Conor segist hættur í enn eitt skiptið Anton Ingi Leifsson skrifar 7. júní 2020 10:45 Conor McGregor er hættur að berjast, ef marka má hans orð. vísir/getty UFC-bardagakappinn skrautlegi og Íslandsvinurinn, Conor McGregor, tilkynnti á Twitter-síðu sinni í morgun að hann væri hættur að berjast. Hann þakkaði fyrir sig og sagðist hættur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Conor, sem er 31 árs, segist vera hættur en hann sagðist einnig hættur árin 2016 og 2019 en endaði á því að snúa aftur í hringinn og berjast á nýjan leik. Hey guys I ve decided to retire from fighting.Thank you all for the amazing memories! What a ride it s been!Here is a picture of myself and my mother in Las Vegas post one of my World title wins!Pick the home of your dreams Mags I love you!Whatever you desire it s yours pic.twitter.com/Dh4ijsZacZ— Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) June 7, 2020 Kjaftfori Írinn barðist síðar í janúar á þessu ári er hann hafði betur gegn Donald 'Cowboy' Cerrone á aðeins 40 sekúndum. Hann hefur unnið 22 af sínum bardögum og einungis tapað fjórum. Það er ekki bara í UFC sem Conor hefur barist en hann ákvað einnig að boxa gegn fimmföldum heimsmeistara, Floyd Mayweather, í ágúst 2017 en hann tapaði þeim bardaga. Veskið hans óx þó við þann bardaga svo um munaði. Conor McGregor has announced his retirement from fighting - for the third time in four years.Full story: https://t.co/tFj69mMA4E pic.twitter.com/kUtobKvLH5— BBC Sport (@BBCSport) June 7, 2020 Það hefur mikið gustað í kringum Conor og bardagi hans gegn Khabib Nurmagodemov í október árið 2018 verður lengi í minnum hafðum fyrir allt annað en fagurleika en þeir eru engir perluvinir, Khabib og Conor. McGregor hefur komið upp í gegnum starf UFC og varð fyrsti maðurinn innan greinarinnar sem var heimsmeistari í tveimur þyngdarflokkum. Sigur hans gegn Cerrone á þessu ári var fyrsti sigur hans í hringnum síðan 2016. Það verður því fróðlegt að sjá hvort Írinn standi við stóru orðin og sé nú hættur fyrir fullt og allt. @TheNotoriousMMA has announced his retirement from fighting. 26 Fights 22 Wins 4 Defeats FIRST @UFC fighter in history to get a knockout in three weight divisions. FIRST @UFC fighter to hold two belts in different divisions. A true entertainer. pic.twitter.com/rrNg1DRv8p— S P O R F (At ) (@Sporf) June 7, 2020 MMA Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 „Engin draumastaða“ Handbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Fleiri fréttir Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum Sjá meira
UFC-bardagakappinn skrautlegi og Íslandsvinurinn, Conor McGregor, tilkynnti á Twitter-síðu sinni í morgun að hann væri hættur að berjast. Hann þakkaði fyrir sig og sagðist hættur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Conor, sem er 31 árs, segist vera hættur en hann sagðist einnig hættur árin 2016 og 2019 en endaði á því að snúa aftur í hringinn og berjast á nýjan leik. Hey guys I ve decided to retire from fighting.Thank you all for the amazing memories! What a ride it s been!Here is a picture of myself and my mother in Las Vegas post one of my World title wins!Pick the home of your dreams Mags I love you!Whatever you desire it s yours pic.twitter.com/Dh4ijsZacZ— Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) June 7, 2020 Kjaftfori Írinn barðist síðar í janúar á þessu ári er hann hafði betur gegn Donald 'Cowboy' Cerrone á aðeins 40 sekúndum. Hann hefur unnið 22 af sínum bardögum og einungis tapað fjórum. Það er ekki bara í UFC sem Conor hefur barist en hann ákvað einnig að boxa gegn fimmföldum heimsmeistara, Floyd Mayweather, í ágúst 2017 en hann tapaði þeim bardaga. Veskið hans óx þó við þann bardaga svo um munaði. Conor McGregor has announced his retirement from fighting - for the third time in four years.Full story: https://t.co/tFj69mMA4E pic.twitter.com/kUtobKvLH5— BBC Sport (@BBCSport) June 7, 2020 Það hefur mikið gustað í kringum Conor og bardagi hans gegn Khabib Nurmagodemov í október árið 2018 verður lengi í minnum hafðum fyrir allt annað en fagurleika en þeir eru engir perluvinir, Khabib og Conor. McGregor hefur komið upp í gegnum starf UFC og varð fyrsti maðurinn innan greinarinnar sem var heimsmeistari í tveimur þyngdarflokkum. Sigur hans gegn Cerrone á þessu ári var fyrsti sigur hans í hringnum síðan 2016. Það verður því fróðlegt að sjá hvort Írinn standi við stóru orðin og sé nú hættur fyrir fullt og allt. @TheNotoriousMMA has announced his retirement from fighting. 26 Fights 22 Wins 4 Defeats FIRST @UFC fighter in history to get a knockout in three weight divisions. FIRST @UFC fighter to hold two belts in different divisions. A true entertainer. pic.twitter.com/rrNg1DRv8p— S P O R F (At ) (@Sporf) June 7, 2020
MMA Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 „Engin draumastaða“ Handbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Fleiri fréttir Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga