Roberta Battaglia er aðeins tíu ára söngkona sem gjörsamlega sló í gegn í skemmtiþáttunum America's Got á dögunum.
Hún byrjaði að syngja aðeins þriggja ára gömul en í prufunni tók hún lagið Shallow sem Lady Gaga og Bradlay Cooper gerðu vinsælt árið 2018.
Flutningurinn var það góður að leikkonan Sofia Vergara ýtti á gullhnappinn fræga sem skilar henni beint í undanúrslitin.
Hér að neðan má sjá þennan lygilega flutning sem milljónir hafa horft á þegar þessi grein er skrifuð.