Svæfingalæknir hefur ítrekað íhugað uppsögn á Landspítala vegna álags Sylvía Hall skrifar 9. júní 2020 18:42 Theodór Skúli hefur starfað sem svæfingalæknir á Landspítala síðustu þrjú ár. Vísir/Vilhelm Theodór Skúli Sigurðsson, svæfingalæknir á Landspítalanum, segir álagið á svæfingalækna spítalans gríðarlegt og þeir séu oft að gefa tíma sinn. Hann hafi unnið í tíu ár í Svíþjóð án þess að íhuga uppsögn en það hafi ítrekað gerst þau þrjú ár sem hann hefur starfað á Landspítalanum. Hann hafi meira að segja skrifað uppsagnarbréf tvisvar. Þetta kemur fram í frétt á vef Læknafélags Íslands þar sem fjallað er um vinnuálag svæfingalækna. Þar er einnig rætt við Svein Geir Einarsson yfirlækni sem segir það vinnutímana nánast óboðlega. Þegar unnið sé á skurðstofum er áhyggjuefni þegar læknar þurfa að vinna fulla dagvinnu og taka svo við bakvakt til næsta morguns. „Á Landspítalanum er veikasta fólk landsins til meðferðar, ýmist fjölveikt og langveikt eða akút veikt með lífshótandi uppákomur. Við erum líka með fæðingardeildina á Hringbraut þar sem hlutirnir geta snúist mjög hratt og hver mínúta getur skipt sköpum bæði fyrir móður og barn. Þegar álag er orðið svona mikið, hvort heldur er á læknum eða öðru starfsfólki sem fæst við manneskjur, er hættan á mistökum orðin óþægilega mikil með tilheyrandi afleiðingum,“ er haft eftir Einari á vef Læknafélagsins. Álagið hefur aukist undanfarin ár og hafa læknar beðið um að fyrirkomulagið verði líkt og það var þegar kórónuveirufaraldurinn var í gangi. Yfirmenn á Landspítala segja það þurfa að meta kostnaðinn fyrst en verið sé að endurskoða vaktafyrirkomulagið. Sveinn segir Landspítalann eiga stað í hjarta sér og því líki honum illa þegar hann sé talaður niður. Hann hefur þó áhyggjur af álaginu á vöktum sem yfirlæknir og það þurfi að breyta fyrirkomulaginu. Það sé nauðsynlegt fyrir öryggi skjólstæðinga og starfsfólksins. „Lífið er meira en bara vinnan og hætta á málsóknum orðin mun meiri en var eins og hefur sýnt sig,“ segir Sveinn. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Theodór Skúli Sigurðsson, svæfingalæknir á Landspítalanum, segir álagið á svæfingalækna spítalans gríðarlegt og þeir séu oft að gefa tíma sinn. Hann hafi unnið í tíu ár í Svíþjóð án þess að íhuga uppsögn en það hafi ítrekað gerst þau þrjú ár sem hann hefur starfað á Landspítalanum. Hann hafi meira að segja skrifað uppsagnarbréf tvisvar. Þetta kemur fram í frétt á vef Læknafélags Íslands þar sem fjallað er um vinnuálag svæfingalækna. Þar er einnig rætt við Svein Geir Einarsson yfirlækni sem segir það vinnutímana nánast óboðlega. Þegar unnið sé á skurðstofum er áhyggjuefni þegar læknar þurfa að vinna fulla dagvinnu og taka svo við bakvakt til næsta morguns. „Á Landspítalanum er veikasta fólk landsins til meðferðar, ýmist fjölveikt og langveikt eða akút veikt með lífshótandi uppákomur. Við erum líka með fæðingardeildina á Hringbraut þar sem hlutirnir geta snúist mjög hratt og hver mínúta getur skipt sköpum bæði fyrir móður og barn. Þegar álag er orðið svona mikið, hvort heldur er á læknum eða öðru starfsfólki sem fæst við manneskjur, er hættan á mistökum orðin óþægilega mikil með tilheyrandi afleiðingum,“ er haft eftir Einari á vef Læknafélagsins. Álagið hefur aukist undanfarin ár og hafa læknar beðið um að fyrirkomulagið verði líkt og það var þegar kórónuveirufaraldurinn var í gangi. Yfirmenn á Landspítala segja það þurfa að meta kostnaðinn fyrst en verið sé að endurskoða vaktafyrirkomulagið. Sveinn segir Landspítalann eiga stað í hjarta sér og því líki honum illa þegar hann sé talaður niður. Hann hefur þó áhyggjur af álaginu á vöktum sem yfirlæknir og það þurfi að breyta fyrirkomulaginu. Það sé nauðsynlegt fyrir öryggi skjólstæðinga og starfsfólksins. „Lífið er meira en bara vinnan og hætta á málsóknum orðin mun meiri en var eins og hefur sýnt sig,“ segir Sveinn.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“