Segir staðsetningu smáhýsa í Hlíðum heppilega Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. júní 2020 20:00 Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Vísir/Baldur Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir staðsetningu smáhýsa sem reisa á í Hlíðahverfi heppilega. Hlustað hafi verið á athugasemdir íbúa og biður hann fólk um að líta í eigin barm þar sem heimilislaust fólk muni búa í öllum hverfum. Í kvöldfréttum í gær greindum við frá áhyggjum íbúa af uppbyggingu smáhýsa í Hlíðahverfi. Hýsin eru ætluð einstaklingum sem erfiðlega hefur gengið að útvega búsetuúrræði vegna áfengis- og vímuefnaneyslu eða annarra veikinda. Áhyggjur íbúa snúa að staðsetningu úrræðisins en í grenndinni eru nú þegar tvö félagsleg úrræði og segjast íbúar nokkuð varir við þau. Víða séu sprautur og nálar í nærumhverfinu. Fyrir framan svæðið þar sem smáhýsi eiga að rísa er göngu- og hjólastígur, en um hann fara börn reglulega til að komast leiða sinna á íþróttaæfingar. Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir staðsetninguna heppilega. „Við erum auðvitað bara í borg og við verðum að finna staðsetingar og við reynum að velja þær af kostgæfni. Það hefur enn enginn komið til mín og sagt „þetta er heppileg staðsetning“ þannig það er svolítið þannig eins og fólk vilji ekki hafa þetta í sínu hverfi og ég held að við þurfum að horfa svolítið í eigin barm. Heimilislaust fólk mun búa í öllum hverfum,“ sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Hún segir smáhýsin þurfa að vera miðsvæðis - nálagt samgönguæðum og annarri þjónustu. „Ég hvet alla til þess að bíða aðeins og sjá. Það er ekki að fara að skapa neina hættu þarna, frekar en við húsin sem eru að rísa í Hlíðarendahverfinu, við vitum ekkert hverjir flytja þangað,“ sagði Heiða. Formaður foreldrafélags Hlíðaskóla gagnrýnir borgina fyrir samráðsleysi. „Það var haldinn einn íbúafundur. Við getum í raun ekki upplýst neitt meira en það að þarna eigi að byggja tvö lítil hús sem verða leigð út. Ég sé ekki alveg hvað meira við gætum gert til að hafa samráð en það var virkilega hlustað á allar athugasemir sem komu úr hverfinu,“ sagði Heiða. Reykjavík Félagsmál Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir staðsetningu smáhýsa sem reisa á í Hlíðahverfi heppilega. Hlustað hafi verið á athugasemdir íbúa og biður hann fólk um að líta í eigin barm þar sem heimilislaust fólk muni búa í öllum hverfum. Í kvöldfréttum í gær greindum við frá áhyggjum íbúa af uppbyggingu smáhýsa í Hlíðahverfi. Hýsin eru ætluð einstaklingum sem erfiðlega hefur gengið að útvega búsetuúrræði vegna áfengis- og vímuefnaneyslu eða annarra veikinda. Áhyggjur íbúa snúa að staðsetningu úrræðisins en í grenndinni eru nú þegar tvö félagsleg úrræði og segjast íbúar nokkuð varir við þau. Víða séu sprautur og nálar í nærumhverfinu. Fyrir framan svæðið þar sem smáhýsi eiga að rísa er göngu- og hjólastígur, en um hann fara börn reglulega til að komast leiða sinna á íþróttaæfingar. Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir staðsetninguna heppilega. „Við erum auðvitað bara í borg og við verðum að finna staðsetingar og við reynum að velja þær af kostgæfni. Það hefur enn enginn komið til mín og sagt „þetta er heppileg staðsetning“ þannig það er svolítið þannig eins og fólk vilji ekki hafa þetta í sínu hverfi og ég held að við þurfum að horfa svolítið í eigin barm. Heimilislaust fólk mun búa í öllum hverfum,“ sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Hún segir smáhýsin þurfa að vera miðsvæðis - nálagt samgönguæðum og annarri þjónustu. „Ég hvet alla til þess að bíða aðeins og sjá. Það er ekki að fara að skapa neina hættu þarna, frekar en við húsin sem eru að rísa í Hlíðarendahverfinu, við vitum ekkert hverjir flytja þangað,“ sagði Heiða. Formaður foreldrafélags Hlíðaskóla gagnrýnir borgina fyrir samráðsleysi. „Það var haldinn einn íbúafundur. Við getum í raun ekki upplýst neitt meira en það að þarna eigi að byggja tvö lítil hús sem verða leigð út. Ég sé ekki alveg hvað meira við gætum gert til að hafa samráð en það var virkilega hlustað á allar athugasemir sem komu úr hverfinu,“ sagði Heiða.
Reykjavík Félagsmál Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira