Fáránleg úrslit í Rússlandi: Lið Björns í sóttkví en neytt til að spila Sindri Sverrisson skrifar 19. júní 2020 23:00 Björn Bergmann Sigurðarson í gulum búningi Rostov. VÍSIR/GETTY Lið Björns Bergmanns Sigurðarsonar, Rostov, var neytt til að spila í rússnesku úrvalsdeildinni í fótbolta þrátt fyrir að sex leikmenn þess greindust með kórónuveirusmit og að allt liðið hefði verið sent í einangrun. Keppni í rússnesku deildinni er að hefjast að nýju eftir hlé vegna faraldursins og tapaði Rostov, sem er í 4. sæti deildarinnar, 10-1 í dag fyrir Sochi sem komst upp í 9. sæti. Rostov bað um að leiknum yrði frestað, enda allt liðið í 14 daga sóttkví, en Sochi hafnaði því. Björn, sem á reyndar við meiðsli að stríða og er á Íslandi, og liðsfélagar hans gátu því ekkert gert til að koma í veg fyrir tap. Rostov varð einfaldlega að senda unglingalið sitt til keppni. „Það var ekki auðvelt að senda þessa ungu stráka að spila þennan leik. Við tókum þessa ákvörðun í gærkvöld. Ég held að þeir hafi allir verið hræddir. Sextán ára strákar eru börn,“ sagði Artashes Arutyunyants, forseti Rostov, við heimasíðu félagsins. Forráðamenn Sochi eru sagðir hafa sterk ítök innan rússneska knattspyrnusambandsins, en liðið tók stórt skref í að halda sæti sínu í efstu deild með sigrinum. Samkvæmt Russian Football News var meðalaldur byrjunarliðs Rostov 17,2 ár og er það met í rússnesku úrvalsdeildinni, eins og gefur að skilja. Guttarnir komust reyndar yfir í leiknum, á fyrstu mínútu, en staðan var orðin 4-1 í hálfleik. Björn var að láni hjá APOEL á Kýpur fyrri hluta þessa árs en þeirri dvöl er lokið. Rússneski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fótbolti Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira
Lið Björns Bergmanns Sigurðarsonar, Rostov, var neytt til að spila í rússnesku úrvalsdeildinni í fótbolta þrátt fyrir að sex leikmenn þess greindust með kórónuveirusmit og að allt liðið hefði verið sent í einangrun. Keppni í rússnesku deildinni er að hefjast að nýju eftir hlé vegna faraldursins og tapaði Rostov, sem er í 4. sæti deildarinnar, 10-1 í dag fyrir Sochi sem komst upp í 9. sæti. Rostov bað um að leiknum yrði frestað, enda allt liðið í 14 daga sóttkví, en Sochi hafnaði því. Björn, sem á reyndar við meiðsli að stríða og er á Íslandi, og liðsfélagar hans gátu því ekkert gert til að koma í veg fyrir tap. Rostov varð einfaldlega að senda unglingalið sitt til keppni. „Það var ekki auðvelt að senda þessa ungu stráka að spila þennan leik. Við tókum þessa ákvörðun í gærkvöld. Ég held að þeir hafi allir verið hræddir. Sextán ára strákar eru börn,“ sagði Artashes Arutyunyants, forseti Rostov, við heimasíðu félagsins. Forráðamenn Sochi eru sagðir hafa sterk ítök innan rússneska knattspyrnusambandsins, en liðið tók stórt skref í að halda sæti sínu í efstu deild með sigrinum. Samkvæmt Russian Football News var meðalaldur byrjunarliðs Rostov 17,2 ár og er það met í rússnesku úrvalsdeildinni, eins og gefur að skilja. Guttarnir komust reyndar yfir í leiknum, á fyrstu mínútu, en staðan var orðin 4-1 í hálfleik. Björn var að láni hjá APOEL á Kýpur fyrri hluta þessa árs en þeirri dvöl er lokið.
Rússneski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fótbolti Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira