Síbrotamaður dæmdur fyrir þjófnað á bifreiðum og sex skotvopnum Andri Eysteinsson skrifar 18. júní 2020 19:02 Maðurinn hefur verið dæmdur til fangelsisvistar fimmtán sinnum frá 1996. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur í fimm mánaða fangelsi vegna brota gegn hegningarlögum og umferðarlögum í fimm ákæruliðum. Maðurinn var ákærður fyrir þjófnað á bifreiðum, skotvopnum, myndavélum, verkfærum svo eitthvað sé nefnt. Maðurinn, sem fæddur er árið 1977, braust inn á verkstæði Gæðasprautunar við Súðavog á gamlársdag 2017 tók þar bíllykla þriggja bifreiða sem stóðu fyrir utan verkstæðið, tók þær ófrjálsri hendi og ráðstafaði til annara manna. Dóminn í heild sinni má lesa hér. Á nýársdag 2018 braust maðurinn þá inn í iðnaðarhúsnæði að Dugguvogi og stal þar munum að andvirði yfir einni milljón króna en maðurinn vísaði lögreglu á munina í Heiðmörk og Kaldárseli í Hafnarfirði. Maðurinn virðist hafa stolið öllu steini léttara úr verkstæðinu en á meðal þess sem hann tók ófrjálsri hendi voru sex skotvopn, fimm ferðatöskur, dráttarspil að andvirði 200.000 kr, borar, myndavélar og fjöldi verkfæra. Andvirði munanna, að skotvopnum og haglaskotum, undanskildum er 1.265.000 krónur. Þá er manninum gert að hafa tekið bifreið á verkstæðinu ófrjálsri hendi. Að lokum var maðurinn ákærður fyrir að hafa ekið stolinni bifreið um götur höfuðborgarsvæðisins á röngum skráningarmerkjum. Fimmtán fangelsisdómar á 24 árum Maðurinn á að baki langan sakaferil en hann hefur á síðustu 24 árum verið dæmdur til fangelsisvistar í fimmtán skipti fyrir brot á almennum hegningarlögum, umferðarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni. Hann hefur þá í tvígang gengist undir sátt hjá lögreglustjóra og einu sinni viðurlagaákvörðun hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. 6. febrúar síðastliðinn var hann dæmdur til 20 mánaða fangelsisvistar og til greiðslu 1.080.000 króna fyrir brot sín, var hann þá sviptur ökuleyfi ævilangt. Ákærði var sakfelldur fyrir brotin og var honum dæmdur fimm mánaða hegningarauki en til frádráttar refsingunni kemur gæsluvarðhald sem hann sætti frá 5. til 11. janúar 2018. Þá er honum gert að greiða tæpar 4,5 milljónir króna í sakarkostnað. Dómsmál Reykjavík Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur í fimm mánaða fangelsi vegna brota gegn hegningarlögum og umferðarlögum í fimm ákæruliðum. Maðurinn var ákærður fyrir þjófnað á bifreiðum, skotvopnum, myndavélum, verkfærum svo eitthvað sé nefnt. Maðurinn, sem fæddur er árið 1977, braust inn á verkstæði Gæðasprautunar við Súðavog á gamlársdag 2017 tók þar bíllykla þriggja bifreiða sem stóðu fyrir utan verkstæðið, tók þær ófrjálsri hendi og ráðstafaði til annara manna. Dóminn í heild sinni má lesa hér. Á nýársdag 2018 braust maðurinn þá inn í iðnaðarhúsnæði að Dugguvogi og stal þar munum að andvirði yfir einni milljón króna en maðurinn vísaði lögreglu á munina í Heiðmörk og Kaldárseli í Hafnarfirði. Maðurinn virðist hafa stolið öllu steini léttara úr verkstæðinu en á meðal þess sem hann tók ófrjálsri hendi voru sex skotvopn, fimm ferðatöskur, dráttarspil að andvirði 200.000 kr, borar, myndavélar og fjöldi verkfæra. Andvirði munanna, að skotvopnum og haglaskotum, undanskildum er 1.265.000 krónur. Þá er manninum gert að hafa tekið bifreið á verkstæðinu ófrjálsri hendi. Að lokum var maðurinn ákærður fyrir að hafa ekið stolinni bifreið um götur höfuðborgarsvæðisins á röngum skráningarmerkjum. Fimmtán fangelsisdómar á 24 árum Maðurinn á að baki langan sakaferil en hann hefur á síðustu 24 árum verið dæmdur til fangelsisvistar í fimmtán skipti fyrir brot á almennum hegningarlögum, umferðarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni. Hann hefur þá í tvígang gengist undir sátt hjá lögreglustjóra og einu sinni viðurlagaákvörðun hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. 6. febrúar síðastliðinn var hann dæmdur til 20 mánaða fangelsisvistar og til greiðslu 1.080.000 króna fyrir brot sín, var hann þá sviptur ökuleyfi ævilangt. Ákærði var sakfelldur fyrir brotin og var honum dæmdur fimm mánaða hegningarauki en til frádráttar refsingunni kemur gæsluvarðhald sem hann sætti frá 5. til 11. janúar 2018. Þá er honum gert að greiða tæpar 4,5 milljónir króna í sakarkostnað.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent