Telur að fleiri veikist á næstu vikum og mánuðum Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júní 2020 09:26 Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir. Smitsjúkdómalæknir telur að fleiri muni veikjast af Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur, hér á landi í seinni bylgju faraldursins, sem þegar hefur tekið að bæra á sér úti í heimi. Mjög óhugnanlegt væri að lenda aftur í sömu stöðu og í mars og apríl, þegar sem flestir voru veikir af veirunni á Íslandi, en heilbrigðisstarfsfólk sé undirbúið undir seinni bylgjuna. Þetta kom fram í máli Bryndísar Sigurðardóttur smitsjúkdómalæknis í útvarpsþættinum Bítínu á Bylgjunni í morgun, þar sem hún ræddi þróun faraldursins og rannsóknir um lyf gegn veirunni. Taldi hugsanlegt að veikindin yrðu öðruvísi Virk kórónuveirusmit hér á landi eru nú átta en nokkrir einstaklingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun á Keflavíkurflugvelli eftir að landamærin voru formlega opnuð á mánudag. Þá hefur borið á því að faraldurinn blossi aftur upp í útlöndum, til dæmis í Peking í Kína og í Bandaríkjunum. Innt eftir því hvort að fleiri myndu veikjast af Covid-19 á næstu vikum og mánuðum hér á landi sagði Bryndís að búast mætti við því. „Já, ég hugsa að það hljóti að vera miðað við það sem er að gerast úti í heimi. Fólk er að veikjast aftur. Þetta eru ekki bara þessi einkennalausu smit sem var verið að velta fyrir sér, þessi jákvæðu sýni. En fólk mun fá einhver einkenni og við vitum ekki hvernig það mun þróast,“ sagði Bryndís. Þá var hún spurð að því hvort að fólk kæmi til með að veikjast eins og það gerði í fyrstu bylgju faraldursins. Bryndís sagði enn margt óljóst í þeim efnum. Þá kvað hún bóluefni ekki í augsýn í bráð, þó að hugsanlega gæti það orðið tilbúið í árslok. Heilbrigðisstarfsfólk væri jafnframt undirbúið fyrir seinni bylgjuna á spítalanum. „Upplýsingar sem ég er að reyna að fá frá Bandaríkjunum og í mörgum þessum fylkjum þar sem þetta er allt á uppleið aftur er að, já, það eru einstaklingar á öndunarvél á gjörgæslu og eru veikir. […] En maður taldi að hugsanlega yrðu þetta örðuvísi veikindi, minna veikir einstaklingar, en ég veit það ekki. En eins og ég segi, það verður mjög óhugnanlegt ef við lendum aftur í þessari stöðu sem við vorum í í mars og apríl, með svona marga veika sjúklinga á spítalanum.“ Forðuðust að nota stera Þá ræddi Bryndís líka lyfið Dexamethasone, ódýrt og algengt steralyf, sem virðist draga úr dánarlíkum sjúklinga sem veikjast alvarlega af veirunni. Tilkynning um niðurstöður rannsóknar þess efnis var birt nýlega. Bryndís segir um að ræða steralyf, sykurstera en ekki testósterón, sem séu almennt mikið notuð. Umræðan um steragjöf fyrir Covid-sjúklinga sé ekki ný af nálinni en í fyrstu benti til þess að þeir væru ekki gagnlegir. „Það sem er kannski villandi í þessu er það að þegar faraldurinn hófst og við vorum með mjög veika einstaklinga úti í heimi, í Evrópu, á öndunarvélum, þá vaknaði strax hugmynd um að nota stera. Þeir eru oft notaðir á gjörgæslu hjá mjög veikum einstaklingum sem eru með lungnaíferðir og svo framvegis, og það komu fljótlega upplýsingar um að þeir sem fengu stera i þessu ástandi, þeim vegnaði verr,“ sagði Bryndís. Læknar hér á landi hafi strax byrjað að ræða þetta sín á milli. „Og niðurstaðan var sú að reyna helst að nota ekki stera, einmitt út af þessum upplýsingum.“ Kapphlaup í rannsóknum Rannsóknin nú bendir til þess að notkun steralyfsins lækki dánarlíkur sjúklinga í öndunarvélum um þrjátíu prósent. Þá virðist lyfið draga úr dánarlíkum sjúklinga í súrefnisgjöf um fimmtung. „En gagnrýnin á þetta núna, sem kom svolítið í ljós í gær bara meðal kollega úti í löndum, er að þarna er greinin sjálf ekki birt með neinum smáatriðum eða niðurstöðum, sem er mjög óvenjulegt,“ sagði Bryndís. „En er einmitt á þessum fordæmalausu tímum svolítið sem við höfum verið að sjá. Við fáum upplýsingar mjög hratt og það á eftir að fara yfir gögnin. Það á eftir að skrifa greinina, það á eftir að rýna betur í niðurstöðuna.“ Þetta séu þannig almennt ekki ritrýndar niðurstöður. „Á þessum fjórum mánuðum hafa verið mjög fáar ritrýndar greinar. Sem lýsir sér þannig að nokkrar greinar í síðustu og þarsíðustu viku voru dregnar til baka. […] Það kemur í ljós að í tveimur mjög virtum tímaritum, Lancet og New England, voru tvær greinar teknar til baka vegna þess að það er svo mikill asi og flýti að birta einhverjar niðurstöður um þennan nýja sjúkdóm og þessa nýju sýkingu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Tengdar fréttir Minntust þeirra sem hafa látist í faraldrinum Sænska fánanum var flaggað í hálfa stöng fyrir framan Riksdag, sænska þingið, í dag þegar haldin var minningarathöfn um þau sem hafa látist í landinu af völdum Covid-19 sýkingarinnar sem kórónuveiran veldur. 17. júní 2020 16:45 Tveir greindust í landamæraskimun auk einnar lögreglukonu Tveir greindust með kórónuveiruna í landamæraskimun á Keflavíkurflugvelli í gær en að auki reyndist sýni frá lögreglukonu jákvætt í gær. 17. júní 2020 13:11 Þrír hælisleitendur í farsóttahúsinu: Sérstakar reglur gilda um hælisleitendur og sóttkví Þrír hælisleitendur og þrír Rúmenar, sem lögregla lýsti eftir í gær, bættust í hóp þeirra sem dvelja í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg. Þar dvelja nú sautján manns. 17. júní 2020 12:00 Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Sjá meira
Smitsjúkdómalæknir telur að fleiri muni veikjast af Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur, hér á landi í seinni bylgju faraldursins, sem þegar hefur tekið að bæra á sér úti í heimi. Mjög óhugnanlegt væri að lenda aftur í sömu stöðu og í mars og apríl, þegar sem flestir voru veikir af veirunni á Íslandi, en heilbrigðisstarfsfólk sé undirbúið undir seinni bylgjuna. Þetta kom fram í máli Bryndísar Sigurðardóttur smitsjúkdómalæknis í útvarpsþættinum Bítínu á Bylgjunni í morgun, þar sem hún ræddi þróun faraldursins og rannsóknir um lyf gegn veirunni. Taldi hugsanlegt að veikindin yrðu öðruvísi Virk kórónuveirusmit hér á landi eru nú átta en nokkrir einstaklingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun á Keflavíkurflugvelli eftir að landamærin voru formlega opnuð á mánudag. Þá hefur borið á því að faraldurinn blossi aftur upp í útlöndum, til dæmis í Peking í Kína og í Bandaríkjunum. Innt eftir því hvort að fleiri myndu veikjast af Covid-19 á næstu vikum og mánuðum hér á landi sagði Bryndís að búast mætti við því. „Já, ég hugsa að það hljóti að vera miðað við það sem er að gerast úti í heimi. Fólk er að veikjast aftur. Þetta eru ekki bara þessi einkennalausu smit sem var verið að velta fyrir sér, þessi jákvæðu sýni. En fólk mun fá einhver einkenni og við vitum ekki hvernig það mun þróast,“ sagði Bryndís. Þá var hún spurð að því hvort að fólk kæmi til með að veikjast eins og það gerði í fyrstu bylgju faraldursins. Bryndís sagði enn margt óljóst í þeim efnum. Þá kvað hún bóluefni ekki í augsýn í bráð, þó að hugsanlega gæti það orðið tilbúið í árslok. Heilbrigðisstarfsfólk væri jafnframt undirbúið fyrir seinni bylgjuna á spítalanum. „Upplýsingar sem ég er að reyna að fá frá Bandaríkjunum og í mörgum þessum fylkjum þar sem þetta er allt á uppleið aftur er að, já, það eru einstaklingar á öndunarvél á gjörgæslu og eru veikir. […] En maður taldi að hugsanlega yrðu þetta örðuvísi veikindi, minna veikir einstaklingar, en ég veit það ekki. En eins og ég segi, það verður mjög óhugnanlegt ef við lendum aftur í þessari stöðu sem við vorum í í mars og apríl, með svona marga veika sjúklinga á spítalanum.“ Forðuðust að nota stera Þá ræddi Bryndís líka lyfið Dexamethasone, ódýrt og algengt steralyf, sem virðist draga úr dánarlíkum sjúklinga sem veikjast alvarlega af veirunni. Tilkynning um niðurstöður rannsóknar þess efnis var birt nýlega. Bryndís segir um að ræða steralyf, sykurstera en ekki testósterón, sem séu almennt mikið notuð. Umræðan um steragjöf fyrir Covid-sjúklinga sé ekki ný af nálinni en í fyrstu benti til þess að þeir væru ekki gagnlegir. „Það sem er kannski villandi í þessu er það að þegar faraldurinn hófst og við vorum með mjög veika einstaklinga úti í heimi, í Evrópu, á öndunarvélum, þá vaknaði strax hugmynd um að nota stera. Þeir eru oft notaðir á gjörgæslu hjá mjög veikum einstaklingum sem eru með lungnaíferðir og svo framvegis, og það komu fljótlega upplýsingar um að þeir sem fengu stera i þessu ástandi, þeim vegnaði verr,“ sagði Bryndís. Læknar hér á landi hafi strax byrjað að ræða þetta sín á milli. „Og niðurstaðan var sú að reyna helst að nota ekki stera, einmitt út af þessum upplýsingum.“ Kapphlaup í rannsóknum Rannsóknin nú bendir til þess að notkun steralyfsins lækki dánarlíkur sjúklinga í öndunarvélum um þrjátíu prósent. Þá virðist lyfið draga úr dánarlíkum sjúklinga í súrefnisgjöf um fimmtung. „En gagnrýnin á þetta núna, sem kom svolítið í ljós í gær bara meðal kollega úti í löndum, er að þarna er greinin sjálf ekki birt með neinum smáatriðum eða niðurstöðum, sem er mjög óvenjulegt,“ sagði Bryndís. „En er einmitt á þessum fordæmalausu tímum svolítið sem við höfum verið að sjá. Við fáum upplýsingar mjög hratt og það á eftir að fara yfir gögnin. Það á eftir að skrifa greinina, það á eftir að rýna betur í niðurstöðuna.“ Þetta séu þannig almennt ekki ritrýndar niðurstöður. „Á þessum fjórum mánuðum hafa verið mjög fáar ritrýndar greinar. Sem lýsir sér þannig að nokkrar greinar í síðustu og þarsíðustu viku voru dregnar til baka. […] Það kemur í ljós að í tveimur mjög virtum tímaritum, Lancet og New England, voru tvær greinar teknar til baka vegna þess að það er svo mikill asi og flýti að birta einhverjar niðurstöður um þennan nýja sjúkdóm og þessa nýju sýkingu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Tengdar fréttir Minntust þeirra sem hafa látist í faraldrinum Sænska fánanum var flaggað í hálfa stöng fyrir framan Riksdag, sænska þingið, í dag þegar haldin var minningarathöfn um þau sem hafa látist í landinu af völdum Covid-19 sýkingarinnar sem kórónuveiran veldur. 17. júní 2020 16:45 Tveir greindust í landamæraskimun auk einnar lögreglukonu Tveir greindust með kórónuveiruna í landamæraskimun á Keflavíkurflugvelli í gær en að auki reyndist sýni frá lögreglukonu jákvætt í gær. 17. júní 2020 13:11 Þrír hælisleitendur í farsóttahúsinu: Sérstakar reglur gilda um hælisleitendur og sóttkví Þrír hælisleitendur og þrír Rúmenar, sem lögregla lýsti eftir í gær, bættust í hóp þeirra sem dvelja í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg. Þar dvelja nú sautján manns. 17. júní 2020 12:00 Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Sjá meira
Minntust þeirra sem hafa látist í faraldrinum Sænska fánanum var flaggað í hálfa stöng fyrir framan Riksdag, sænska þingið, í dag þegar haldin var minningarathöfn um þau sem hafa látist í landinu af völdum Covid-19 sýkingarinnar sem kórónuveiran veldur. 17. júní 2020 16:45
Tveir greindust í landamæraskimun auk einnar lögreglukonu Tveir greindust með kórónuveiruna í landamæraskimun á Keflavíkurflugvelli í gær en að auki reyndist sýni frá lögreglukonu jákvætt í gær. 17. júní 2020 13:11
Þrír hælisleitendur í farsóttahúsinu: Sérstakar reglur gilda um hælisleitendur og sóttkví Þrír hælisleitendur og þrír Rúmenar, sem lögregla lýsti eftir í gær, bættust í hóp þeirra sem dvelja í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg. Þar dvelja nú sautján manns. 17. júní 2020 12:00