Vonast til að klára frumvarp um ferðagjöf í vikunni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. júní 2020 13:37 Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er framsögumaður málsins í atvinnuveganefnd. Vísir/Vilhelm Vonast er til þess að það takist að ljúka afgreiðslu frumvarps um ferðagjöf til landsmanna í þessari viku. Fulltrúar stjórnarandstöðu í atvinnuveganefnd segja málið af hinu góða en hefðu viljað sjá ýmislegt betur gert. Búið er að gera ráð fyrir einum og hálfum milljarði í hina svokölluðu ferðagjöf til landsmanna sem ætlað er að örva innlenda eftirspurn eftir ferðaþjónustu. Ferðagjöfin er í formi fimm þúsund króna stafrænnar inneignar til einstaklinga sem fæddir eru árið 2002 eða fyrr og eru með íslenska kennitölu. Þróað hefur verið smáforrit sem fólk þarf að sækja til að ráðstafa inneigninni. Þess var vænst að ferðagjöfin yrði virkjuð snemma í júní. Nú eru tvær vikur síðan mælt var fyrir frumvarpinu á Alþingi og síðan þá hefur málið verið til umfjöllunar í atvinnuveganefnd. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins er framsögumaður málsins í nefndinni. Hann segir að verið sé að ganga frá nefndaráliti. „Við tökum umræðuna væntanlega á morgun í þingsal um ferðagjöfina, aðra umræðu, þar sem verður farið í gegnum meirihlutaálitið og tekin umræða,“ segir Njáll Trausti. „Tæknilega lausnin á þannig lagað að vera tilbúin þannig að þetta á að geta gengið hratt fyrir sig núna þegar þetta er komið í gegnum þingið og ég vonast til jafnvel að við förum þá langt með að bara klára þetta í þessari viku úr þinginu,“ segir Njáll Trausti. Þingfundir eru boðaðir í dag og á morgun en miðvikudag, fimmtudag og föstudag verða að óbreyttu engir þingfundir heldur nefndadagar á Alþingi. Fulltrúar minnihlutans í atvinnuveganefnd sem fréttastofa hefur rætt við segja málið vera af hinu góða. Píratar, Samfylkingin og Miðflokkurinn hefðu viljað sjá að hugað væri betur að barnafjölskyldum og að miðað yrði við lægri aldur en 18 ára. Þá leggja Píratar áherslu á að gætt verði sérstaklega að persónuverndarsjónarmiðum og hafa sett spurningamerki við það hvort umsjón og hönnun á appinu hefði þurft að fara í útboð en forritið hefur verið þróað í samstarfi við frumkvöðlafyrirtækið Yay. Miðflokkurinn hefði viljað sjá hærri upphæð og gerir einnig athugasemd við orðalagið sem stjórnvöld vilji nota með því að kalla þetta ferðagjöf svo fátt eitt sé nefnt. Njáll Trausti kveðst ekki eiga von á að frumvarpið taki miklum breytingum milli umræðna. „Þetta er einfalt mál þannig lagað en það voru margir þræðir í því sem þurfti að rekja aðeins,“ segir Njáll Trausti og nefnir persónuverndarsjónarmið sem dæmi. „En það tekur efnislega þannig lagað ekki miklum breytingum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira
Vonast er til þess að það takist að ljúka afgreiðslu frumvarps um ferðagjöf til landsmanna í þessari viku. Fulltrúar stjórnarandstöðu í atvinnuveganefnd segja málið af hinu góða en hefðu viljað sjá ýmislegt betur gert. Búið er að gera ráð fyrir einum og hálfum milljarði í hina svokölluðu ferðagjöf til landsmanna sem ætlað er að örva innlenda eftirspurn eftir ferðaþjónustu. Ferðagjöfin er í formi fimm þúsund króna stafrænnar inneignar til einstaklinga sem fæddir eru árið 2002 eða fyrr og eru með íslenska kennitölu. Þróað hefur verið smáforrit sem fólk þarf að sækja til að ráðstafa inneigninni. Þess var vænst að ferðagjöfin yrði virkjuð snemma í júní. Nú eru tvær vikur síðan mælt var fyrir frumvarpinu á Alþingi og síðan þá hefur málið verið til umfjöllunar í atvinnuveganefnd. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins er framsögumaður málsins í nefndinni. Hann segir að verið sé að ganga frá nefndaráliti. „Við tökum umræðuna væntanlega á morgun í þingsal um ferðagjöfina, aðra umræðu, þar sem verður farið í gegnum meirihlutaálitið og tekin umræða,“ segir Njáll Trausti. „Tæknilega lausnin á þannig lagað að vera tilbúin þannig að þetta á að geta gengið hratt fyrir sig núna þegar þetta er komið í gegnum þingið og ég vonast til jafnvel að við förum þá langt með að bara klára þetta í þessari viku úr þinginu,“ segir Njáll Trausti. Þingfundir eru boðaðir í dag og á morgun en miðvikudag, fimmtudag og föstudag verða að óbreyttu engir þingfundir heldur nefndadagar á Alþingi. Fulltrúar minnihlutans í atvinnuveganefnd sem fréttastofa hefur rætt við segja málið vera af hinu góða. Píratar, Samfylkingin og Miðflokkurinn hefðu viljað sjá að hugað væri betur að barnafjölskyldum og að miðað yrði við lægri aldur en 18 ára. Þá leggja Píratar áherslu á að gætt verði sérstaklega að persónuverndarsjónarmiðum og hafa sett spurningamerki við það hvort umsjón og hönnun á appinu hefði þurft að fara í útboð en forritið hefur verið þróað í samstarfi við frumkvöðlafyrirtækið Yay. Miðflokkurinn hefði viljað sjá hærri upphæð og gerir einnig athugasemd við orðalagið sem stjórnvöld vilji nota með því að kalla þetta ferðagjöf svo fátt eitt sé nefnt. Njáll Trausti kveðst ekki eiga von á að frumvarpið taki miklum breytingum milli umræðna. „Þetta er einfalt mál þannig lagað en það voru margir þræðir í því sem þurfti að rekja aðeins,“ segir Njáll Trausti og nefnir persónuverndarsjónarmið sem dæmi. „En það tekur efnislega þannig lagað ekki miklum breytingum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira