Rúnar: Fengum bikar, héldum hreinu og hlupum meira en í síðustu tveimur leikjum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. júní 2020 22:00 Rúnar var sáttur með spilamennsku sinna manna í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Kristinsdóttir Rúnar var mjög sáttur með leik kvöldsins en KR sýndi svo sannarlega að þeir eru til alls líklegir í Pepsi Max deildinni í sumar með flottum 1-0 sigri á spræku liði Víkinga í uppgjöri Íslands- og bikarmeistaranna frá síðustu leiktíð. „Mér líður vel, við fengum bikar, unnum leikinn, héldum hreinu og hlupum meira en við vorum búnir að hlaupa í hinum leikjunum tveimur. Það var léttara yfir okkur, léttara yfir okkar leik og það er svona margt jákvætt í þessu,“ sagði Rúnar sigurreifur að leiks lokum. „Það er stígandi í liðinu síðan við gátum byrjað að æfa allir saman, þetta er búið að vera þungt. Eins og ég hef sagt áður erum við með eldra lið og við yngdum aðeins liðið núna, settum léttari fætur inn á og menn hlupu mikið og þeir sem eru eldri og hafa verið hægir í síðustu leikjum voru mun hraðari í dag og reikna með að þeir verði enn hraðari á laugardaginn næsta þegar Pepsi Max deildin fer af stað. Það er góður stígandi í þessu og þetta var jákvætt, gefur okkur sjálfstraust og trú. Við skorum eitt mark sem dugar okkur oft til að vinna leiki,“ sagði Rúnar um þá umræðu að KR-liðið væri að ströggla eftir tvo slaka æfingaleiki að undanförnu. „Við viljum skora fleiri mörk og vera með öruggari sigur en Víkingar áttu ekki mörg færi í þessum leik, þeir voru betri en við í síðari hálfleik og héldu boltanum mun meira en mér fannst við miklu betri fyrstu 30-35 mínúturnar þangað til við skorum 1-0. Síðan gáfum við aðeins eftir og þeir tóku sénsa í síðari hálfleik,“ sagði Rúnar um sigurinn en þetta er þriðji leikurinn í röð sem KR vinnur Víking 1-0. „Þetta er gott lið, þeir spila góðan fótbolta og þetta eru ungir og ferskir strákar með góða boltameðferð, mikinn hraða og þú verður að virða það og ef við getum ekki farið hátt upp og pressað þá allan leikinn þá þurfum við að falla niður og verja það sem við höfum. Við þurfum kannski bara að bæta skyndisóknirnar því það var fullt af möguleikum að sækja hratt á þá þegar við unnum boltann í síðari hálfleik,“ sagði Rúnar að lokum. KR-ingar fagna að leik loknum.Vísir/Haraldur Guðjónsson Fótbolti KR Íslenski boltinn Tengdar fréttir Arnar Gunnlaugs: Þeir kunna þetta og við þurfum að gjöra svo vel að læra það Arnar Gunnlaugsson var sáttur með frammistöðu Víkinga þrátt fyrir 1-0 tap gegn KR í Meistarakeppni KSÍ. 7. júní 2020 21:30 Kristján Flóki enn frá en Óskar Örn og Sölvi Geir einfaldlega gamlir KR mætir Víkingum í Meistarakeppni KSÍ í kvöld en nokkrar af stærstu stjörnum liðanna eru fjarverandi. 7. júní 2020 19:12 Leik lokið: KR - Víkingur 1-0 | KR meistarar meistaranna Íslandsmeistarar KR eru Meistarar Meistaranna eftir 1-0 sigur á Víkingum í kvöld. 7. júní 2020 21:45 Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Fleiri fréttir Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Sjá meira
Rúnar var mjög sáttur með leik kvöldsins en KR sýndi svo sannarlega að þeir eru til alls líklegir í Pepsi Max deildinni í sumar með flottum 1-0 sigri á spræku liði Víkinga í uppgjöri Íslands- og bikarmeistaranna frá síðustu leiktíð. „Mér líður vel, við fengum bikar, unnum leikinn, héldum hreinu og hlupum meira en við vorum búnir að hlaupa í hinum leikjunum tveimur. Það var léttara yfir okkur, léttara yfir okkar leik og það er svona margt jákvætt í þessu,“ sagði Rúnar sigurreifur að leiks lokum. „Það er stígandi í liðinu síðan við gátum byrjað að æfa allir saman, þetta er búið að vera þungt. Eins og ég hef sagt áður erum við með eldra lið og við yngdum aðeins liðið núna, settum léttari fætur inn á og menn hlupu mikið og þeir sem eru eldri og hafa verið hægir í síðustu leikjum voru mun hraðari í dag og reikna með að þeir verði enn hraðari á laugardaginn næsta þegar Pepsi Max deildin fer af stað. Það er góður stígandi í þessu og þetta var jákvætt, gefur okkur sjálfstraust og trú. Við skorum eitt mark sem dugar okkur oft til að vinna leiki,“ sagði Rúnar um þá umræðu að KR-liðið væri að ströggla eftir tvo slaka æfingaleiki að undanförnu. „Við viljum skora fleiri mörk og vera með öruggari sigur en Víkingar áttu ekki mörg færi í þessum leik, þeir voru betri en við í síðari hálfleik og héldu boltanum mun meira en mér fannst við miklu betri fyrstu 30-35 mínúturnar þangað til við skorum 1-0. Síðan gáfum við aðeins eftir og þeir tóku sénsa í síðari hálfleik,“ sagði Rúnar um sigurinn en þetta er þriðji leikurinn í röð sem KR vinnur Víking 1-0. „Þetta er gott lið, þeir spila góðan fótbolta og þetta eru ungir og ferskir strákar með góða boltameðferð, mikinn hraða og þú verður að virða það og ef við getum ekki farið hátt upp og pressað þá allan leikinn þá þurfum við að falla niður og verja það sem við höfum. Við þurfum kannski bara að bæta skyndisóknirnar því það var fullt af möguleikum að sækja hratt á þá þegar við unnum boltann í síðari hálfleik,“ sagði Rúnar að lokum. KR-ingar fagna að leik loknum.Vísir/Haraldur Guðjónsson
Fótbolti KR Íslenski boltinn Tengdar fréttir Arnar Gunnlaugs: Þeir kunna þetta og við þurfum að gjöra svo vel að læra það Arnar Gunnlaugsson var sáttur með frammistöðu Víkinga þrátt fyrir 1-0 tap gegn KR í Meistarakeppni KSÍ. 7. júní 2020 21:30 Kristján Flóki enn frá en Óskar Örn og Sölvi Geir einfaldlega gamlir KR mætir Víkingum í Meistarakeppni KSÍ í kvöld en nokkrar af stærstu stjörnum liðanna eru fjarverandi. 7. júní 2020 19:12 Leik lokið: KR - Víkingur 1-0 | KR meistarar meistaranna Íslandsmeistarar KR eru Meistarar Meistaranna eftir 1-0 sigur á Víkingum í kvöld. 7. júní 2020 21:45 Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Fleiri fréttir Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Sjá meira
Arnar Gunnlaugs: Þeir kunna þetta og við þurfum að gjöra svo vel að læra það Arnar Gunnlaugsson var sáttur með frammistöðu Víkinga þrátt fyrir 1-0 tap gegn KR í Meistarakeppni KSÍ. 7. júní 2020 21:30
Kristján Flóki enn frá en Óskar Örn og Sölvi Geir einfaldlega gamlir KR mætir Víkingum í Meistarakeppni KSÍ í kvöld en nokkrar af stærstu stjörnum liðanna eru fjarverandi. 7. júní 2020 19:12
Leik lokið: KR - Víkingur 1-0 | KR meistarar meistaranna Íslandsmeistarar KR eru Meistarar Meistaranna eftir 1-0 sigur á Víkingum í kvöld. 7. júní 2020 21:45
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti