„Eins og djammið sé það versta sem hefur komið fyrir“ Sylvía Hall skrifar 10. júní 2020 20:29 Jónas Óli Jónasson, einn eigenda skemmtistaðarins B5, segir það mikil vonbrigði að opnunartími skemmtistaða verði ekki lengdur nú þegar hækka á fjöldatakmarkanir í fimm hundruð manns. BÁRA GUÐMUNDS/AÐSEND „Í rauninni er þetta mjög slæmt ástand og ég held að flestir skemmtistaðir, og þá líka pöbbar og fleiri sem hafa opið lengur en til 23, séu sammála því,“ segir Jónas Óli Jónasson, meðeigandi skemmtistaðarins B5, um þau tíðindi að ekki standi til að lengja opnunartíma skemmtistaða. Rekstrargrundvöllurinn sé nánast farinn og enginn viti hvenær staðan breytist. Á upplýsingafundi í dag voru frekari afléttingar á samkomubanni tilkynntar og hámarksfjöldi hækkaður upp í fimm hundruð manns. Þó yrði skemmti- og vínveitingastöðum áfram lokað klukkan 23 og sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að það væri vænlegast að bíða með að lengja opnunartíma þeirra eins lengi og mögulegt er. Jónas Óli segir eigendur B5 hafa fylgt tilmælum yfirvalda í einu og öllu, þeir hafi lokað staðnum um leið og þeim var skylt að gera það og ákveðið að nýta tímann í endurbætur. Það hafi þeir talið skynsamlegra en að reyna að halda staðnum opnum með „semingi“. Hann segist jafnframt eiga erfitt með að skilja viðhorf yfirvalda til næturlífsins og finnur fyrir skilningsleysi gagnvart þeirri stöðu sem rekstraraðilar eru í. Hann upplifi það að yfirvöld hafi skakka hugmynd af skemmtistöðum og því sem fari fram þar. „Það er eins djammið sé það versta sem hefur komið fyrir. Skemmtistaðir snúast fyrst og fremst um það að búa til góða leiksýningu eftir miðnætti um helgar. Ég sé ekki muninn á því að vera í biðröð fyrir utan B5 eins og er búið að vera síðustu tvo laugardaga klukkan 22, á fullum stað í klukkutíma og að vera frá eitt til tvö á laugardegi,“ segir Jónas Óli. Meiri hópmyndun þegar opnunartími er styttri Með styttri opnunartíma hefur borið á því að fólk mæti fyrr í bæinn og neyðast þeir sem vanalega skemmta sér lengur en aðrir að byrja gleðina tímanlega. Jónas Óli segir það hafa mikla hópamyndun í för með sér þegar skemmtistaðir loka og mun fleiri þurfa að nýta þann stutta tíma sem er í boði. „Það var búið að vera opið til hálf fimm föstudaga og laugardaga. Munurinn núna er þessi hópmyndun niður í bæ sem er eftir djammið þá, og ég veit ekki hvort yfirvöld séu að átta sig á því að fólk hefur ekkert annan kost, ef það vill kíkja niður í bæ, að kíkja á þessum tíma sem allir eru.“ Hann bendir á að margir Íslendingar séu orðnir óþreyjufullir og vilji fara að skemmta sér á ný og það sjáist hvað best á þeim mikla fjölda sem sækir nú veitingastaði og aðra skemmtistaði á meðan þeir eru opnir. Þeir sem séu hvað spenntastir fyrir því finni aðrar leiðir, til að mynda gleðskap í heimahúsum, og segir Jónas Óli skemmtistaði almennt vera í betri stöðu til þess að huga að hreinlæti en gestgjafar í heimahúsum. „Við erum til dæmis með kvenna- og karlaklósett og klósett með aðgengi fyrir fatlaða sem eru reglulega þrifinn. Ég sé ekki hvernig það er verra en partý í heimahúsi þar sem fimmtíu manns koma saman og þurfa að nota sömu snyrtingu.“ Jónas Óli segir mun fleiri neyðast til þess að koma saman þegar opnunartíminn er aðeins til 23. Það sé alveg ljóst að fólk bíði spennt eftir því að geta skemmt sér lengur.Vísir/getty Ekkert samtal um framhaldið Hann segir eigendur hafa beðið spenntir eftir fundi dagsins í þeirri von um að opnunartíminn yrði lengdur. Það hefði breytt miklu fyrir reksturinn, enda hafi staðurinn mestu tekjurnar frá miðnætti og til klukkan fjögur. „Fyrir okkur í rekstri snýst þetta náttúrulega bara um það að við erum kannski að fá inn 10% af tekjunum eins og staðan er núna,“ segir Jónas og spyr hvort það sé mögulega ástæða til þess að kalla eftir því að ríkið komi til móts við skemmtistaði í ljósi þeirrar alvarlegu stöðu sem er uppi á mörgum veitinga- og skemmtistöðum. „Það þarf að gera eitthvað. Eigum við að borga leigu þó rekstrargrundvöllurinn okkar sé ekki til staðar? Þetta eru bara fyrirtæki og við borgum okkar opinberu gjöld. Þetta er frekar leiðinlegt ástand.“ Hann gagnrýnir samráðsleysi yfirvalda í þessum efnum og segir engar tilraunir hafa verið gerðar til þess að ná sameiginlegri niðurstöðu í málið. Þá setur hann spurningarmerki við þá ákvörðun að hleypa ferðamönnum inn í landið á meðan rekstraraðilar í miðbænum bíði eftir næstu skrefum án svara. „Svo veit enginn neitt. Það hefur ekkert samtal átt sér stað varðandi mögulegar útfærslu. Það er bara útilokað strax - djammið er slæmt en við viljum samt fá ferðamenn inn.“ Næturlíf Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Telja minni líkur á hópamyndun á djamminu með styttri opnunartíma Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir yfirvöld hafa áhyggjur af mögulegri hópamyndun í miðbæ Reykjavíkur um komandi helgi eftir að skemmtistöðum, börum og veitingastöðum verður lokað. 26. maí 2020 22:52 Búa sig undir nýja tveggja metra reglu Veitingastaðir, kvikmyndahús og skemmtistaðir eru nú í óðaönn að tryggja það að fólk geti áfram haft tvo metra á milli sín, eftir að samkomubann tekur breytingum á miðnætti. 24. maí 2020 22:18 Miðbærinn nánast mannlaus Það var heldur lítið um að vera í miðbænum í nótt þegar Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis var þar á ferð. 25. apríl 2020 09:42 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
„Í rauninni er þetta mjög slæmt ástand og ég held að flestir skemmtistaðir, og þá líka pöbbar og fleiri sem hafa opið lengur en til 23, séu sammála því,“ segir Jónas Óli Jónasson, meðeigandi skemmtistaðarins B5, um þau tíðindi að ekki standi til að lengja opnunartíma skemmtistaða. Rekstrargrundvöllurinn sé nánast farinn og enginn viti hvenær staðan breytist. Á upplýsingafundi í dag voru frekari afléttingar á samkomubanni tilkynntar og hámarksfjöldi hækkaður upp í fimm hundruð manns. Þó yrði skemmti- og vínveitingastöðum áfram lokað klukkan 23 og sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að það væri vænlegast að bíða með að lengja opnunartíma þeirra eins lengi og mögulegt er. Jónas Óli segir eigendur B5 hafa fylgt tilmælum yfirvalda í einu og öllu, þeir hafi lokað staðnum um leið og þeim var skylt að gera það og ákveðið að nýta tímann í endurbætur. Það hafi þeir talið skynsamlegra en að reyna að halda staðnum opnum með „semingi“. Hann segist jafnframt eiga erfitt með að skilja viðhorf yfirvalda til næturlífsins og finnur fyrir skilningsleysi gagnvart þeirri stöðu sem rekstraraðilar eru í. Hann upplifi það að yfirvöld hafi skakka hugmynd af skemmtistöðum og því sem fari fram þar. „Það er eins djammið sé það versta sem hefur komið fyrir. Skemmtistaðir snúast fyrst og fremst um það að búa til góða leiksýningu eftir miðnætti um helgar. Ég sé ekki muninn á því að vera í biðröð fyrir utan B5 eins og er búið að vera síðustu tvo laugardaga klukkan 22, á fullum stað í klukkutíma og að vera frá eitt til tvö á laugardegi,“ segir Jónas Óli. Meiri hópmyndun þegar opnunartími er styttri Með styttri opnunartíma hefur borið á því að fólk mæti fyrr í bæinn og neyðast þeir sem vanalega skemmta sér lengur en aðrir að byrja gleðina tímanlega. Jónas Óli segir það hafa mikla hópamyndun í för með sér þegar skemmtistaðir loka og mun fleiri þurfa að nýta þann stutta tíma sem er í boði. „Það var búið að vera opið til hálf fimm föstudaga og laugardaga. Munurinn núna er þessi hópmyndun niður í bæ sem er eftir djammið þá, og ég veit ekki hvort yfirvöld séu að átta sig á því að fólk hefur ekkert annan kost, ef það vill kíkja niður í bæ, að kíkja á þessum tíma sem allir eru.“ Hann bendir á að margir Íslendingar séu orðnir óþreyjufullir og vilji fara að skemmta sér á ný og það sjáist hvað best á þeim mikla fjölda sem sækir nú veitingastaði og aðra skemmtistaði á meðan þeir eru opnir. Þeir sem séu hvað spenntastir fyrir því finni aðrar leiðir, til að mynda gleðskap í heimahúsum, og segir Jónas Óli skemmtistaði almennt vera í betri stöðu til þess að huga að hreinlæti en gestgjafar í heimahúsum. „Við erum til dæmis með kvenna- og karlaklósett og klósett með aðgengi fyrir fatlaða sem eru reglulega þrifinn. Ég sé ekki hvernig það er verra en partý í heimahúsi þar sem fimmtíu manns koma saman og þurfa að nota sömu snyrtingu.“ Jónas Óli segir mun fleiri neyðast til þess að koma saman þegar opnunartíminn er aðeins til 23. Það sé alveg ljóst að fólk bíði spennt eftir því að geta skemmt sér lengur.Vísir/getty Ekkert samtal um framhaldið Hann segir eigendur hafa beðið spenntir eftir fundi dagsins í þeirri von um að opnunartíminn yrði lengdur. Það hefði breytt miklu fyrir reksturinn, enda hafi staðurinn mestu tekjurnar frá miðnætti og til klukkan fjögur. „Fyrir okkur í rekstri snýst þetta náttúrulega bara um það að við erum kannski að fá inn 10% af tekjunum eins og staðan er núna,“ segir Jónas og spyr hvort það sé mögulega ástæða til þess að kalla eftir því að ríkið komi til móts við skemmtistaði í ljósi þeirrar alvarlegu stöðu sem er uppi á mörgum veitinga- og skemmtistöðum. „Það þarf að gera eitthvað. Eigum við að borga leigu þó rekstrargrundvöllurinn okkar sé ekki til staðar? Þetta eru bara fyrirtæki og við borgum okkar opinberu gjöld. Þetta er frekar leiðinlegt ástand.“ Hann gagnrýnir samráðsleysi yfirvalda í þessum efnum og segir engar tilraunir hafa verið gerðar til þess að ná sameiginlegri niðurstöðu í málið. Þá setur hann spurningarmerki við þá ákvörðun að hleypa ferðamönnum inn í landið á meðan rekstraraðilar í miðbænum bíði eftir næstu skrefum án svara. „Svo veit enginn neitt. Það hefur ekkert samtal átt sér stað varðandi mögulegar útfærslu. Það er bara útilokað strax - djammið er slæmt en við viljum samt fá ferðamenn inn.“
Næturlíf Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Telja minni líkur á hópamyndun á djamminu með styttri opnunartíma Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir yfirvöld hafa áhyggjur af mögulegri hópamyndun í miðbæ Reykjavíkur um komandi helgi eftir að skemmtistöðum, börum og veitingastöðum verður lokað. 26. maí 2020 22:52 Búa sig undir nýja tveggja metra reglu Veitingastaðir, kvikmyndahús og skemmtistaðir eru nú í óðaönn að tryggja það að fólk geti áfram haft tvo metra á milli sín, eftir að samkomubann tekur breytingum á miðnætti. 24. maí 2020 22:18 Miðbærinn nánast mannlaus Það var heldur lítið um að vera í miðbænum í nótt þegar Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis var þar á ferð. 25. apríl 2020 09:42 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Telja minni líkur á hópamyndun á djamminu með styttri opnunartíma Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir yfirvöld hafa áhyggjur af mögulegri hópamyndun í miðbæ Reykjavíkur um komandi helgi eftir að skemmtistöðum, börum og veitingastöðum verður lokað. 26. maí 2020 22:52
Búa sig undir nýja tveggja metra reglu Veitingastaðir, kvikmyndahús og skemmtistaðir eru nú í óðaönn að tryggja það að fólk geti áfram haft tvo metra á milli sín, eftir að samkomubann tekur breytingum á miðnætti. 24. maí 2020 22:18
Miðbærinn nánast mannlaus Það var heldur lítið um að vera í miðbænum í nótt þegar Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis var þar á ferð. 25. apríl 2020 09:42