Sóttvarnalæknir hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir hinum smituðu Sylvía Hall skrifar 13. júní 2020 17:40 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir hinum smituðu sem handteknir voru fyrir þjófnað á Selfossi á grundvelli sóttvarnalaga. Einstaklingarnir eru frá Rúmeníu og komu til landsins fyrr í vikunni. Í samtali við fréttastofu segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að einstaklingarnir hafi fengið skýr skilaboð um að fara í sóttkví við komuna til landsins. Ekki er vitað nákvæmlega frá hvaða landi þeir komu til landsins. Þórólfur segir hina handteknu vera í haldi lögreglu sem stendur og viðeigandi ráðstafanir séu gerðar vegna smitvarna. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn segir varðhaldið ekki vera vegna búðarhnuplsins, heldur sé það gert til þess að hindra að þeir séu á ferðinni enda áttu þeir að vera í sóttkví. „Í þessum töluðu orðum er verið að greina hvort þeir séu með mótefni í blóðinu og hvort þeir séu smitandi eða ekki. Þeir verða á lögreglustöðinni í fangageymslu fram að því að niðurstaða liggur fyrir í því í kvöld. Ef að þeir eru smitandi verða þeir fluttir í úrræði utan stöðvarinnar þar sem er hægt að fullnægja þessum kröfum um sóttkví, en þeir verða ekki í gæslu hjá okkur og verða ekki fluttir í fangelsi. Við færum ekki smit inn í fangelsi,“ segir Oddur í samtali við Vísi. Lögregla leitar nú þriggja annarra sem voru í för með hinum handteknu. Ekki hafa verið tekin sýni úr þeim fjórtán lögreglumönnum sem fóru í sóttkví vegna málsins og stendur það ekki til nema þeir sýni einkenni. Þórólfur segir samskonar dæmi hafa komið upp en þetta sé fyrsta tilfellið vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19. „Maður veit náttúrulega að það getur ýmislegt gerst og þetta er ekki í fyrsta skiptið sem að svona lagað gerist með alvarlega smitsjúkdóma. Við lendum oft í því að þurfa að ná í fólk með alvarlega smitsjúkdóma, en þetta er í fyrsta skiptið sem þetta gerist með Covid.“ Á mánudag munu allir ferðamenn fá val við komuna til landsins um að fara í skimun eða tveggja vikna sóttkví. Aðspurður hvort það sé ástæða til þess að fylgjast enn betur með þeim sem velja sóttkví eftir þetta tiltekna atvik segir Þórólfur sennilegt að fáir kjósi að fara í sóttkví. „Ef það hefði verið tekið sýni úr þessum einstaklingum á mánudag hefði þetta verið uppgötvað miklu fyrr og það hefði verið hægt að ná þeim fyrr.“ Lögreglumál Árborg Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sóttvarnalæknir hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir hinum smituðu sem handteknir voru fyrir þjófnað á Selfossi á grundvelli sóttvarnalaga. Einstaklingarnir eru frá Rúmeníu og komu til landsins fyrr í vikunni. Í samtali við fréttastofu segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að einstaklingarnir hafi fengið skýr skilaboð um að fara í sóttkví við komuna til landsins. Ekki er vitað nákvæmlega frá hvaða landi þeir komu til landsins. Þórólfur segir hina handteknu vera í haldi lögreglu sem stendur og viðeigandi ráðstafanir séu gerðar vegna smitvarna. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn segir varðhaldið ekki vera vegna búðarhnuplsins, heldur sé það gert til þess að hindra að þeir séu á ferðinni enda áttu þeir að vera í sóttkví. „Í þessum töluðu orðum er verið að greina hvort þeir séu með mótefni í blóðinu og hvort þeir séu smitandi eða ekki. Þeir verða á lögreglustöðinni í fangageymslu fram að því að niðurstaða liggur fyrir í því í kvöld. Ef að þeir eru smitandi verða þeir fluttir í úrræði utan stöðvarinnar þar sem er hægt að fullnægja þessum kröfum um sóttkví, en þeir verða ekki í gæslu hjá okkur og verða ekki fluttir í fangelsi. Við færum ekki smit inn í fangelsi,“ segir Oddur í samtali við Vísi. Lögregla leitar nú þriggja annarra sem voru í för með hinum handteknu. Ekki hafa verið tekin sýni úr þeim fjórtán lögreglumönnum sem fóru í sóttkví vegna málsins og stendur það ekki til nema þeir sýni einkenni. Þórólfur segir samskonar dæmi hafa komið upp en þetta sé fyrsta tilfellið vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19. „Maður veit náttúrulega að það getur ýmislegt gerst og þetta er ekki í fyrsta skiptið sem að svona lagað gerist með alvarlega smitsjúkdóma. Við lendum oft í því að þurfa að ná í fólk með alvarlega smitsjúkdóma, en þetta er í fyrsta skiptið sem þetta gerist með Covid.“ Á mánudag munu allir ferðamenn fá val við komuna til landsins um að fara í skimun eða tveggja vikna sóttkví. Aðspurður hvort það sé ástæða til þess að fylgjast enn betur með þeim sem velja sóttkví eftir þetta tiltekna atvik segir Þórólfur sennilegt að fáir kjósi að fara í sóttkví. „Ef það hefði verið tekið sýni úr þessum einstaklingum á mánudag hefði þetta verið uppgötvað miklu fyrr og það hefði verið hægt að ná þeim fyrr.“
Lögreglumál Árborg Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent