Sóttvarnalæknir hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir hinum smituðu Sylvía Hall skrifar 13. júní 2020 17:40 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir hinum smituðu sem handteknir voru fyrir þjófnað á Selfossi á grundvelli sóttvarnalaga. Einstaklingarnir eru frá Rúmeníu og komu til landsins fyrr í vikunni. Í samtali við fréttastofu segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að einstaklingarnir hafi fengið skýr skilaboð um að fara í sóttkví við komuna til landsins. Ekki er vitað nákvæmlega frá hvaða landi þeir komu til landsins. Þórólfur segir hina handteknu vera í haldi lögreglu sem stendur og viðeigandi ráðstafanir séu gerðar vegna smitvarna. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn segir varðhaldið ekki vera vegna búðarhnuplsins, heldur sé það gert til þess að hindra að þeir séu á ferðinni enda áttu þeir að vera í sóttkví. „Í þessum töluðu orðum er verið að greina hvort þeir séu með mótefni í blóðinu og hvort þeir séu smitandi eða ekki. Þeir verða á lögreglustöðinni í fangageymslu fram að því að niðurstaða liggur fyrir í því í kvöld. Ef að þeir eru smitandi verða þeir fluttir í úrræði utan stöðvarinnar þar sem er hægt að fullnægja þessum kröfum um sóttkví, en þeir verða ekki í gæslu hjá okkur og verða ekki fluttir í fangelsi. Við færum ekki smit inn í fangelsi,“ segir Oddur í samtali við Vísi. Lögregla leitar nú þriggja annarra sem voru í för með hinum handteknu. Ekki hafa verið tekin sýni úr þeim fjórtán lögreglumönnum sem fóru í sóttkví vegna málsins og stendur það ekki til nema þeir sýni einkenni. Þórólfur segir samskonar dæmi hafa komið upp en þetta sé fyrsta tilfellið vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19. „Maður veit náttúrulega að það getur ýmislegt gerst og þetta er ekki í fyrsta skiptið sem að svona lagað gerist með alvarlega smitsjúkdóma. Við lendum oft í því að þurfa að ná í fólk með alvarlega smitsjúkdóma, en þetta er í fyrsta skiptið sem þetta gerist með Covid.“ Á mánudag munu allir ferðamenn fá val við komuna til landsins um að fara í skimun eða tveggja vikna sóttkví. Aðspurður hvort það sé ástæða til þess að fylgjast enn betur með þeim sem velja sóttkví eftir þetta tiltekna atvik segir Þórólfur sennilegt að fáir kjósi að fara í sóttkví. „Ef það hefði verið tekið sýni úr þessum einstaklingum á mánudag hefði þetta verið uppgötvað miklu fyrr og það hefði verið hægt að ná þeim fyrr.“ Lögreglumál Árborg Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Sjá meira
Sóttvarnalæknir hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir hinum smituðu sem handteknir voru fyrir þjófnað á Selfossi á grundvelli sóttvarnalaga. Einstaklingarnir eru frá Rúmeníu og komu til landsins fyrr í vikunni. Í samtali við fréttastofu segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að einstaklingarnir hafi fengið skýr skilaboð um að fara í sóttkví við komuna til landsins. Ekki er vitað nákvæmlega frá hvaða landi þeir komu til landsins. Þórólfur segir hina handteknu vera í haldi lögreglu sem stendur og viðeigandi ráðstafanir séu gerðar vegna smitvarna. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn segir varðhaldið ekki vera vegna búðarhnuplsins, heldur sé það gert til þess að hindra að þeir séu á ferðinni enda áttu þeir að vera í sóttkví. „Í þessum töluðu orðum er verið að greina hvort þeir séu með mótefni í blóðinu og hvort þeir séu smitandi eða ekki. Þeir verða á lögreglustöðinni í fangageymslu fram að því að niðurstaða liggur fyrir í því í kvöld. Ef að þeir eru smitandi verða þeir fluttir í úrræði utan stöðvarinnar þar sem er hægt að fullnægja þessum kröfum um sóttkví, en þeir verða ekki í gæslu hjá okkur og verða ekki fluttir í fangelsi. Við færum ekki smit inn í fangelsi,“ segir Oddur í samtali við Vísi. Lögregla leitar nú þriggja annarra sem voru í för með hinum handteknu. Ekki hafa verið tekin sýni úr þeim fjórtán lögreglumönnum sem fóru í sóttkví vegna málsins og stendur það ekki til nema þeir sýni einkenni. Þórólfur segir samskonar dæmi hafa komið upp en þetta sé fyrsta tilfellið vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19. „Maður veit náttúrulega að það getur ýmislegt gerst og þetta er ekki í fyrsta skiptið sem að svona lagað gerist með alvarlega smitsjúkdóma. Við lendum oft í því að þurfa að ná í fólk með alvarlega smitsjúkdóma, en þetta er í fyrsta skiptið sem þetta gerist með Covid.“ Á mánudag munu allir ferðamenn fá val við komuna til landsins um að fara í skimun eða tveggja vikna sóttkví. Aðspurður hvort það sé ástæða til þess að fylgjast enn betur með þeim sem velja sóttkví eftir þetta tiltekna atvik segir Þórólfur sennilegt að fáir kjósi að fara í sóttkví. „Ef það hefði verið tekið sýni úr þessum einstaklingum á mánudag hefði þetta verið uppgötvað miklu fyrr og það hefði verið hægt að ná þeim fyrr.“
Lögreglumál Árborg Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir