Kvenréttindi um allan heim Brynhildur Bolladóttir skrifar 19. júní 2020 09:30 Um leið og við fögnum kvenréttindadeginum og öllum þeim árangri sem náðst hefur hér á landi í baráttu fyrir jafnrétti eru milljónir kvenna sem þurfa enn að þola mismunun af ýmsu tagi og fá ekki þau tækifæri sem okkur bjóðast. Á dögum sem þessum hugsa ég til systra minna um allan heim sem standa ekki jafnfætis karlmönnum, einungis vegna kynferðis síns. Verkefnin eru ærin. Í Sómalíu eru um 98% stúlkna umskornar á aldursbilinu 5-11 ára. Ástæður þessarar skaðlegu siðvenju eru mismunandi milli samfélaga. Sums staðar eru stúlkur sagðar „hreinni” ef þær eru umskornar og annars staðar eru stúlkur umskornar til að tryggja að þær geti ekki stundað kynlíf fyrir hjónaband. Þá er þetta oft partur af helgiathöfn sem talin er nauðsynlegur hluti af menningu og sjálfsmynd samfélaga. Í kórónuveirufaraldrinum, þegar fólk hefur haldið sig heima og einangrast meira, hefur það sýnt sig að súlkur eru enn útsettari fyrir umskurði þar sem fólk sem hagnast á því að framkvæma þessar óafturkræfu aðgerðir hefur nýtt sér ástandið. Fólk gengur hús úr húsi og framkvæmir aðgerðina, oft með hrikalegum afleiðingum og erfiðum ef ekki lífshættulegum fylgikvillum. Þá eru óupptaldir sálrænir erfiðleikar sem fylgja slíku inngripi. Undirstaða baráttunnar gegn umskurði er að tryggja að samfélögin hafi aðgang að réttum upplýsingum. Starfsfólk og sjálfboðaliðar Rauða krossins leggja áherslu á að vinna með samfélögum og veita fræðslu um skaðsemi umskurðar. Umskurður er ekki siðvenja sem aðeins karlmenn þrýsta á. Konur eiga mikinn þátt í að viðhalda venjunni. Konur framkvæma aðgerðina, mæður hvetja dætur sínar til að gangast undir hana og í mörgum tilfellum vilja dæturnar það sjálfar því þær vilja ekki vera öðruvísi en aðrar stúlkur í samfélaginu, vilja ekki eiga minni möguleika á að giftast og finnst það jafnvel heiður að vera umskornar. Mikið traust er lagt á trúarleiðtoga og höfðingja í samfélögum Sómalíu og því er nauðsynlegt að taka umræðuna við þá og tryggja að þeir hafi allar upplýsingar, til að mynda um þær skelfilegu afleiðingar sem umskurður getur haft og áhrifin, bæði líkamleg og andleg, sem hann hefur á líf stúlkna og kvenna. Þá benda sjálfboðaliðar á fleiri leiðir til að fagna kynþroska stúlkna, s.s. með dansi, tónlist og gjöfum. Eitt af undirmarkmiðum fimmta Heimsmarkmiðs Sameinuðu þjóðanna um jafnrétti kynjanna, er að útrýma umskurði kvenna fyrir árið 2030. Það verður fyrst og fremst gert með fræðslu í heimabyggð, fræðslu sem Rauði krossinn sinnir. Þú getur hjálpað okkur að efla hana enn frekar með því að styðja við verkefni okkar í Sómalíu. Höfundur er upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Brynhildur Bolladóttir Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Um leið og við fögnum kvenréttindadeginum og öllum þeim árangri sem náðst hefur hér á landi í baráttu fyrir jafnrétti eru milljónir kvenna sem þurfa enn að þola mismunun af ýmsu tagi og fá ekki þau tækifæri sem okkur bjóðast. Á dögum sem þessum hugsa ég til systra minna um allan heim sem standa ekki jafnfætis karlmönnum, einungis vegna kynferðis síns. Verkefnin eru ærin. Í Sómalíu eru um 98% stúlkna umskornar á aldursbilinu 5-11 ára. Ástæður þessarar skaðlegu siðvenju eru mismunandi milli samfélaga. Sums staðar eru stúlkur sagðar „hreinni” ef þær eru umskornar og annars staðar eru stúlkur umskornar til að tryggja að þær geti ekki stundað kynlíf fyrir hjónaband. Þá er þetta oft partur af helgiathöfn sem talin er nauðsynlegur hluti af menningu og sjálfsmynd samfélaga. Í kórónuveirufaraldrinum, þegar fólk hefur haldið sig heima og einangrast meira, hefur það sýnt sig að súlkur eru enn útsettari fyrir umskurði þar sem fólk sem hagnast á því að framkvæma þessar óafturkræfu aðgerðir hefur nýtt sér ástandið. Fólk gengur hús úr húsi og framkvæmir aðgerðina, oft með hrikalegum afleiðingum og erfiðum ef ekki lífshættulegum fylgikvillum. Þá eru óupptaldir sálrænir erfiðleikar sem fylgja slíku inngripi. Undirstaða baráttunnar gegn umskurði er að tryggja að samfélögin hafi aðgang að réttum upplýsingum. Starfsfólk og sjálfboðaliðar Rauða krossins leggja áherslu á að vinna með samfélögum og veita fræðslu um skaðsemi umskurðar. Umskurður er ekki siðvenja sem aðeins karlmenn þrýsta á. Konur eiga mikinn þátt í að viðhalda venjunni. Konur framkvæma aðgerðina, mæður hvetja dætur sínar til að gangast undir hana og í mörgum tilfellum vilja dæturnar það sjálfar því þær vilja ekki vera öðruvísi en aðrar stúlkur í samfélaginu, vilja ekki eiga minni möguleika á að giftast og finnst það jafnvel heiður að vera umskornar. Mikið traust er lagt á trúarleiðtoga og höfðingja í samfélögum Sómalíu og því er nauðsynlegt að taka umræðuna við þá og tryggja að þeir hafi allar upplýsingar, til að mynda um þær skelfilegu afleiðingar sem umskurður getur haft og áhrifin, bæði líkamleg og andleg, sem hann hefur á líf stúlkna og kvenna. Þá benda sjálfboðaliðar á fleiri leiðir til að fagna kynþroska stúlkna, s.s. með dansi, tónlist og gjöfum. Eitt af undirmarkmiðum fimmta Heimsmarkmiðs Sameinuðu þjóðanna um jafnrétti kynjanna, er að útrýma umskurði kvenna fyrir árið 2030. Það verður fyrst og fremst gert með fræðslu í heimabyggð, fræðslu sem Rauði krossinn sinnir. Þú getur hjálpað okkur að efla hana enn frekar með því að styðja við verkefni okkar í Sómalíu. Höfundur er upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar