Hætta við skimun í Norrænu vegna tæknilegra vandamála Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. júní 2020 11:42 Norræna við höfnina á Seyðisfirði. Vísir/Jóhann K. Hætta þurfti við að flytja sjö heilbrigðisstarfsmenn til Færeyja sem áttu að sinna sýnatöku um borð í Norrænu áður en hún kemur til hafnar á Seyðisfirði á morgun vegna tæknilegra vandamála hjá flugvél Landhelgisgæslunnar. Ekkert verður því af sýnatökunni segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við fréttastofu. Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF átti að fljúga með teymi sýnatökufólks til Færeyja í dag. Fljúga átti fyrst frá Reykjavík með þrjá heilbrigðisstarfsmenn, stoppa á Egilsstöðum þar sem til stóð að sækja fjóra heilbrigðisstarfsmenn og svo fljúga með þá til Færeyja. Fresta þurfti ferðinni í morgun vegna svartaþoku sem lá yfir Færeyjum en Norræna leggur af stað frá Færeyjum til Íslands klukkan tólf á hádegi frá Þórshöfn í Færeyjum og á að koma til Seyðisfjarðar klukkan níu í fyrramálið. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn Ríkislögreglustjóra, segir í samtali við fréttastofu að farþegar verði skimaðir við komuna á Seyðisfirði. Breytingar tóku í dag gildi á sóttvarnaráðstöfunum vegna komu farþega til Íslands frá svæðum sem skilgreind eru af sóttvarnalækni sem áhættusvæði. Reglugerð heilbrigðisráðherra segir fyrir um sóttkví, einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna kórónuveirunnar. Sýnataka hófst á Keflavíkurflugvelli í morgun við komu farþega til landsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seyðisfjörður Færeyjar Landhelgisgæslan Heilbrigðismál Norræna Tengdar fréttir Fyrstu farþegarnir skimaðir í morgun Fyrstu farþegar sem skimaðir voru á Keflavíkurflugvelli lentu í dag klukkan 9:40. Um var að ræða flug ungverska lággjaldaflugfélagsins Wizz Air frá London. 15. júní 2020 11:11 Frekari afléttingar samkomubanns og skimun hefst á Keflavíkurflugvelli Nú á miðnætti tóku gildi frekari tilslakanir á samkomubanni hér á landi. Nú mega 500 manns koma saman, en eftir síðustu tilslakanir var leyfileg tala 200. Skimun fyrir kórónuveirunni hjá farþegum á Keflavíkurflugvelli hefst í dag. 15. júní 2020 00:00 Önnur lönd fylgjast grannt með þróun mála á Íslandi þegar landið verður opnað Sóttvarnalæknir segir að hérlendis hafi skapast mikil þekking á kórónuveirunni sem nýtist heimsbyggðinni allri. Þar hafi Íslensk erfðagreining farið fremst í flokki. 14. júní 2020 14:22 Mest lesið Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Kveikti í konu í lest Erlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Fleiri fréttir Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Sjá meira
Hætta þurfti við að flytja sjö heilbrigðisstarfsmenn til Færeyja sem áttu að sinna sýnatöku um borð í Norrænu áður en hún kemur til hafnar á Seyðisfirði á morgun vegna tæknilegra vandamála hjá flugvél Landhelgisgæslunnar. Ekkert verður því af sýnatökunni segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við fréttastofu. Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF átti að fljúga með teymi sýnatökufólks til Færeyja í dag. Fljúga átti fyrst frá Reykjavík með þrjá heilbrigðisstarfsmenn, stoppa á Egilsstöðum þar sem til stóð að sækja fjóra heilbrigðisstarfsmenn og svo fljúga með þá til Færeyja. Fresta þurfti ferðinni í morgun vegna svartaþoku sem lá yfir Færeyjum en Norræna leggur af stað frá Færeyjum til Íslands klukkan tólf á hádegi frá Þórshöfn í Færeyjum og á að koma til Seyðisfjarðar klukkan níu í fyrramálið. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn Ríkislögreglustjóra, segir í samtali við fréttastofu að farþegar verði skimaðir við komuna á Seyðisfirði. Breytingar tóku í dag gildi á sóttvarnaráðstöfunum vegna komu farþega til Íslands frá svæðum sem skilgreind eru af sóttvarnalækni sem áhættusvæði. Reglugerð heilbrigðisráðherra segir fyrir um sóttkví, einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna kórónuveirunnar. Sýnataka hófst á Keflavíkurflugvelli í morgun við komu farþega til landsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seyðisfjörður Færeyjar Landhelgisgæslan Heilbrigðismál Norræna Tengdar fréttir Fyrstu farþegarnir skimaðir í morgun Fyrstu farþegar sem skimaðir voru á Keflavíkurflugvelli lentu í dag klukkan 9:40. Um var að ræða flug ungverska lággjaldaflugfélagsins Wizz Air frá London. 15. júní 2020 11:11 Frekari afléttingar samkomubanns og skimun hefst á Keflavíkurflugvelli Nú á miðnætti tóku gildi frekari tilslakanir á samkomubanni hér á landi. Nú mega 500 manns koma saman, en eftir síðustu tilslakanir var leyfileg tala 200. Skimun fyrir kórónuveirunni hjá farþegum á Keflavíkurflugvelli hefst í dag. 15. júní 2020 00:00 Önnur lönd fylgjast grannt með þróun mála á Íslandi þegar landið verður opnað Sóttvarnalæknir segir að hérlendis hafi skapast mikil þekking á kórónuveirunni sem nýtist heimsbyggðinni allri. Þar hafi Íslensk erfðagreining farið fremst í flokki. 14. júní 2020 14:22 Mest lesið Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Kveikti í konu í lest Erlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Fleiri fréttir Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Sjá meira
Fyrstu farþegarnir skimaðir í morgun Fyrstu farþegar sem skimaðir voru á Keflavíkurflugvelli lentu í dag klukkan 9:40. Um var að ræða flug ungverska lággjaldaflugfélagsins Wizz Air frá London. 15. júní 2020 11:11
Frekari afléttingar samkomubanns og skimun hefst á Keflavíkurflugvelli Nú á miðnætti tóku gildi frekari tilslakanir á samkomubanni hér á landi. Nú mega 500 manns koma saman, en eftir síðustu tilslakanir var leyfileg tala 200. Skimun fyrir kórónuveirunni hjá farþegum á Keflavíkurflugvelli hefst í dag. 15. júní 2020 00:00
Önnur lönd fylgjast grannt með þróun mála á Íslandi þegar landið verður opnað Sóttvarnalæknir segir að hérlendis hafi skapast mikil þekking á kórónuveirunni sem nýtist heimsbyggðinni allri. Þar hafi Íslensk erfðagreining farið fremst í flokki. 14. júní 2020 14:22