Umfjöllun: Álftanes - Fram 0-4 | Vandræðalaust hjá Fram á Bessastaðavelli Anton Ingi Leifsson skrifar 6. júní 2020 19:14 Lengjudeildarlið Fram lenti ekki í miklum vandræðum á Álftanesi í dag. vísir/haraldur Álftanes tók á móti Fram í 1. umferð Mjólkurbikars karla í dag. Það voru gestirnir úr Grafarholtinu sem höfðu betur og unnu sannfærandi 4-0 sigur. Framarar stjórnuðu leiknum frá fyrstu mínútu en Álftnesingar fengu tvö hættuleg færi eftir skyndisókn þegar staðan var enn markalaus. Það var síðan á 19. mínútu sem fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós. Alexander Már Þorláksson skoraði þá fyrir Framara eftir mikinn darraðadans í teignum eftir hornspyrnu. Þegar Framarar höfðu brotið ísinn bættu þeir enn frekar í. Frederico Saraiva skoraði annað og þriðja mark Framara á 28. og 39. mínútu. Tvö lagleg mörk. Alexander Már bætti svo við öðru marki sínu og fjórða marki Fram á 42. mínútu með glæsilegu skallamarki. Staðan í hálfleik 0-4 fyrir gestunum. Það dró til tíðinda í upphafi seinni hálfleiks þegar Haraldur Einar Ásgrímsson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 52. mínútu. Framarar spiluðu því manni færri það sem eftir lifði leiks. Heimamenn í Álftanesi náðu ekki að nýta sér liðsmuninn og Framarar voru líklegri til að bæta við heldur en Álftnesingar að minnka muninn. Lokatölur voru 4-0 sigur Framara og munu þeir mæta Haukum í 2. umferð Mjólkurbikarsins. Álftanes stóð í Fram, í síðari hálfleik.vísir/haraldur Jón Sveinsson: Höfum séð öskubuskusögur í þessari keppni ,,Ég er mjög sáttur bara. Við vissum að við værum að fara í erfiðan leik, aðallega kannski hugarfarslega. Það er oft erfitt að mæta liðum úr neðri deildum á þessum tímapunkti og við höfum séð marga öskubuskusöguna gerast í þessari keppni, þannig ég er mjög ánægður með solid frammistöðu og sigur,‘‘ sagði Jón Sveinsson þjálfari Fram við Vísi eftir leik. ,,Við byrjuðum aðeins erfiðlega, ég veit að það er erfitt að spila hérna, rok og völlurinn þurr og erfitt að rekja boltann og svoleiðis þannig við töluðum um að spila honum hraðar í færri snertingum. Þegar við náðum því upp í fyrri hálfleik gekk vel og svo misstum við mann útaf í seinni og þá var þetta bara solid eftir það, engin vandræði en ekki mikið um færi heldur.‘‘ Aðspurður um markmið liðsins fyrir Lengjudeildina í sumar segir Nonni að liðið stefni á að vera í toppbaráttunni: ,,Við ætlum að berjast í efri kantinum og vonandi eiga möguleika á að fara upp þegar kemur að seinni hluta mótsins.‘‘ Úr leiknum í dag.vísir/haraldur Arnar Már: Getum verið stoltir af spilamennskunni Arnar Már Björgvinsson þjálfari Álftaness var nokkuð sáttur með spilamennsku sinna manna þrátt fyrir slæm úrslit. ,,Við getum verið nokkuð stoltir af spilamennskunni. Við mættum þeim og vorum óhræddir við að halda boltanum. Það vantaði kannski smá upp á gæðin á síðasta þriðjungnum sem þeir höfðu fram yfir okkur. Við ræddum það aðeins í hálfleik að manni fannst axlirnar síga aðeins eftir að þeir skoruðu en mér fannst við samt tækla þetta bara ágætlega.‘‘ ,,Fyrir neðrideildarliðin er þetta bara spurning hversu langt ævintýrið hérna endist en við reynum að finna einhvern sniðugan leik til að ná endurheimt næstu helgi og svo er mót að byrja eftir tvær vikur og við ætlum að vera klárir þegar það byrjar,‘‘ sagði Arnar að lokum. Mjólkurbikarinn Íslenski boltinn Fram Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Sjá meira
Álftanes tók á móti Fram í 1. umferð Mjólkurbikars karla í dag. Það voru gestirnir úr Grafarholtinu sem höfðu betur og unnu sannfærandi 4-0 sigur. Framarar stjórnuðu leiknum frá fyrstu mínútu en Álftnesingar fengu tvö hættuleg færi eftir skyndisókn þegar staðan var enn markalaus. Það var síðan á 19. mínútu sem fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós. Alexander Már Þorláksson skoraði þá fyrir Framara eftir mikinn darraðadans í teignum eftir hornspyrnu. Þegar Framarar höfðu brotið ísinn bættu þeir enn frekar í. Frederico Saraiva skoraði annað og þriðja mark Framara á 28. og 39. mínútu. Tvö lagleg mörk. Alexander Már bætti svo við öðru marki sínu og fjórða marki Fram á 42. mínútu með glæsilegu skallamarki. Staðan í hálfleik 0-4 fyrir gestunum. Það dró til tíðinda í upphafi seinni hálfleiks þegar Haraldur Einar Ásgrímsson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 52. mínútu. Framarar spiluðu því manni færri það sem eftir lifði leiks. Heimamenn í Álftanesi náðu ekki að nýta sér liðsmuninn og Framarar voru líklegri til að bæta við heldur en Álftnesingar að minnka muninn. Lokatölur voru 4-0 sigur Framara og munu þeir mæta Haukum í 2. umferð Mjólkurbikarsins. Álftanes stóð í Fram, í síðari hálfleik.vísir/haraldur Jón Sveinsson: Höfum séð öskubuskusögur í þessari keppni ,,Ég er mjög sáttur bara. Við vissum að við værum að fara í erfiðan leik, aðallega kannski hugarfarslega. Það er oft erfitt að mæta liðum úr neðri deildum á þessum tímapunkti og við höfum séð marga öskubuskusöguna gerast í þessari keppni, þannig ég er mjög ánægður með solid frammistöðu og sigur,‘‘ sagði Jón Sveinsson þjálfari Fram við Vísi eftir leik. ,,Við byrjuðum aðeins erfiðlega, ég veit að það er erfitt að spila hérna, rok og völlurinn þurr og erfitt að rekja boltann og svoleiðis þannig við töluðum um að spila honum hraðar í færri snertingum. Þegar við náðum því upp í fyrri hálfleik gekk vel og svo misstum við mann útaf í seinni og þá var þetta bara solid eftir það, engin vandræði en ekki mikið um færi heldur.‘‘ Aðspurður um markmið liðsins fyrir Lengjudeildina í sumar segir Nonni að liðið stefni á að vera í toppbaráttunni: ,,Við ætlum að berjast í efri kantinum og vonandi eiga möguleika á að fara upp þegar kemur að seinni hluta mótsins.‘‘ Úr leiknum í dag.vísir/haraldur Arnar Már: Getum verið stoltir af spilamennskunni Arnar Már Björgvinsson þjálfari Álftaness var nokkuð sáttur með spilamennsku sinna manna þrátt fyrir slæm úrslit. ,,Við getum verið nokkuð stoltir af spilamennskunni. Við mættum þeim og vorum óhræddir við að halda boltanum. Það vantaði kannski smá upp á gæðin á síðasta þriðjungnum sem þeir höfðu fram yfir okkur. Við ræddum það aðeins í hálfleik að manni fannst axlirnar síga aðeins eftir að þeir skoruðu en mér fannst við samt tækla þetta bara ágætlega.‘‘ ,,Fyrir neðrideildarliðin er þetta bara spurning hversu langt ævintýrið hérna endist en við reynum að finna einhvern sniðugan leik til að ná endurheimt næstu helgi og svo er mót að byrja eftir tvær vikur og við ætlum að vera klárir þegar það byrjar,‘‘ sagði Arnar að lokum.
Mjólkurbikarinn Íslenski boltinn Fram Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Sjá meira