Einkaþota sækir dýrmæt blóðkorn úr Íslendingum Kristján Már Unnarsson skrifar 6. júní 2020 22:16 Þotan lendir á Reykjavíkurflugvelli í kvöld. Hún er af gerðinni Grumman Gulfstream, sem er ein dýrasta gerðin af einkaþotum. Vísir/KMU. Einkaþota af gerðinni Grumman Gulfstream, sem komin var alla leið frá vesturströnd Bandaríkjanna, lenti á Reykjavíkurflugvelli laust fyrir klukkan átta í kvöld í þeim eina tilgangi að sækja einn pappakassa. Innihald kassans, hvít blóðkorn úr þremur Íslendingum, gæti hins vegar reynst einhver dýrmætasta fraktsending sögunnar frá Íslandi því henni er ætlað að vera vopn til að sigrast á kórónufaraldrinum, sem þjakað hefur heimsbyggðina undanfarna mánuði. Fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins í kvöld, þar sem rætt var við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, að blóðkornin verði notuð til að búa til mótefni gegn kórónuveirunni. Þotan er á vegum móðurfyrirtækis DeCode, lyfjafyrirtækisins Amgen. Sagði RÚV að þotan myndi fljúga með sýnin til Bresku Kólumbíu í Kanada á rannsóknarstofu fyrirtækisins. Frosti Jónsson frá Íslenskri erfðagreiningu og Halldóra Vífilsdóttir, einn blóðgjafanna, koma með blóðkornin dýrmætu niður á Reykjavíkurflugvöll í kvöld.Vísir/KMU. Þotan lenti laust fyrir klukkan átta í kvöld og skömmu síðar komu Frosti Jónsson, efnaverkfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu, og Halldóra Vífilsdóttir, einn Íslendinganna þriggja sem gáfu blóðsýnin, með kassann í flugafgreiðslu Ace FBO fyrir aftan Loftleiðahótelið. Halldóra kvaðst í samtali við Vísi hafa viljað fylgja þessum hluta af sjálfri sér alla leið niður á flugvöll. Eins hafi hún verið forvitin um hvernig svona flutningur færi fram. Í frétt RÚV sagði að Íslendingarnir þrír hafi verið í Blóðbankanum fyrr í dag í tvo klukkutíma hver að láta taka úr sér blóð. Hvítu blóðkornin hafi svo verið einangruð úr blóðinu. Áður hafi hvít blóðkorn úr þremur öðrum Íslendingum verið flutt til Kanada sömu leið. Þeir sex eigi það sameiginlegt að hafa verið með mikið af mótefni í blóðinu en einnig það að hafa ekki orðið mikið veikir af veirunni. Flugmennirnir bera farminn út í flugvélina í kvöld. Áfangastaðurinn er Vancouver í Kanada.Vísir/KMU. Haft var eftir Kára Stefánssyni að búið væri að velja úr hvítu blóðkornum þessara einstaklinga þau blóðkorn sem búa til mótefni gegn þeim hluta veirunnar sem mönnum þætti mikilvægast að hafa mótefni gegn. Flugmenn þotunnar, sem fréttmaður Stöðvar 2 ræddi við eftir lendingu, sögðust hafa flogið beint frá Kaliforníu án millilendingar til Íslands. Frá Reykjavík yrði síðan flogið til Vancouver í Kanada. Fjögurra manna áhöfn var um borð í þotunni, sem hafði aðeins um 45 mínútna viðdvöl áður en haldið var í loftið á ný vestur um haf. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Heilbrigðismál Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Einkaþota af gerðinni Grumman Gulfstream, sem komin var alla leið frá vesturströnd Bandaríkjanna, lenti á Reykjavíkurflugvelli laust fyrir klukkan átta í kvöld í þeim eina tilgangi að sækja einn pappakassa. Innihald kassans, hvít blóðkorn úr þremur Íslendingum, gæti hins vegar reynst einhver dýrmætasta fraktsending sögunnar frá Íslandi því henni er ætlað að vera vopn til að sigrast á kórónufaraldrinum, sem þjakað hefur heimsbyggðina undanfarna mánuði. Fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins í kvöld, þar sem rætt var við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, að blóðkornin verði notuð til að búa til mótefni gegn kórónuveirunni. Þotan er á vegum móðurfyrirtækis DeCode, lyfjafyrirtækisins Amgen. Sagði RÚV að þotan myndi fljúga með sýnin til Bresku Kólumbíu í Kanada á rannsóknarstofu fyrirtækisins. Frosti Jónsson frá Íslenskri erfðagreiningu og Halldóra Vífilsdóttir, einn blóðgjafanna, koma með blóðkornin dýrmætu niður á Reykjavíkurflugvöll í kvöld.Vísir/KMU. Þotan lenti laust fyrir klukkan átta í kvöld og skömmu síðar komu Frosti Jónsson, efnaverkfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu, og Halldóra Vífilsdóttir, einn Íslendinganna þriggja sem gáfu blóðsýnin, með kassann í flugafgreiðslu Ace FBO fyrir aftan Loftleiðahótelið. Halldóra kvaðst í samtali við Vísi hafa viljað fylgja þessum hluta af sjálfri sér alla leið niður á flugvöll. Eins hafi hún verið forvitin um hvernig svona flutningur færi fram. Í frétt RÚV sagði að Íslendingarnir þrír hafi verið í Blóðbankanum fyrr í dag í tvo klukkutíma hver að láta taka úr sér blóð. Hvítu blóðkornin hafi svo verið einangruð úr blóðinu. Áður hafi hvít blóðkorn úr þremur öðrum Íslendingum verið flutt til Kanada sömu leið. Þeir sex eigi það sameiginlegt að hafa verið með mikið af mótefni í blóðinu en einnig það að hafa ekki orðið mikið veikir af veirunni. Flugmennirnir bera farminn út í flugvélina í kvöld. Áfangastaðurinn er Vancouver í Kanada.Vísir/KMU. Haft var eftir Kára Stefánssyni að búið væri að velja úr hvítu blóðkornum þessara einstaklinga þau blóðkorn sem búa til mótefni gegn þeim hluta veirunnar sem mönnum þætti mikilvægast að hafa mótefni gegn. Flugmenn þotunnar, sem fréttmaður Stöðvar 2 ræddi við eftir lendingu, sögðust hafa flogið beint frá Kaliforníu án millilendingar til Íslands. Frá Reykjavík yrði síðan flogið til Vancouver í Kanada. Fjögurra manna áhöfn var um borð í þotunni, sem hafði aðeins um 45 mínútna viðdvöl áður en haldið var í loftið á ný vestur um haf.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Heilbrigðismál Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira