Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út á sjöunda tímanum í morgun eftir að leigubílstjóri óskaði aðstoðar eftir að maður hafði veist að honum og rokið út úr bílnum án þess að borga fyrir farið.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Þar segir að frekari upplýsingar liggi ekki fyrir og að maðurinn hafi ekki fundist.
Í skeytinu segir ennfremur að tvær tilkynningar um þjófnað úr verslun í Reykjavík, þar sem starfsmaður átti í hlut.
Skömmu eftir klukkan 5:30 var tilkynnt um mann sem reyndi að brjótast inn í bíla í vesturbæ Reykjavíkur. Maðurinn fannst ekki og ekki búið að tilkynna innbrot á því svæði.