Met slegið í útlánum Landsbanka til heimila Heimir Már Pétursson skrifar 10. júní 2020 19:20 Met var slegið í fjölda útlána til einstaklinga hjá Landsbankanum í maímánuði. Bankastjórinn segir heimilin nýta sér lækkun vaxta til skuldbreytinga, íbúðarkaupa og framkvæmda. Hins vegar verði að sýna þolinmæði gagnvart fyrirtækjum, sérstaklega í ferðaþjónustu. Seðlabankinn hefur lækkað meginvexti sína hratt undanfarið eða um tvö prósentustig frá áramótum og gripið til annarra ráðstafana til að auka svigrúm viðskiptabankanna til lækkana hjá sér og aukningar útlána. Meginvextirnir eru nú eitt prósent, hafa aldrei verið lægri. Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans segir bankann hafa lækkað sína vexti og viðskiptavinir finni fyrir því. Lilja Björk Einarsdóttir segir bankann aldrei hafa veitt eins mörg og mikil húsnæðislán í einum mánuði og í maí síðast liðnum.Stöð 2_Sigurjón „Og maí er búinn að vera langstærsti mánuður Landsbankans í húsnæðislánum. Við höfum lánað rúmlega 25 milljarða sem jafngildir því að jafnaði að þúsund fjölskyldur hafi verið að taka fasteignalán hjá bankanum. Þetta er gríðarleg aukning frá öllu sem við höfum séð áður og eins og ég segi; stærsti mánuður okkar til þessa,“ segir Lilja Björk. Almenningur fylgist vel með þróuninni og nýti sér betri kjör til að skuldbreyta eldri lánum og eða til að fjárfesta í íbúðarhúsnæði. En bestu húsnæðisvextir Landsbankans séu nú 3,5 prósent. „Þetta þýðir líka þegar þú ert að taka óverðtryggt lán þá er eignamyndunin þín hraðari í láninu. Þannig að þetta eru í rauninni aðstæður sem við höfum ekki séð áður. Þetta er mjög gott fyrir okkur sem þjóð. Bæði eignamyndunin og að geta síðan haldið þessum þætti gangandi þrátt fyrir þetta covid ástand því þetta kemur okkur hraðar úr niðursveiflunni,“ segir Lilja Björk. Staða fyrirtækjanna sé hins vegar misjöfn og mjög sársaukafull hjá mörgum í ferðaþjónustu. „Það er ekki sérstaklega bjart framundan næstu vikurnar og mánuðina. En við verðum að horfa bjart fram á veginn og búast við að þetta taki við sér og gera allt sem við getum til að sjá til þess,“ segir bankastjórinn. Aukin lántaka henti þó ekki öllum. „En hins vegar erum við að veita fresti og gefa fyrirtækjunum andrými til að ráða úr sínum málum. Síðan erum við þátttakandi og við það að fara að veita þau viðbótarlán sem samið var um við Seðlabankann.“ Segir Lilja Björk Einarsdóttir og vísar þar til hinna svo kölluðu brúarlána sem nú eru kölluð viðbótarlán og eru að hluta til með ríkisábyrgð. Íslenskir bankar Húsnæðismál Tengdar fréttir Vextir lækka hjá Arion Arion banki fetar í fótspor hinna tveggja stóru bankanna og breytir inn- og útlánsvöxtum eftir stýrivaxtalækkun Seðlabanka í síðustu viku 29. maí 2020 11:40 Íslandsbanki lækkar vexti Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána hjá Íslandsbanka lækka um 0,75 prósentustig og breytilegra um 0,5 prósentustig. 28. maí 2020 17:32 Landsbankinn fyrstur til að lækka vexti Landsbankinn hefur gert breytingar á vaxtatöflu sinni eftir stýrivaxtalækkunina á miðvikudag í síðustu viku. 28. maí 2020 16:46 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Met var slegið í fjölda útlána til einstaklinga hjá Landsbankanum í maímánuði. Bankastjórinn segir heimilin nýta sér lækkun vaxta til skuldbreytinga, íbúðarkaupa og framkvæmda. Hins vegar verði að sýna þolinmæði gagnvart fyrirtækjum, sérstaklega í ferðaþjónustu. Seðlabankinn hefur lækkað meginvexti sína hratt undanfarið eða um tvö prósentustig frá áramótum og gripið til annarra ráðstafana til að auka svigrúm viðskiptabankanna til lækkana hjá sér og aukningar útlána. Meginvextirnir eru nú eitt prósent, hafa aldrei verið lægri. Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans segir bankann hafa lækkað sína vexti og viðskiptavinir finni fyrir því. Lilja Björk Einarsdóttir segir bankann aldrei hafa veitt eins mörg og mikil húsnæðislán í einum mánuði og í maí síðast liðnum.Stöð 2_Sigurjón „Og maí er búinn að vera langstærsti mánuður Landsbankans í húsnæðislánum. Við höfum lánað rúmlega 25 milljarða sem jafngildir því að jafnaði að þúsund fjölskyldur hafi verið að taka fasteignalán hjá bankanum. Þetta er gríðarleg aukning frá öllu sem við höfum séð áður og eins og ég segi; stærsti mánuður okkar til þessa,“ segir Lilja Björk. Almenningur fylgist vel með þróuninni og nýti sér betri kjör til að skuldbreyta eldri lánum og eða til að fjárfesta í íbúðarhúsnæði. En bestu húsnæðisvextir Landsbankans séu nú 3,5 prósent. „Þetta þýðir líka þegar þú ert að taka óverðtryggt lán þá er eignamyndunin þín hraðari í láninu. Þannig að þetta eru í rauninni aðstæður sem við höfum ekki séð áður. Þetta er mjög gott fyrir okkur sem þjóð. Bæði eignamyndunin og að geta síðan haldið þessum þætti gangandi þrátt fyrir þetta covid ástand því þetta kemur okkur hraðar úr niðursveiflunni,“ segir Lilja Björk. Staða fyrirtækjanna sé hins vegar misjöfn og mjög sársaukafull hjá mörgum í ferðaþjónustu. „Það er ekki sérstaklega bjart framundan næstu vikurnar og mánuðina. En við verðum að horfa bjart fram á veginn og búast við að þetta taki við sér og gera allt sem við getum til að sjá til þess,“ segir bankastjórinn. Aukin lántaka henti þó ekki öllum. „En hins vegar erum við að veita fresti og gefa fyrirtækjunum andrými til að ráða úr sínum málum. Síðan erum við þátttakandi og við það að fara að veita þau viðbótarlán sem samið var um við Seðlabankann.“ Segir Lilja Björk Einarsdóttir og vísar þar til hinna svo kölluðu brúarlána sem nú eru kölluð viðbótarlán og eru að hluta til með ríkisábyrgð.
Íslenskir bankar Húsnæðismál Tengdar fréttir Vextir lækka hjá Arion Arion banki fetar í fótspor hinna tveggja stóru bankanna og breytir inn- og útlánsvöxtum eftir stýrivaxtalækkun Seðlabanka í síðustu viku 29. maí 2020 11:40 Íslandsbanki lækkar vexti Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána hjá Íslandsbanka lækka um 0,75 prósentustig og breytilegra um 0,5 prósentustig. 28. maí 2020 17:32 Landsbankinn fyrstur til að lækka vexti Landsbankinn hefur gert breytingar á vaxtatöflu sinni eftir stýrivaxtalækkunina á miðvikudag í síðustu viku. 28. maí 2020 16:46 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Vextir lækka hjá Arion Arion banki fetar í fótspor hinna tveggja stóru bankanna og breytir inn- og útlánsvöxtum eftir stýrivaxtalækkun Seðlabanka í síðustu viku 29. maí 2020 11:40
Íslandsbanki lækkar vexti Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána hjá Íslandsbanka lækka um 0,75 prósentustig og breytilegra um 0,5 prósentustig. 28. maí 2020 17:32
Landsbankinn fyrstur til að lækka vexti Landsbankinn hefur gert breytingar á vaxtatöflu sinni eftir stýrivaxtalækkunina á miðvikudag í síðustu viku. 28. maí 2020 16:46