Þorvaldur segir að Ísland þurfi betri og heiðarlegri stjórmálastétt Jakob Bjarnar skrifar 12. júní 2020 15:49 Þeir sem vilja kynna sér hagfræðilegan ágreining Bjarna Benediktssonar og Þorvaldar Bjarnasonar gerðu margt vitlausara en lesa nýja grein Þorvaldar í Tímariti máls og menningar. Þorvaldur Gylfason prófessor segir að Ísland þurfi að taka í gegn fjármálakerfi sitt og peningamál. Þá segir hann jafnframt að Ísland þurfi betri og heiðarlegri stjórnmálastétt. Sumir verða fokvondir Þetta kemur fram í fræðilegri ritgerð sem hann birti í Tímariti máls og menningar. Hann tengir við grein sína á Facebooksíðu sinni og fylgir henni úr hlaði með þeim orðum að um sé að ræða afmælisgrein um hrunið. „Sumir lesendur munu verða fokvondir, flestir þykist ég vita vegna þess að þeir líta atburðina sem um er fjallað sömu augum og ég -- sem er allsendis óreiður og sultuslakur,“ segir Þorvaldur og lætur broskall fylgja. Hann er þar án nokkurs vafa að vísa til þeirra mála sem hafa tröllriðið fréttamiðlum undanfarin dægur þess efnis að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi lagst gegn ráðningu hans sem ritstjóra faritsins samnorræna Nordic Economic Policy Review. „En, nokkrir vegna þess að þeim finnst sárt að bent sé á ábyrgð þeirra á hruninu og fleira,“ bætir Þorvaldur við. Ólígarkar í stórútgerð leggja auðlindina undir sig Í niðurstöðukafla hinnar ítarlegu greinar kemur fram sú skoðun að Ísland þurfi fjárhagslegt bókhald yfir auð þjóðarinnar og skiptingu hans. En Þorvaldur segir misskiptingu mikla á Íslandi. „Ekki síst vegna þess að ólígarkar í stórútgerð hafa, með málamyndaveiðigjöldum frá árinu 2002, fengið afhent 90% auðlindarentunnar af fiskveiðum. Almenningi, réttmætum eiganda auðlindarinnar lögum samkvæmt, eru skömmtuð 10%. Vanræksla stjórnvalda við að finna féð sem hvarf í Hruninu undirstrikar nauðsyn þessa og það gerir einnig framganga Seðlabanka Íslands sem bauð mönnum að flytja fé til Íslands 2012–2015 án þess að spyrja um uppruna fjárins og án þess að gera skattayfirvöldum viðvart nema síðasta árið.“ Þá segir Þorvaldur að Ísland þurfi að taka í gegn fjármálakerfi sitt og peningamál.“ Til þess standa ýmis rök að sögn Þorvaldar, ein röksemdin er hagræn byggð á sögu mikillar verðbólgu í landinu. Önnur röksemd er dæmi um Írland sem sýnir að sveigjanlegt gengi sé ekki nauðsynlegt til að ná fram hröðum efnahagsbata eftir fjármálaáföll, eins og færð hafa verið rök fyrir. Og þá segir jafnframt og meðal annars að Ísland þurfi betri, heiðarlegri og hæfari stjórnmálastétt, eins og Alþingi sjálft viðurkenndi í verki með einróma þingsályktun 2010. Ef að líkum lætur er Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gerlega ósammála niðurstöðum Þorvaldar. Efnahagsmál Hrunið Tengdar fréttir Helga Vala sakar Bjarna og Sjálfstæðisflokkinn um „berufsverbot“ Ummæli um Sjálfstæðisflokkinn vógu þungt í afstöðu Bjarna til Þorvaldar. 11. júní 2020 14:26 Bjarni segir það í samræmi við sinn vilja að varað var við Þorvaldi 11. júní 2020 10:36 Tjáir sig ekki um bréfin þar sem goldinn er varhugur við Þorvaldi Ólafur Heiðar Helgason sérfræðingur er sá sem stóð í umdeildum bréfaskriftum við norrænu ráðherranefndina. 10. júní 2020 14:42 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Sjá meira
Þorvaldur Gylfason prófessor segir að Ísland þurfi að taka í gegn fjármálakerfi sitt og peningamál. Þá segir hann jafnframt að Ísland þurfi betri og heiðarlegri stjórnmálastétt. Sumir verða fokvondir Þetta kemur fram í fræðilegri ritgerð sem hann birti í Tímariti máls og menningar. Hann tengir við grein sína á Facebooksíðu sinni og fylgir henni úr hlaði með þeim orðum að um sé að ræða afmælisgrein um hrunið. „Sumir lesendur munu verða fokvondir, flestir þykist ég vita vegna þess að þeir líta atburðina sem um er fjallað sömu augum og ég -- sem er allsendis óreiður og sultuslakur,“ segir Þorvaldur og lætur broskall fylgja. Hann er þar án nokkurs vafa að vísa til þeirra mála sem hafa tröllriðið fréttamiðlum undanfarin dægur þess efnis að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi lagst gegn ráðningu hans sem ritstjóra faritsins samnorræna Nordic Economic Policy Review. „En, nokkrir vegna þess að þeim finnst sárt að bent sé á ábyrgð þeirra á hruninu og fleira,“ bætir Þorvaldur við. Ólígarkar í stórútgerð leggja auðlindina undir sig Í niðurstöðukafla hinnar ítarlegu greinar kemur fram sú skoðun að Ísland þurfi fjárhagslegt bókhald yfir auð þjóðarinnar og skiptingu hans. En Þorvaldur segir misskiptingu mikla á Íslandi. „Ekki síst vegna þess að ólígarkar í stórútgerð hafa, með málamyndaveiðigjöldum frá árinu 2002, fengið afhent 90% auðlindarentunnar af fiskveiðum. Almenningi, réttmætum eiganda auðlindarinnar lögum samkvæmt, eru skömmtuð 10%. Vanræksla stjórnvalda við að finna féð sem hvarf í Hruninu undirstrikar nauðsyn þessa og það gerir einnig framganga Seðlabanka Íslands sem bauð mönnum að flytja fé til Íslands 2012–2015 án þess að spyrja um uppruna fjárins og án þess að gera skattayfirvöldum viðvart nema síðasta árið.“ Þá segir Þorvaldur að Ísland þurfi að taka í gegn fjármálakerfi sitt og peningamál.“ Til þess standa ýmis rök að sögn Þorvaldar, ein röksemdin er hagræn byggð á sögu mikillar verðbólgu í landinu. Önnur röksemd er dæmi um Írland sem sýnir að sveigjanlegt gengi sé ekki nauðsynlegt til að ná fram hröðum efnahagsbata eftir fjármálaáföll, eins og færð hafa verið rök fyrir. Og þá segir jafnframt og meðal annars að Ísland þurfi betri, heiðarlegri og hæfari stjórnmálastétt, eins og Alþingi sjálft viðurkenndi í verki með einróma þingsályktun 2010. Ef að líkum lætur er Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gerlega ósammála niðurstöðum Þorvaldar.
Efnahagsmál Hrunið Tengdar fréttir Helga Vala sakar Bjarna og Sjálfstæðisflokkinn um „berufsverbot“ Ummæli um Sjálfstæðisflokkinn vógu þungt í afstöðu Bjarna til Þorvaldar. 11. júní 2020 14:26 Bjarni segir það í samræmi við sinn vilja að varað var við Þorvaldi 11. júní 2020 10:36 Tjáir sig ekki um bréfin þar sem goldinn er varhugur við Þorvaldi Ólafur Heiðar Helgason sérfræðingur er sá sem stóð í umdeildum bréfaskriftum við norrænu ráðherranefndina. 10. júní 2020 14:42 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Sjá meira
Helga Vala sakar Bjarna og Sjálfstæðisflokkinn um „berufsverbot“ Ummæli um Sjálfstæðisflokkinn vógu þungt í afstöðu Bjarna til Þorvaldar. 11. júní 2020 14:26
Tjáir sig ekki um bréfin þar sem goldinn er varhugur við Þorvaldi Ólafur Heiðar Helgason sérfræðingur er sá sem stóð í umdeildum bréfaskriftum við norrænu ráðherranefndina. 10. júní 2020 14:42