Hetjurnar þjálfuðu unga iðkendur: „Hefði sjálfur viljað eiga kost á svona“ Sindri Sverrisson skrifar 20. júní 2020 10:00 Það var svo sannarlega létt yfir Aroni Pálmarssyni og Bjarka Má Elíssyni sem jusu úr viskubrunni sínum fyrir unga iðkendur í Kaíró-skólanum. mynd/stöð 2 „Þetta eru svona mini-landsliðsbúðir,“ segir Kári Kristján Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, sem stóð fyrir handboltaskóla í Vestmannaeyjum í vikunni. Stórskemmtilegt innslag um skólann má sjá hér neðst í greininni. Um er að ræða þriggja daga skóla þar sem ungir og efnilegir iðkendur fengu að upplifa það að æfa eins og atvinnumenn. „Kaíró-skólinn“ er prufuverkefni Kára Kristjáns og með honum var þjálfari hollenska landsliðsins og ÍBV, Erlingur Richardsson. Þátttakendur voru á aldrinum 15-17 ára en í þjálfarateyminu voru einnig landsliðsmennirnir í handbolta; Aron Pálmarsson og Bjarki Már Elísson, og fyrrverandi landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson. „Þeir eru frábærir á vellinum en vonlausir þjálfarar… nei, þeir eru geggjaðir. Þetta er búið að vera frábært, og þvílíkt „kudos“ á þá að hafa komið. Maður finnur að þeir njóta þess að gefa af sér og það er frábært fyrir krakkana að fá að vera með þessum hetjum, því þetta eru svo sannarlega hetjur,“ segir Kári léttur í bragði við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Tveir af bestu leikmönnum sögunnar og Aron Guðjón Valur hefur ákveðið að snúa sér að þjálfun eftir langan og afar farsælan feril sem leikmaður, og snerist ekki hugur eftir „fyrstu skrefin“ í þjálfun: „Jaaá, ég er alla vega ekki enn hættur við. Þetta kemur held ég. Nei, nei, ég hlakka mikið til og það er gaman að hafa fengið að koma hérna og prufa svolítið. Krakkarnir eru æðislegir, hafa mikinn áhuga og virðast hafa gaman af. Þetta er búið að heppnast mjög vel og er vonandi komið til að vera.“ „Þetta eru bara flottir krakkar og þetta var skemmtilegra en ég þorði að vona,“ sagði Aron, og Bjarki félagi hans, markakóngur í þýsku 1. deildinni, tók undir: „Þeir eru efnilegir margir hverjir og eiga framtíðina fyrir sér. Maður hefði sjálfur viljað eiga kost á svona. Hér eru kannski tveir af bestu handboltamönnum sögunnar og svo ertu líka með Aron Pálmarsson,“ grínaðist Bjarki, og ljóst að stjörnurnar nutu sín í botn með hinum efnilegu handboltakrökkum. Klippa: Sportpakkinn - Stjörnur stýrðu handboltaskóla í Eyjum Handbolti Vestmannaeyjar Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sjá meira
„Þetta eru svona mini-landsliðsbúðir,“ segir Kári Kristján Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, sem stóð fyrir handboltaskóla í Vestmannaeyjum í vikunni. Stórskemmtilegt innslag um skólann má sjá hér neðst í greininni. Um er að ræða þriggja daga skóla þar sem ungir og efnilegir iðkendur fengu að upplifa það að æfa eins og atvinnumenn. „Kaíró-skólinn“ er prufuverkefni Kára Kristjáns og með honum var þjálfari hollenska landsliðsins og ÍBV, Erlingur Richardsson. Þátttakendur voru á aldrinum 15-17 ára en í þjálfarateyminu voru einnig landsliðsmennirnir í handbolta; Aron Pálmarsson og Bjarki Már Elísson, og fyrrverandi landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson. „Þeir eru frábærir á vellinum en vonlausir þjálfarar… nei, þeir eru geggjaðir. Þetta er búið að vera frábært, og þvílíkt „kudos“ á þá að hafa komið. Maður finnur að þeir njóta þess að gefa af sér og það er frábært fyrir krakkana að fá að vera með þessum hetjum, því þetta eru svo sannarlega hetjur,“ segir Kári léttur í bragði við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Tveir af bestu leikmönnum sögunnar og Aron Guðjón Valur hefur ákveðið að snúa sér að þjálfun eftir langan og afar farsælan feril sem leikmaður, og snerist ekki hugur eftir „fyrstu skrefin“ í þjálfun: „Jaaá, ég er alla vega ekki enn hættur við. Þetta kemur held ég. Nei, nei, ég hlakka mikið til og það er gaman að hafa fengið að koma hérna og prufa svolítið. Krakkarnir eru æðislegir, hafa mikinn áhuga og virðast hafa gaman af. Þetta er búið að heppnast mjög vel og er vonandi komið til að vera.“ „Þetta eru bara flottir krakkar og þetta var skemmtilegra en ég þorði að vona,“ sagði Aron, og Bjarki félagi hans, markakóngur í þýsku 1. deildinni, tók undir: „Þeir eru efnilegir margir hverjir og eiga framtíðina fyrir sér. Maður hefði sjálfur viljað eiga kost á svona. Hér eru kannski tveir af bestu handboltamönnum sögunnar og svo ertu líka með Aron Pálmarsson,“ grínaðist Bjarki, og ljóst að stjörnurnar nutu sín í botn með hinum efnilegu handboltakrökkum. Klippa: Sportpakkinn - Stjörnur stýrðu handboltaskóla í Eyjum
Handbolti Vestmannaeyjar Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sjá meira