Sigraði Gunnar og fær titilbardaga á nýju bardagaeyjunni Sindri Sverrisson skrifar 9. júní 2020 23:00 Gunnar Nelson og Gilbert Burns mættust í Kaupmannahöfn í september. VÍSIR/GETTY Dana White, forseti UFC, hefur nú upplýst hvar hin svokallaða bardagaeyja verður staðsett, þar sem næsta stóra bardagakvöld mun fara fram þann 11. júlí. White hefur náð samningum við aðila í Abu Dhabi um að þar verði keppt í UFC 251 í næsta mánuði, sem og á þremur bardagakvöldum til viðbótar dagana 15., 18. og 25. júlí. Keppt verður á eyjunni Yas og segir White að þar verði búið að koma upp öllum nauðsynlegum aðbúnaði fyrir keppendur. „Það mun allt gerast á eyjunni. Það fer enginn þaðan. Keppendur verða með sínar eigin æfingabúðir þar sem þeir geta æft út af fyrir sig. Við verðum í alvörunni með átthyrning [til æfinga] í sandinum. Umgjörðin þarna verður ótrúleg. Fólkið í Abu Dhabi gerir þetta allt rétt,“ sagði White á Facebook-síðu UFC. Things are heating up this summer on Fight Island #UFC251 pic.twitter.com/a8rkZ3wYNk— ESPN MMA (@espnmma) June 9, 2020 White tilkynnti jafnframt að aðalbardagi UFC 251 kvöldsins yrði titilbardagi áskorandans Gilbert Burns og meistarans Kamaru Usman, í veltivigt. Burns hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn en Brasilíumaðurinn vann nauman sigur gegn Gunnari Nelson í þriggja lotu bardaga í Kaupmannahöfn í september síðastliðnum. Síðan þá hefur hann unnið Demian Maia og svo fyrrverandi meistarann Tyron Woodley fyrir rúmri viku. Nate Diaz er þó greinilega allt annað en hrifinn af því að Burns skuli fá titilbardaga og segir á Twitter að svona sé þetta þegar að bardagamenn viti að þeir séu einskis virði – þeir taki ódýrum samningum. „Þetta er ekki titilbardagi,“ sagði Diaz. This is what s wrong with people claiming they re fighters settling for less cause they know they re not worth shit you should ve fought the next guy in line not the guy who would take less cause he s told too that s why no one will remember youguys This isn t a title fight pic.twitter.com/7GLJUJA45C— Nathan Diaz (@NateDiaz209) June 9, 2020 UFC frestaði nokkrum keppnum frá mars og fram í maí vegna kórónuveirufaraldursins en keppni án áhorfenda hófst að nýju 9. maí í Flórída. MMA Tengdar fréttir Gunnar langar að berjast á bardagaeyjunni Gunnar Nelson segir að hugmynd forseta UFC, Dana White, um bardagaeyju sé spennandi. 27. maí 2020 16:00 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Sjá meira
Dana White, forseti UFC, hefur nú upplýst hvar hin svokallaða bardagaeyja verður staðsett, þar sem næsta stóra bardagakvöld mun fara fram þann 11. júlí. White hefur náð samningum við aðila í Abu Dhabi um að þar verði keppt í UFC 251 í næsta mánuði, sem og á þremur bardagakvöldum til viðbótar dagana 15., 18. og 25. júlí. Keppt verður á eyjunni Yas og segir White að þar verði búið að koma upp öllum nauðsynlegum aðbúnaði fyrir keppendur. „Það mun allt gerast á eyjunni. Það fer enginn þaðan. Keppendur verða með sínar eigin æfingabúðir þar sem þeir geta æft út af fyrir sig. Við verðum í alvörunni með átthyrning [til æfinga] í sandinum. Umgjörðin þarna verður ótrúleg. Fólkið í Abu Dhabi gerir þetta allt rétt,“ sagði White á Facebook-síðu UFC. Things are heating up this summer on Fight Island #UFC251 pic.twitter.com/a8rkZ3wYNk— ESPN MMA (@espnmma) June 9, 2020 White tilkynnti jafnframt að aðalbardagi UFC 251 kvöldsins yrði titilbardagi áskorandans Gilbert Burns og meistarans Kamaru Usman, í veltivigt. Burns hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn en Brasilíumaðurinn vann nauman sigur gegn Gunnari Nelson í þriggja lotu bardaga í Kaupmannahöfn í september síðastliðnum. Síðan þá hefur hann unnið Demian Maia og svo fyrrverandi meistarann Tyron Woodley fyrir rúmri viku. Nate Diaz er þó greinilega allt annað en hrifinn af því að Burns skuli fá titilbardaga og segir á Twitter að svona sé þetta þegar að bardagamenn viti að þeir séu einskis virði – þeir taki ódýrum samningum. „Þetta er ekki titilbardagi,“ sagði Diaz. This is what s wrong with people claiming they re fighters settling for less cause they know they re not worth shit you should ve fought the next guy in line not the guy who would take less cause he s told too that s why no one will remember youguys This isn t a title fight pic.twitter.com/7GLJUJA45C— Nathan Diaz (@NateDiaz209) June 9, 2020 UFC frestaði nokkrum keppnum frá mars og fram í maí vegna kórónuveirufaraldursins en keppni án áhorfenda hófst að nýju 9. maí í Flórída.
MMA Tengdar fréttir Gunnar langar að berjast á bardagaeyjunni Gunnar Nelson segir að hugmynd forseta UFC, Dana White, um bardagaeyju sé spennandi. 27. maí 2020 16:00 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Sjá meira
Gunnar langar að berjast á bardagaeyjunni Gunnar Nelson segir að hugmynd forseta UFC, Dana White, um bardagaeyju sé spennandi. 27. maí 2020 16:00