Endar Ronaldo ferilinn eftir allt í Bandaríkjunum? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. júní 2020 17:00 Er Ronaldo farinn að hugsa um að flytja til Miami og vera besti vinur David Beckham eða til vinar síns Nani í Orlando? EPA-EFE/ALESSANDRO DI MARCO Þó svo að Cristiano Ronaldo hafi tekið fyrir það á sínum tíma að enda ferilinn í Bandaríkjunum þá virðist sem portúgalska ofurstjarnan hafi mögulega skipt um skoðun. Ítalska stórliðið Juventus tapaði í vítaspyrnukeppni fyrir Napoli í gær er liðin mættust í úrslitaleik ítölsku bikarkeppninnar. Markalaust var eftir venjulegan leiktíma og var farið beint í vítaspyrnukeppni þar sem Napoli hafði betur gegn áttföldum Ítalíumeisturum Juventus. Er þetta annar úrslitaleikurinn sem Juventus tapar í röð en liðið tapaði fyrir Lazio í ítalska Ofurbikarnum undir lok síðasta árs. Það er spurning hversu marga úrslitaleiki til viðbótar Ronaldo leikur með Juventus en Luis Nani, fyrrum samherji hins 35 ára gamla Ronaldo hjá Manchester United og portúgalska landsliðinu, sagði á dögunum að Ronaldo hefði sagt við sig að hann hefði áhuga á að enda ferilinn í MLS-deildinni. Cristiano Ronaldo told Nani he will probably end up in MLS (via @TaylorTwellman) pic.twitter.com/W7Cg0nr3DD— ESPN FC (@ESPNFC) June 17, 2020 Ronaldo tók fyrir það á sínum tíma að enda ferilinn í Bandaríkjunum en mögulega hefur hann skipt um skoðun í dag. Það virðist sem flestir knattspyrnumenn Evrópu séu tilbúnir að fara í MLS-deildina og spila fyrir lið David Beckham, Inter Miami. Hver veit nema Ronaldo gangi svo bara til liðs við Orlando City og endi ferilinn með áðurnefndum Nani sem gekk í raðir félagsins á síðasta ári. Hefur Nani skorað tólf mörk í 30 leikjum fyrir Orlando. Þar með yrði Ronaldp önnur stórstjarnan sem hefði spilað fyrir bæði spænska stórveldið Real Madrid og Orlando City. Hin stórstjarnan er hinn brasilíski Kaka en hann gekk í raðir Real Madrid sumarið 2009 líkt og Ronaldo. Fimm árum síðar gekk hann í raðir Orlando og lék með þeim allt til ársins 2017 þegar skórnir fóru á hilluna. Fótbolti Ítalski boltinn MLS Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Þó svo að Cristiano Ronaldo hafi tekið fyrir það á sínum tíma að enda ferilinn í Bandaríkjunum þá virðist sem portúgalska ofurstjarnan hafi mögulega skipt um skoðun. Ítalska stórliðið Juventus tapaði í vítaspyrnukeppni fyrir Napoli í gær er liðin mættust í úrslitaleik ítölsku bikarkeppninnar. Markalaust var eftir venjulegan leiktíma og var farið beint í vítaspyrnukeppni þar sem Napoli hafði betur gegn áttföldum Ítalíumeisturum Juventus. Er þetta annar úrslitaleikurinn sem Juventus tapar í röð en liðið tapaði fyrir Lazio í ítalska Ofurbikarnum undir lok síðasta árs. Það er spurning hversu marga úrslitaleiki til viðbótar Ronaldo leikur með Juventus en Luis Nani, fyrrum samherji hins 35 ára gamla Ronaldo hjá Manchester United og portúgalska landsliðinu, sagði á dögunum að Ronaldo hefði sagt við sig að hann hefði áhuga á að enda ferilinn í MLS-deildinni. Cristiano Ronaldo told Nani he will probably end up in MLS (via @TaylorTwellman) pic.twitter.com/W7Cg0nr3DD— ESPN FC (@ESPNFC) June 17, 2020 Ronaldo tók fyrir það á sínum tíma að enda ferilinn í Bandaríkjunum en mögulega hefur hann skipt um skoðun í dag. Það virðist sem flestir knattspyrnumenn Evrópu séu tilbúnir að fara í MLS-deildina og spila fyrir lið David Beckham, Inter Miami. Hver veit nema Ronaldo gangi svo bara til liðs við Orlando City og endi ferilinn með áðurnefndum Nani sem gekk í raðir félagsins á síðasta ári. Hefur Nani skorað tólf mörk í 30 leikjum fyrir Orlando. Þar með yrði Ronaldp önnur stórstjarnan sem hefði spilað fyrir bæði spænska stórveldið Real Madrid og Orlando City. Hin stórstjarnan er hinn brasilíski Kaka en hann gekk í raðir Real Madrid sumarið 2009 líkt og Ronaldo. Fimm árum síðar gekk hann í raðir Orlando og lék með þeim allt til ársins 2017 þegar skórnir fóru á hilluna.
Fótbolti Ítalski boltinn MLS Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira