Nýr Landsbanki sprottinn upp úr jörðinni Heimir Már Pétursson skrifar 13. júní 2020 23:52 Frá byggingasvæðinu. Það styttist í að nýbygging Landsbankans verði að fullu risin í miðborginni og að starfseminn verði flutt úr þrettán eignarbyggingum og leiguhúsnæði. Um þriðjungur byggingarinnar verður leigður eða seldur til annarra aðila. Það er allt á fullu við byggingu nýju höfuðstöðva Landsbankans við Hörpu. Sumir tala um mikla montbyggingu sem byggð sé á dýrustu lóðs landsins en í raun og veru er Landsbankinn að minnka við sig húsnæði um allt að sjö þúsund fermetra í hjarta borgarinnar. Bankinn keypti lóðina árið 2014 og hefur undirbúningur að byggingunni staðið með hléum síðan þá. En nú nýlega má segja að hluti hennar hafi loks risið upp úr jörðinni. Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans segir að lengi hafi verið beðið eftir þessum tímamótum. Enda sé starfsemi bankans nú á víð og dreif í miðborginni með tilheyrandi óhagræði. „Þetta er tími sem við erum búin að bíða eftir nokkuð lengi. Það verður gott að komast í hentugra húsnæði fyrir bankann og starfsemina og létta aðeins á okkur,“ segir Lilja Björk. Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.Vísir/Vilhelm Nýja byggingin verður um 16.500 fermetrar en bankinn ætlar sjálfur einungis að nota 10 þúsund fermetra og leigja eða selja hinn hluta hússins. Í dag er bankinn á þrettán stöðum í miðborginni sem hann ýmist á eða leigir af öðrum. „Starfsemin er á of mörgum fermetrum. Við viljum létta á okkur og komast í færri fermetra og sveigjanlegri vinnuaðstöðu.“ Bankinn mun til að mynda láta hluta jarðhæðar undir aðra og meira lifandi starfsemi en bankastarfsemi. „Þá ætlum við að vera með mötuneytið á fyrstu hæðinni þannig að við drögum fólkið okkar niður. En svo verður allt ytra byrði hússins, ytra svæði, sem snýr að Reykjastrætinu til dæmis allt leigt út. Það verður líf þar og mjög skemmtileg gata sem er að myndast fyrir Reykvíkinga,“ segir bankastjórinn. Reykjastrætið verður ný göngugata sem liggur frá Hörpu að Lækjartorgi á milli Landsbankans og nýja Marriott hótelsins og íbúðarhúsanna við Mýrargötu. Lilja segir lóðina og húsið góða fjárfestingu fyrir eigendur bankans, ríkið, „Við ætlum að ná fram rekstrarsparnaði upp á hálfan milljarð á ári með því að fara í minna og hagkvæmara húsnæði. Þetta er ekki bara leiga heldur ýmiss kostnaður í kring um rekstur húsnæðisins. En svo er þetta hús hér íAusturstræti húsnæði sem verður selt og það er verðmetið núna á 1,9 milljarða,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir. Auk þess verða aðrar eignir Landsbankans seldar eftir að flutt verður í nýja húsið. Íslenskir bankar Reykjavík Hús og heimili Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Það styttist í að nýbygging Landsbankans verði að fullu risin í miðborginni og að starfseminn verði flutt úr þrettán eignarbyggingum og leiguhúsnæði. Um þriðjungur byggingarinnar verður leigður eða seldur til annarra aðila. Það er allt á fullu við byggingu nýju höfuðstöðva Landsbankans við Hörpu. Sumir tala um mikla montbyggingu sem byggð sé á dýrustu lóðs landsins en í raun og veru er Landsbankinn að minnka við sig húsnæði um allt að sjö þúsund fermetra í hjarta borgarinnar. Bankinn keypti lóðina árið 2014 og hefur undirbúningur að byggingunni staðið með hléum síðan þá. En nú nýlega má segja að hluti hennar hafi loks risið upp úr jörðinni. Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans segir að lengi hafi verið beðið eftir þessum tímamótum. Enda sé starfsemi bankans nú á víð og dreif í miðborginni með tilheyrandi óhagræði. „Þetta er tími sem við erum búin að bíða eftir nokkuð lengi. Það verður gott að komast í hentugra húsnæði fyrir bankann og starfsemina og létta aðeins á okkur,“ segir Lilja Björk. Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.Vísir/Vilhelm Nýja byggingin verður um 16.500 fermetrar en bankinn ætlar sjálfur einungis að nota 10 þúsund fermetra og leigja eða selja hinn hluta hússins. Í dag er bankinn á þrettán stöðum í miðborginni sem hann ýmist á eða leigir af öðrum. „Starfsemin er á of mörgum fermetrum. Við viljum létta á okkur og komast í færri fermetra og sveigjanlegri vinnuaðstöðu.“ Bankinn mun til að mynda láta hluta jarðhæðar undir aðra og meira lifandi starfsemi en bankastarfsemi. „Þá ætlum við að vera með mötuneytið á fyrstu hæðinni þannig að við drögum fólkið okkar niður. En svo verður allt ytra byrði hússins, ytra svæði, sem snýr að Reykjastrætinu til dæmis allt leigt út. Það verður líf þar og mjög skemmtileg gata sem er að myndast fyrir Reykvíkinga,“ segir bankastjórinn. Reykjastrætið verður ný göngugata sem liggur frá Hörpu að Lækjartorgi á milli Landsbankans og nýja Marriott hótelsins og íbúðarhúsanna við Mýrargötu. Lilja segir lóðina og húsið góða fjárfestingu fyrir eigendur bankans, ríkið, „Við ætlum að ná fram rekstrarsparnaði upp á hálfan milljarð á ári með því að fara í minna og hagkvæmara húsnæði. Þetta er ekki bara leiga heldur ýmiss kostnaður í kring um rekstur húsnæðisins. En svo er þetta hús hér íAusturstræti húsnæði sem verður selt og það er verðmetið núna á 1,9 milljarða,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir. Auk þess verða aðrar eignir Landsbankans seldar eftir að flutt verður í nýja húsið.
Íslenskir bankar Reykjavík Hús og heimili Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira