Mun Sergio Ramos færa sig um set í sumar? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júní 2020 13:30 Sergio Ramos fagnar hér markinu sem hann skoraði í fyrsta leik Real Madrid eftir hlé. Getty/Oscar J. Barroso Mikil óvissa er um framtíð Sergio Ramos, fyrirliða Real Madrid, en óvíst er hvar fyrirliði Real Madrid mun spila á næstu leiktíð. Ramos var þó á sínum stað í byrjunarliði Real Madrid sem vann Eibar í fyrstu umferð spænsku úrvalsdeildarinnar eftir að allt var sett á ís sökum kórónufaraldursins. Skoraði Ramos meðal annars í 3-1 sigri. Hann vann boltann í stöðunni 1-0 og rauk upp völlinn. Ekki sniðugt fyrir miðvörð í stöðunni 1-0 en að þessu sinni endaði það vel þar sem boltinn endaði aftur hjá Ramos eftir frábæran samleik Karim Benzema og Eden Hazard og gat miðvörðurinn ekki annað en skorað. Ramos endaði leikinn – sem fram fór á æfingasvæði Real - þó á bekknum þar sem hann var tekinn út af vegna smávægilegra meiðsla í læri. The Athletic veltir því fyrir sér hvort Ramos eigi eftir að spila aftur á Bernabéu. Hinn 34 ára gamli fyrirliði á aðeins 12 mánuði eftir af samningi sínum við spænska stórveldið. Svo virðist sem hvorki félagið né leikmaðurinn sjálfur hafi áhuga á framlengingu þar sem engar samræður hafa átt sér stað þar á milli. Síðasta sumar var Ramos nálægt því að yfirgefa félagið og samkvæmt forseta félagsins, Florentino Perez, bað leikmaðurinn um að fá að rifta samningi sínum svo hann kæmist til Kína. Skömmu síðar boðaði Ramos til blaðamannafundar og sagði að ekkert væri til í þessu og að hann myndi meira að segja spila frítt fyrir Real. Svo virðist sem sambandið milli forseta og fyrirliða hafi aldrei jafnað sig. Ramos var spurður um málið fyrir leik Real og Manchester City í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í vor. Þar sagði hann að enginn væri að flýta sér og það myndi bara koma í ljós hvað framtíðin bæri í skauti í sér. Ramos fékk svo rautt spjald í leiknum er Real tapaði 2-1 á heimavelli. Ekki hans fyrsta á ferlinum en leikmaðurinn á met í fjölda spjalda í spænsku deildinni, Meistaradeild Evrópu, El Clásico og hjá spænska landsliðinu. Alls hefur Ramos fengið 187 spjöld sem leikmaður í spænsku úrvalsdeildinni. Gulu spjöldin eru 167 talsins og þá hefur hann tuttugu sinnum verið rekinn af velli. Ekki eru mörg ár síðan Ramos nýtti sér orðróma þess efnis að Manchester United hefði áhuga á sér til að fá nýjan og endurbættan samning hjá Real. Nú virðist hins vegar sem Real sé ekki tilbúið að framlengja samning leikmanns sem verður orðinn 35 ára þegar núverandi samningur rennur út. Möguleg vinátta Ramos og David Beckham þýðir að leikmaðurinn gæti endað hjá Inter Miami í Bandaríkjunum þar sem Beckham ræður ríkjum. Ef Ramos vill meiri pening en hann þénar í dag er nær öruggt að hann endi í Kína. Hvað varðar lífstíl þá heillar það eflaust að skipta Madríd út fyrir Miami. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Af hverju spilar Real Madrid á æfingasvæðinu? Real Madrid berst við Barcelona um spænska meistaratitilinn í fótbolta í sumar en mun leika sína heimaleiki við fábrotnar aðstæður, miðað við Santiago Bernabeu leikvanginn, á æfingasvæði félagsins. 15. júní 2020 13:30 Madrídingar með sannfærandi sigur á Eibar Real Madrid vann þægilegan sigur á Eibar í spænsku Úrvalsdeildinni í kvöld. Með sigrinum minnkaði Real forskot Barcelona á toppnum niður í tvö stig. 14. júní 2020 19:30 Hazard búinn að jafna sig og mættur í byrjunarlið Real Eden Hazard er mættur aftur í byrjunarlið Real Madrid. 14. júní 2020 16:50 Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Sjá meira
Mikil óvissa er um framtíð Sergio Ramos, fyrirliða Real Madrid, en óvíst er hvar fyrirliði Real Madrid mun spila á næstu leiktíð. Ramos var þó á sínum stað í byrjunarliði Real Madrid sem vann Eibar í fyrstu umferð spænsku úrvalsdeildarinnar eftir að allt var sett á ís sökum kórónufaraldursins. Skoraði Ramos meðal annars í 3-1 sigri. Hann vann boltann í stöðunni 1-0 og rauk upp völlinn. Ekki sniðugt fyrir miðvörð í stöðunni 1-0 en að þessu sinni endaði það vel þar sem boltinn endaði aftur hjá Ramos eftir frábæran samleik Karim Benzema og Eden Hazard og gat miðvörðurinn ekki annað en skorað. Ramos endaði leikinn – sem fram fór á æfingasvæði Real - þó á bekknum þar sem hann var tekinn út af vegna smávægilegra meiðsla í læri. The Athletic veltir því fyrir sér hvort Ramos eigi eftir að spila aftur á Bernabéu. Hinn 34 ára gamli fyrirliði á aðeins 12 mánuði eftir af samningi sínum við spænska stórveldið. Svo virðist sem hvorki félagið né leikmaðurinn sjálfur hafi áhuga á framlengingu þar sem engar samræður hafa átt sér stað þar á milli. Síðasta sumar var Ramos nálægt því að yfirgefa félagið og samkvæmt forseta félagsins, Florentino Perez, bað leikmaðurinn um að fá að rifta samningi sínum svo hann kæmist til Kína. Skömmu síðar boðaði Ramos til blaðamannafundar og sagði að ekkert væri til í þessu og að hann myndi meira að segja spila frítt fyrir Real. Svo virðist sem sambandið milli forseta og fyrirliða hafi aldrei jafnað sig. Ramos var spurður um málið fyrir leik Real og Manchester City í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í vor. Þar sagði hann að enginn væri að flýta sér og það myndi bara koma í ljós hvað framtíðin bæri í skauti í sér. Ramos fékk svo rautt spjald í leiknum er Real tapaði 2-1 á heimavelli. Ekki hans fyrsta á ferlinum en leikmaðurinn á met í fjölda spjalda í spænsku deildinni, Meistaradeild Evrópu, El Clásico og hjá spænska landsliðinu. Alls hefur Ramos fengið 187 spjöld sem leikmaður í spænsku úrvalsdeildinni. Gulu spjöldin eru 167 talsins og þá hefur hann tuttugu sinnum verið rekinn af velli. Ekki eru mörg ár síðan Ramos nýtti sér orðróma þess efnis að Manchester United hefði áhuga á sér til að fá nýjan og endurbættan samning hjá Real. Nú virðist hins vegar sem Real sé ekki tilbúið að framlengja samning leikmanns sem verður orðinn 35 ára þegar núverandi samningur rennur út. Möguleg vinátta Ramos og David Beckham þýðir að leikmaðurinn gæti endað hjá Inter Miami í Bandaríkjunum þar sem Beckham ræður ríkjum. Ef Ramos vill meiri pening en hann þénar í dag er nær öruggt að hann endi í Kína. Hvað varðar lífstíl þá heillar það eflaust að skipta Madríd út fyrir Miami.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Af hverju spilar Real Madrid á æfingasvæðinu? Real Madrid berst við Barcelona um spænska meistaratitilinn í fótbolta í sumar en mun leika sína heimaleiki við fábrotnar aðstæður, miðað við Santiago Bernabeu leikvanginn, á æfingasvæði félagsins. 15. júní 2020 13:30 Madrídingar með sannfærandi sigur á Eibar Real Madrid vann þægilegan sigur á Eibar í spænsku Úrvalsdeildinni í kvöld. Með sigrinum minnkaði Real forskot Barcelona á toppnum niður í tvö stig. 14. júní 2020 19:30 Hazard búinn að jafna sig og mættur í byrjunarlið Real Eden Hazard er mættur aftur í byrjunarlið Real Madrid. 14. júní 2020 16:50 Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Sjá meira
Af hverju spilar Real Madrid á æfingasvæðinu? Real Madrid berst við Barcelona um spænska meistaratitilinn í fótbolta í sumar en mun leika sína heimaleiki við fábrotnar aðstæður, miðað við Santiago Bernabeu leikvanginn, á æfingasvæði félagsins. 15. júní 2020 13:30
Madrídingar með sannfærandi sigur á Eibar Real Madrid vann þægilegan sigur á Eibar í spænsku Úrvalsdeildinni í kvöld. Með sigrinum minnkaði Real forskot Barcelona á toppnum niður í tvö stig. 14. júní 2020 19:30
Hazard búinn að jafna sig og mættur í byrjunarlið Real Eden Hazard er mættur aftur í byrjunarlið Real Madrid. 14. júní 2020 16:50