstrar Þá bendir Inga jafnframt á að Lilja haldi því fram að hæfasta fólkið hafi verið ráðið í öllum þeim málum hvar hún hefur komið að málum. Inga Sæland gefur minna en ekkert fyrir þau orð. Reyndar telur hún slíkar staðhæfingar fráleitar. „Nei,“ segir Inga. „Framsóknarmenn eru ráðnir af Framsóknarráðherranum, það er ekki flóknara en það. Sama gamla spillingarkerfið blómstrar hér sem aldrei fyrr. Framsóknarmaður ráðinn sem formaður fjölmiðlanefndar þrátt fyrir að hæfari einstaklingur hafi sótt um starfið. Sami formaður fjölmiðlanefndar hefur skreytt stjórnarformennsku 8 nefnda í boði Framsóknarflokksins.“
Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Alþingi Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Tengdar fréttir Skipaði Einar í stað Halldóru þvert á tillögu sérfræðinga Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra fór á svig við tillögu sérfræðinga í menntamálaráðuneytinu þegar hún skipaði Einar Huga Bjarnason formann fjölmiðlanefndar í nóvember. 4. júní 2020 21:28 Hafdís hefur vísað ráðuneytisstjóramálinu til umboðsmanns Alþingis Lilja segist ekki hafa talið vert að víkja frá niðurstöðu hæfisnefndarinnar. 4. júní 2020 14:42 Telur brot Lilju gagnvart Hafdísi marka tímamót Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur telur að ráðning Lilju á Páli Magnússyni hljóti að hafa afleiðingar. 3. júní 2020 12:21 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Skipaði Einar í stað Halldóru þvert á tillögu sérfræðinga Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra fór á svig við tillögu sérfræðinga í menntamálaráðuneytinu þegar hún skipaði Einar Huga Bjarnason formann fjölmiðlanefndar í nóvember. 4. júní 2020 21:28
Hafdís hefur vísað ráðuneytisstjóramálinu til umboðsmanns Alþingis Lilja segist ekki hafa talið vert að víkja frá niðurstöðu hæfisnefndarinnar. 4. júní 2020 14:42
Telur brot Lilju gagnvart Hafdísi marka tímamót Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur telur að ráðning Lilju á Páli Magnússyni hljóti að hafa afleiðingar. 3. júní 2020 12:21