Öryggisgæsla aukin í Farsóttarhúsinu vegna Rúmenanna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. júní 2020 12:20 Frá aðgerðum í gær þar sem verið var að flytja hluta Rúmenanna í Farsóttarhúsið við Rauðarárstíg. Vísir/Baldur Ellefu Rúmenar dvelja nú í Farsóttarhúsinu á Rauðarárstíg en öll brutu þau reglur um sóttkví og eru tveir þeirra með virk Covid-smit. Þrír reyndust neikvæðir fyrir veirunni og beðið er eftir niðurstöðum úr fimm sýnum. Öryggisgæsla í Farsóttahúsinu hefur verið aukin vegna málsins. Rúmenarnir fimm sem lögregla leitaði að í gærkvöldi vegna gruns um að þeir væru smitaðir af kórónuveirunni gáfu sig fram við lögreglu í nótt. Talið er að þeir tengist öðrum hópi Rúmena sem handteknir voru um helgina vegna þjófnaðar á Selfossi og reyndust tveir þeirra smitaðir af veirunni. Rúmenarnir fimm komu til landsins 5. júní, nokkrum dögum áður en hinn hópurinn – fimm karlar og ein kona – komu til landsins. Á annan tug lögreglumanna í nokkrum lögregluumdæmum eru í sóttkví vegna málsins. Rúmenarnir ellefu dvelja nú í Farsóttarhúsinu á Rauðarástíg og eru öll talin hafa brotið reglur um sóttkví. Tekin hafa verið sýni úr öllum. Enn er beðið eftir niðurstöðum úr fimm sýnum – þrjú reyndust neikvæð og sem fyrr segir eru tveir með virkt smit. Farsóttarhúsinu hafði verið lokað í maí þegar dró úr faraldrinum og stóð til að það yrði opnað á ný í dag í tengslum við nýjar reglur um skimun fyrir veirunni hjá farþegum sem koma í gegn um Keflavíkurflugvöll. Flýttu opnuninni Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttahúsa, segir að flýta hafi þurft opnuninni vegna málsins. „Við ætluðum að opna í dag í rauninni en þurftum að bregðast hratt við í gær og setja húsið upp og taka á móti fyrstu gestunum. Það komu strax sjö manns í gærdag og restin kom í nótt þannig það var bara allt sett á fullt hérna og við náðum að setja húsið upp á klukkustund. Hluti þessara gesta sem hér eru er verið að rannsaka vegna þjófnaðarmála á Selfossi, það eru tveir einstaklingar. Hinir sem eru í húsinu eru erlendir ferðamenn sem brutu sóttvarnarlög,“ segir Gylfi. Að neðan má sjá frétt úr kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Aukin gæsla Gæsla í Farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg hafi því verið aukin. „Þar sem að við gerum sérstaklega vegna þessara tveggja þá erum við með hertara öryggi hér í húsinu. Við erum bæði með öryggisverði og lögreglu á svæðinu. Auk þess erum við með myndavélar á öllum göngum og fylgjumst vel með því að fólk sé ekki að fara út úr herbergjunum sínum eins og lög gera ráð fyrir,“ segir Gylfi. Einnig verða opnuð farsóttarhús á Akureyri og á Egilsstöðum í dag til að taka við smituðum ferðamönnum. Þar munu sjálfboðaliðar á vegum Rauða krossins sinna gestum. Gylfi segist ekki vita hvað gestirnir verða margir næstu daga og vikur. „Við vonum að það verði færri frekar en fleiri. Við siglum blint í sjóinn með Egilsstaði út af Norrænu en það kemur í ljós á næstu dögum. Við ráðum við mjög stóran hóp fólks. Við erum með gistirými nú þegar fyrir hundrað manns á þessum þremur stöðum þar sem við verðum með farsóttahús á og ef þarf að fjölga því getum við gert það,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa. Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Sjá meira
Ellefu Rúmenar dvelja nú í Farsóttarhúsinu á Rauðarárstíg en öll brutu þau reglur um sóttkví og eru tveir þeirra með virk Covid-smit. Þrír reyndust neikvæðir fyrir veirunni og beðið er eftir niðurstöðum úr fimm sýnum. Öryggisgæsla í Farsóttahúsinu hefur verið aukin vegna málsins. Rúmenarnir fimm sem lögregla leitaði að í gærkvöldi vegna gruns um að þeir væru smitaðir af kórónuveirunni gáfu sig fram við lögreglu í nótt. Talið er að þeir tengist öðrum hópi Rúmena sem handteknir voru um helgina vegna þjófnaðar á Selfossi og reyndust tveir þeirra smitaðir af veirunni. Rúmenarnir fimm komu til landsins 5. júní, nokkrum dögum áður en hinn hópurinn – fimm karlar og ein kona – komu til landsins. Á annan tug lögreglumanna í nokkrum lögregluumdæmum eru í sóttkví vegna málsins. Rúmenarnir ellefu dvelja nú í Farsóttarhúsinu á Rauðarástíg og eru öll talin hafa brotið reglur um sóttkví. Tekin hafa verið sýni úr öllum. Enn er beðið eftir niðurstöðum úr fimm sýnum – þrjú reyndust neikvæð og sem fyrr segir eru tveir með virkt smit. Farsóttarhúsinu hafði verið lokað í maí þegar dró úr faraldrinum og stóð til að það yrði opnað á ný í dag í tengslum við nýjar reglur um skimun fyrir veirunni hjá farþegum sem koma í gegn um Keflavíkurflugvöll. Flýttu opnuninni Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttahúsa, segir að flýta hafi þurft opnuninni vegna málsins. „Við ætluðum að opna í dag í rauninni en þurftum að bregðast hratt við í gær og setja húsið upp og taka á móti fyrstu gestunum. Það komu strax sjö manns í gærdag og restin kom í nótt þannig það var bara allt sett á fullt hérna og við náðum að setja húsið upp á klukkustund. Hluti þessara gesta sem hér eru er verið að rannsaka vegna þjófnaðarmála á Selfossi, það eru tveir einstaklingar. Hinir sem eru í húsinu eru erlendir ferðamenn sem brutu sóttvarnarlög,“ segir Gylfi. Að neðan má sjá frétt úr kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Aukin gæsla Gæsla í Farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg hafi því verið aukin. „Þar sem að við gerum sérstaklega vegna þessara tveggja þá erum við með hertara öryggi hér í húsinu. Við erum bæði með öryggisverði og lögreglu á svæðinu. Auk þess erum við með myndavélar á öllum göngum og fylgjumst vel með því að fólk sé ekki að fara út úr herbergjunum sínum eins og lög gera ráð fyrir,“ segir Gylfi. Einnig verða opnuð farsóttarhús á Akureyri og á Egilsstöðum í dag til að taka við smituðum ferðamönnum. Þar munu sjálfboðaliðar á vegum Rauða krossins sinna gestum. Gylfi segist ekki vita hvað gestirnir verða margir næstu daga og vikur. „Við vonum að það verði færri frekar en fleiri. Við siglum blint í sjóinn með Egilsstaði út af Norrænu en það kemur í ljós á næstu dögum. Við ráðum við mjög stóran hóp fólks. Við erum með gistirými nú þegar fyrir hundrað manns á þessum þremur stöðum þar sem við verðum með farsóttahús á og ef þarf að fjölga því getum við gert það,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa.
Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Sjá meira